Bændablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2019 31
nokkrar ungar aðstoðarkonur. Þegar
skoðuninni á mér var lokið kom ein
af þessum konum til mín og baðst
afsökunar á að gera sig heimakomna
við mig og sagði: – Þannig er mál
með vexti að ég á tíu ára son sem
er algjörlega upptekinn af Íslandi.
Hann er alltaf að skoða ýmislegt
er viðkemur Íslandi, eins og kort.
Núna er hann sérstaklega upptekinn
af Vestfjörðum og er mikið að velta
fyrir sér plássi sem heitir Flateyri.
Ég var alveg gáttaður á þessu
erindi, en eftir stutt samtal sagði ég
við hana að ég væri þarna í hópi fólks
sem væri að skoða sig um og líta á
landshagi í hennar landi. Heimsækja
fólkið og drekka ykkar ágæta vín og
borða ykkar ágæta mat. Við erum
hér á Hotel Russia og sonur þinn er
velkominn á hótelið ef það væri hægt
að tína til einhverja íslenska peninga
eða annað sem
fólk gæti fært honum frá Íslandi.
Nefndi ég við hana tíma sem væri
heppilegur.
Nú, ég bjóst ekki við að neitt yrði
úr hans heimsókn. Svo vildi til að
ég þurfti að bregða mér í burtu af
hótelinu á þeim tíma sem ég hafði
tiltekið, en þarna voru nokkrir
ferðafélagar mínir í anddyrinu.
Auðvitað birtist svo pilturinn í fylgd
föður síns og áttu þeir mjög góða
stund með Íslendingunum. Fékk
strákurinn þarna íslenska peninga
og ýmsa gripi sem fólk hafði í
fórum sínum og Þorleifur fararstjóri
gaf honum firna fallega íslenska
ljósmyndabók. Þá hafði einn haft
með sér í þessa ferð sem lestrarefni
eintak af Bændablaðinu. Dró hann
það fram og afhenti drengnum sem
hélt himinlifandi á braut með þennan
„feng“ sinn,“ sagði Hinrik.
Vill kynnast íslenskum
jafnöldrum
Í framhaldinu komu boð frá
föður hans um að strákurinn hafi
strax daginn eftir sagt félögum í
skólanum sínum frá þessari för
sinni til að hitta Íslendinga á Hotel
Russia. Vakti það feikna athygli
og þeir munir sem hann hafði
meðferðis. Var tekin mynd af pilti
með skólafélögunum með munina
alla, bókina góðu og Bændablaðið.
Fylgdi skilaboðum föðurins síðan
ósk drengsins um að fá að komast
í tengsl og kunningsskap við
jafnaldra sína á Íslandi.
Gaman væri ef einhverjir
íslenskir krakkar á hans reki hefðu
samband við hann og þætti honum
þá örugglega fengur í að fá skeyti
frá Vestfjörðum og þá ekki síst
Flateyri. /HKr.
Nafn og heimilisfang þessa
áhugasama Íslandsvinar er:
Bogdan Belyi
Gogol 82
Tiraspol
Pridnestrovie
R. Moldava 3300
Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðar-
tæki skipta gæði, ending og áreiðanleiki
höfuðmáli.
• Hestöfl 142
• Lyftigeta 3,5 tonn
• Lyftihæð 9,8 m
• Keyrsluhraði 40km/klst
• Vökvaúrtök og krókur fyrir 12 tonna vagn
Gerðu kröfur — hafðu samband við Snorra
í síma 590 5130 eða sendu fyrirspurn
á sa@klettur.is og kynntu þér þína möguleika.
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 / 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
Caterpillar
TH3510D
skotbómu-
lyftari
Landbúnaðarútfærsla
Þorleifur Friðriksson, fararstjóri hjá Söguferðum, áritar bók um Ísland
sem hann gaf Íslandsvininum Bogdan Belyi. Með þeim á myndinni er faðir
Bogdans og á innfelldu myndinni er hann með pabba sínum og litlu systur.
Eiríkur Benjamínsson læknir var með í símanum myndir af Geysi í Haukadal
Harpa Ágústsdóttir.
PÓLLAND-KALININGRAD 10. TIL 17. ÁGÚST (7 NÁTTA FERÐ)
- Flogið til og frá Gdansk -
Söguferð um slóðir seinni heimsstyrjaldar. Við förum til Gdansk og
Kaliningrad, rekjum sögu Fríborgarinnar Danzig og Austurprússlands,
kynnumst samtíð og sögu Königsberg-Kaliningrad.
Við skoðum Mamerki (Mauerwald) aðalstjórnstöð SS á Austurvígstöðvunum
og Úlfsgreni Hitlers (Wolfsschanze), Westerplatte og Stutthof.
Að loknum töðugjöldum er þessi ferð kjörin fyrir bændur og búalið og alla
hina sem hafa áhuga á sögu 20. aldar. Verð: 250.000 kr.
Möguleiki er að framlengja dvöl í Gdansk til 20. ágúst.
Fararstjóri:
Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur
Sími: 564 30 31 / 611 4797
Netfang: soguferdir@soguferdir.is
Nánari dagskrá: www. soguferdir.is