Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2019 27 Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Stóðhestaskýrslur / fyljunarvottorð Ágætu stóðhestahaldarar og hryssueigendur. Nú fer í hönd enn eitt spennandi hrossa- ræktarsumar og mikill fjöldi áhugaverðra stóðhesta í boði fyrir ræktendur. Minnt er á þá áhvílandi skyldu að stóðhestahaldarar (umsjónarmaður eða eigandi hests) skili samviskusamlega útfylltum stóðhestaskýrslum til starfsstöðva RML fyrir árslok, 31. desember 2019. Þar komi fram allar hryssur sem voru leiddar undir viðkomandi hesta, hvort heldur sónarskoðun er notuð til að staðfesta fyljun eður ei og hvort sem hryssur reynast fyljaðar eða ekki. Þá geta hryssueigendur, eða stóðhestahaldarar, einnig tryggt þessa mikilvægu skráningu með því að skila inn vel útfylltum og undirrituðum fyljunarvottorðum sem þjóna sama tilgangi. Stóðhestaskýrslur má m.a. nálgast á heimasíðu RML, hér: https://www.rml. is/static/files/Hrossaraekt_ RML/eydublod/2018/rml- stodhestaskyrsla_vefur-2.pdf Fyljunarvottorð má nálgast hér: https://www.rml.is/static/ files/Hrossaraekt_RML/2017/ fyljunarvottord-fosturvisir17v2. pdf Samkvæmt ákvæðum Reglu- gerðar um uppruna og ræktun íslenska hestsins nr. 442 / 2011, 5. grein, er óheimilt að nýskrá folöld í upprunaættbókina WorldFeng ef fyljunarskráning móður liggur ekki fyrir, nema til komi ætternisgreining með DNA-sýni. Við minnum sérstaklega á valpörun í WorldFeng sem er kjörið verkfæri ræktenda til að átta sig á innbyrðis skyldleika hrossa við mismunandi pörunarkosti. Í því sambandi er vert að hafa í huga, sem almenna leiðbeiningu og varnagla í búfjárrækt, að reiknaður skyldleikaræktarstuðull (táknað sem F%) mögulegs afkvæmis fari ekki yfir 5%. Það er sérstakt og mikilsvert keppikefli í litlum hrossastofni, svo sem íslenski hesturinn er, að viðhalda sem mestum erfðafjölbreytileika og vinna markvisst gegn mikilli innbyrðis skyldleikaaukningu í stofninum. Fjölbreytnin er forsenda alls úrvals og ræktunarstarfs, eldsneytið inn í langa framtíð. Þá hvetjum við alla þá sem eignast folöld í vor og sumar til að láta örmerkja þau strax, þar er ekki eftir neinu að bíða. Enn fremur að engin ómerkt folöld fylgi mæðrum inn í stóðhestagirðingar. Allir vilja fara með sitt folald heim í lok tímabils, en ekki annarra. Hrossaræktarsvið RML Stóðhesturinn GLÚMUR frá Dallandi IS2010125110 verður til afnota að Hestamiðstöðinni DAL, Mosfellsbæ bæði á húsmáli og fyrra gangmáli í sumar. Eftir 15. júlí tekur Glúmur á móti hryssum í Héraðsdal Skagafirði þar sem hann verður fram á haust. Glúmur var efstur í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri á Landsmóti í Reykjavík 2018. Glúmur hefur fengið í kynbótadómi 10 níur, eina 9,5, 10 fyrir prúðleika og aðaleinkunn 8.81. Faðir hans er Glymur frá Flekkudal og móðir Orka frá Dallandi. Verð kr 150.000 með vsk. Frekari upplýsingar gefa og móttaka pantana er hjá : halldor@dalur.is sími 8962772 gunnar@dalur.is sími 8222010 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson Stóðhestar á vegum Hrossaræktarsambands Vesturlands Bygging: Bygging:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.