Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2019 29 Lely Center Ísland Til sölu GEA Monobox – mjaltaþjónn Reykjavík Krókháls 5f – Sími 414 0000 // Akureyri Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 Selst óuppsettur Kaupandi verður að semja við Lífland, umboðsaðila GEA á Íslandi um uppsetningu og niðurtöku Einungis 19 mánaða gamall Hægri mjaltaþjónn, með sýnatökukassa, blautfóðurdælu, tveimur fóðurskömmturum og G5 myndavél Gangsettur nýr í október 2017 – Til afhendingar í byrjun september 2019 Upplýsingar gefur Sverrir í síma 896-2866 Baskaland heitir Euskal Herria, eða Euskadi á basknesku og País Vasco, eða Vasconia á spænsku, en Pays Basque á frönsku, þaðan sem við þekkjum nafnið. Óformleg höfuðborg Baskalands heitir Vitoria-Gasteiz og er í Álava-héraði, en aðrar stórar borgir eru Bilbao eða Bilbo á basknesku og San Sebastián, sem heitir Donostia á basknesku. Baskaland skiptist í raun í sjö héruð Álava, eða Araba- hérað, Biscay, eða Bizkaia-hérað, Gipuzkoa-hérað, Nafarroa Garaia og frönsku héruðin þrjú, Lapurdi, Nafarroa Beherea og Zuberoa. Í heild er Baskaland 20.947 ferkílómetrar, en suðurhéraðið Nafarroa Garaia, eða Hegoalde, sem er þeirra stærst, er þó ekki alltaf nefnt sem hluti af Baskalandi, enda er það að öllu leyti talið vera innan eiginlegra landamæra Spánar. Þá tilheyrir norðausturhlutinn Frakklandi. Baskalandi var tryggð ákveðin staða sjálfstjórnarsvæðis í spænsku stjórnarskránni 29. desember 1978 og var gjörningurinn kenndur við bæinn Guernica þar sem er eitt af elstu þingum Evrópu. Var þetta fullgilt í kosningum 25. október 1979. Þar var viðurkennt að Baskalandi tilheyri héruðin Álava, Biscay og Gipuzkoa, sem ná yfir 7.234 ferkílómetra svæði og þar búa um 2,2 milljónir manna. Baskneska þingið er í borginni Vitoria-Gasteiz þar sem forseti Baska er einnig með aðsetur. Höfuðstöðvar stjórnarinnar eru svo í San Sebastián, en hæstiréttur Baska er með aðsetur í Bilbao. Bærinn Guernica hefur mikla sérstöðu í sjálfstæðisbaráttu Baska. Þar var upphaf og endir mótspyrnunnar í borgarastríðinu við hersveitir Francos einræðis- herra og þýskra nasista. Eru mikilvægir táknrænir fundir stjórnar og þings Baska enn haldnir í þinghúsinu í Guernica sem er jafnframt þinghús Biscay-héraðs. Nafarroa-hérað eða Navarre var svo veitt sérstök staða innan spænska ríkisins árið 1982. Baskaland innan landamæra Frakklands kallast einu nafni á spænsku País Vasco francés, en Pays basque français á frönsku og Iparralde eða Norðursvæðið á basknesku. Þar búa um 240.000 Baskar. Að auki búa nær 58 þúsund Baskar í Bandaríkjunum og tæplega 7.000 í Kanada. Baskaland – Euskadi frá mæðrum sínum sem þá eru mjólkaðar með mjaltavélum og er mjólkin nýtt að einhverju leyti til drykkjar en þó einkum í ostagerð, sem er helsta stolt bænda á þessu svæði. Lömbum, sem ekki eru sett á, er slátrað þegar þau hafa náð um 12 kílóa fallþunga, sem þætti frekar lítið í samanburði við þyngd íslenskra lamba við slátrun. Stöðugur straumur ferðamanna er á þetta bú, sem þykir til fyrirmyndar í ostagerðinni auk þess að starfrækja smalaskólann. Erfitt hefur reynst að festa sauðaostagerð í sessi á Íslandi Áhugavert er að skoða þetta með hliðsjón af íslenskum sauðfjárbúskap. Einhvern veginn hefur ekki tekist að festa framleiðslu á íslenskum sauðaostum í sessi sem gæti örugglega hjálpað þessari grein. Framleiðsla sauðaostanna var þó rannsóknarverkefni sem Bændaskólinn á Hvanneyri, Mjólkursamlagið í Búðardal og Osta- og smjörsalan stóðu saman að á tíunda áratug síðustu aldar að frumkvæði Sveins Hallgrímssonar, kennara við Bændaskólann. Á Hvanneyri var gerð tilraun með fráfærur sumarið 1996 og ærnar mjólkaðar. Mjólkin, alls um 1.000 lítrar, var lögð inn í Mjólkursamlagið í Búðardal og voru gerðir ostar úr henni, alls um 480 kg. Komu þeir sauðaostar á markað í febrúar 1997. Lítið hefur þó farið fyrir slíkri framleiðslu síðan og hún ekki náð að festa sig í sessi. Sérstakt átaksverkefni um nýtingu sauðamjólkur var þó í gangi á árunum 2004 til 2010 og tóku nokkrir bændur þátt í því. Bændur í Akurnesi við Hornafjörð mjólkuðu um 50 tvílembur í tvö sumur 2013 og 2014 samkvæmt heimildum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, RML. Þeir fengu tilskilin leyfi til að gera ost úr mjólkinni heima á búinu og sáu sjálfir um söluna. Hlé var svo gert á sauðamjöltum í Akurnesi vegna anna við önnur bústörf en áform um að taka aftur upp þráðinn aftur þegar tími gæfist. Reglugerðir ESB vernda villidýr en eyða aldagamalli menningu Það er þó ekki tóm himnasæla að stunda sauðfjárbúskap uppi í fjöllunum í Baskalandi. Otaegi bóndi segir að bændur á þessu svæði horfi nú fram á mikla erfiðleika vegna sérkennilegs regluverks Evrópusambandsins. Þarna er búskapurinn rekinn í miðju friðlandi og hafa bændurnir heimild til að stunda þar búskap gegn því að passa upp á friðlandið. Gallinn er bara sá, að sögn Otaegi, að úlfar og villisvín eru þar líka algjörlega friðuð og fjölgar því ört og fyrir þessi dýr eru kindur fyrirtaks bráð. Því treysta bændur sér vart lengur til að vera með sauðfé utandyra vegna ágengni þessara dýra. Sagði hann að af þessum sökum væru bændur að flosna upp og tilneyddir að hætta búskap. Um leið og búum fækkar verður svo til nýtt vandamál sem er þvert á þau markmið að vernda svæðið. Reglugerðir ESB eru einfaldlega að leiða til verndunar og offjölgunar villidýra, sem drepa allt kvikt sem þau ná sér í til matar. Það þýðir að fuglum og smádýrum fækkar líkt og íslenskir bændur hafa bent á að hafi gerst við friðun refs á Hornströndum. Þá leiða friðunarreglugerðirnar einnig til þess að farið er að fjara undan aldagamalli menningu baskneskra bænda sem þar hafa lifað í sátt og samlyndi við náttúruna. Batis Otaegi bendir einnig á, að um leið og búskapur leggst af, þá hætti öll umhirða á jörðunum. Tún safna sinu sem verður svo hættulegur eldsmatur þegar eldingum slær niður. Því hafi skógareldar á þessu svæði orðið stöðugt tíðari með tilheyrandi eyðileggingu á friðlandinu. Reglurnar sem áttu að vernda náttúru landsins séu því í raun að stórskaða þessa sömu náttúru. Bóndinn Batis Otaegi lýsir osta- framleiðslunni fyrir baskneskum fararstjóra og ferðamönnum frá Íslandi. Að sjálfsögðu var gestum boðið upp á ostasmakk af framleiðslu Gomiztegi-bænda og Upainberri Txakolina-hvítvín úr héraði frá 2017.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.