Bændablaðið - 16.05.2019, Síða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 201930
Tíu ára drengur, Bodgan Belyi,
frá borginni Tiraspol í landi sem
fáir Íslendingar kannast við og
heitir Transnjestría, [Transnistria
– Pridnestrovian Moldavian
Republic] vill ólmur komast
í kynni við Íslendinga. Hann
hefur af eigin frumkvæði viðað
að sér margvíslegum fróðleik um
Ísland og hefur sérstakan áhuga á
Vestfjörðum.
Ástæða þess að nafn þessa pilts
birtist á síðum Bændablaðsins er
að Hinrik Bjarnason, fyrrverandi
deildarstjóri innkaupa- og
markaðsdeildar Sjónvarpsins, fór
fyrir skömmu í ferð með Þorleifi
Friðrikssyni sagnfræðingi og
fyrirtæki hans, Söguferðum. Var
ferðin farin til þessa framandi
lands, Transnjestríu, sem fáir hafa
heyrt getið en er í raun eins konar
sjálfstjórnarsvæði í Moldóvu.
Transnjestría er 4.163 km2
landræma á vinstri bakka árinnar
Dniester við austurlandamæri
Moldóvu og liggur að Úkraínu.
Nafn landsins þýðir; handan
Dniester [Trans-Dniestr]. Íbúar eru
um 469.000 og höfuðborgin heitir
Tiraspol [ .
Íbúar hafa lýst yfir sjálfstæði
þessa svæðis en engar sjálfstæðar
þjóðir viðurkennir það í raun sem
sjálfstætt ríki. Þó viðurkenndu
þrjár þjóðir sjálfstæði Transnjestríu
2. september 1990, en það eru
Abkhazia, Artsakh og Suður-Ossetia,
sem sjálf njóta ekki viðurkenningar.
Hinrik segir ferðina hafa verið
mjög lærdómsríka og áhugaverða,
en Þorleifur velur gjarnan að fara
með fólk á framandi slóðir. Hefur
hann m.a. skrifað bók sem heitir
hulduþjóðir Evrópu, þar sem fjallað
er um þjóðarbrot sem litla athygli
fá í umræðunni. Transnjestría er eitt
þeirra.
„Það var farið austur til Moldóvu
og farið um það land sem var
mjög athyglisvert, ekki síst út frá
búskaparlegu sjónarmiði. Við sem
lærðum landafræði í skóla minnumst
þess að hafa lært um svörtu moldina í
Austur-Evrópu og á sléttum þess sem
þá voru Sovétríkin. Þarna vorum við
einmitt á þeim slóðum,“ segir Hinrik.
„Við vorum þarna í Tiraspol í
þrjár nætur og fórum um svæðið í
kring sem var mjög eftirminnilegt
og ánægjulegt, þrátt fyrir misjafnt
veður. Þarna er einstaklega alúðlegt
og huggulegt fólk heim að sækja.
Veran þarna minnti suma á gömlu
Sovétríkin og sáu menn ýmsar
bílategundir sem þeir höfðu ekki
séð í langan tíma.
Það kom svo fyrir mig þann
16. apríl austur í Tiraspol að ég fór
að finna til óþæginda í auga. Það
ágerðist og þorði ég ekki annað en
að fá okkar ágæta leiðsögumann til
að fara með mig á klíník sem er hluti
af hinu opinbera heilbrigðiskerfi. Það
var svolítið með hálfum huga að ég
fór í þá ferð, en þar fékk ég þá bestu
þjónustu sem hugsast gat. Þarna var
öndvegisfólk og þessi ferðamaður
frá framandi slóðum norður í höfum
fékk fyrirmyndar fyrirgreiðslu. Þarna
gerði enginn athugasemd þótt hann
væri dreginn fram fyrir alla aðra og
afgreiddur með hraði. Vandkvæði
augans reyndust þó ekki alvarleg og
hurfu á nokkrum dögum.“
Ótrúlegur Íslandsáhugi
10 ára drengs
„Á stofunni hjá augnlækninum voru
UTAN ÚR HEIMI
Bogdan Belyi fyrir miðri mynd í annarri röð, himinlifandi með bekkjarfélögum sínum í borginni Tiraspol í Transnjestríu, með bók um Ísland, íslenska peninga og Bændablaðið sem hann fékk að
gjöf frá íslenskum ferðamönnum sem staddir voru í heimabæ hans fyrir skömmu.
Tiraspol í Transnjestríu:
Tíu ára drengur í framandi landi
með óbilandi áhuga á Íslandi
– Datt fyrir tilviljun í lukkupottinn þegar hann komst í kynni við íslenska ferðalanga í heimaborg sinni
Hinrik Bjarnason fékk afar óvenju-
móður 10 ára drengs sem gaf sig á
tal við hann á læknastofu í Tiraspol
í Transnjestríu þegar hann var þar
að vitja læknis.
Transnjestría er ekki stórt land en á svæði sem er þekkt fyrir mjög frjósama
gróðurmold. Innfellda myndin er af fána Transnjestríu.
Bogdan Belyi hugfanginn að
skoða myndir frá Íslandi í síma
íslensks ferðamanns og kominn
með Bændablaðið í hendur og tvo
íslenska peningaseðla að auki.