Bændablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 32

Bændablaðið - 16.05.2019, Qupperneq 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 201932 Í síðasta tölublaði Bændablaðsins gerir Ari Teitsson frændi minn tilraun til að svara spurningu Árna Bragasonar landgræðslustjóra um hvað felist í sjálfbærri landnotkun, eða öllu heldur dregur hann fram eitt atriði sem hann telur ekki felast í sjálfbærni, þ.e. að friða einstaka afréttir fyrir beit. Í samtali fyrir skemmstu spurði Árni mig hvort ég gæti skilgreint sjálfbæra landnýtingu og svaraði ég um hæl „já já, ekki málið“ en bætti svo við að ég gæti það hvorki án umhugsunar né í stuttu máli. Það er nefnilega ekki rétt sem Ari skrifar í pistli sínum að hugtakið sjálfbær þróun hafi fyrst komið fram í Brundtland-skýrslunni árið 1987, sama hvað Wikipedia segir. Hugtakið og hugmyndafræðin um sjálfbærni er mun eldri, eða frá því snemma á 18. öld, og er fengin að láni frá skógrækt, þar sem hún hefur verið leiðarstef í skógfræðimenntun í 300 ár. Ef skógfræðingur getur ekki skilgreint sjálfbæra landnotkun, hver getur það þá? Grunnstefið eins og Ari ritar það, „landnýting sem mætir þörfum þeirra sem nýta landið nú, án þess að skerða möguleika þeirra sem landið munu nýta í framtíðinni“ er í samræmi við upphaflega hugmynd Carls von Carlowitz sem fyrst setti hana á blað fyrir 300 árum. Hún var hagfræðilegs eðlis og fjallaði um það hvernig hægt væri að rækta skóg á ný þar sem skógur hafði verið felldur svo komandi kynslóðir gætu einnig notið gæða skógarins. Hún snerist upphaflega eingöngu um þann hag sem mannkynið gæti haft af skógum, líkt og orðalag Ara um landnotkun. Í millitíðinni hefur hugmyndafræðin hins vegar þróast heilmikið með skrifum og samfélagsumræðu skógfræðinga. Það er ekki von til þess að almenningur fylgist með þróun hugmyndafræði í einni faggrein og því heldur fólk gjarnan að hugmyndafræði sjálfbærni hafi sprottið fullmótuð úr höfði Gro Harlem Brundtland. Það gerði hún að sjálfsögðu ekki. Án þess að rekja alla söguna, þá fjallar sjálfbærni um aðferðir við nýtingu auðlinda. Hugmyndafræðin samanstendur nú af tugum þátta sem falla undir þrjá meginflokka, hagræna, umhverfislega og félagslega. Voru þessir þættir flestir orðnir til í skógfræði og kenndir verðandi skógfræðingum löngu fyrir 1987. Auðlindanýting telst ekki sjálfbær nema kröfum allra þriggja flokka og þorra undirþátta þeirra sé mætt. Mæta þarf ýmsum kröfum um stöðuga arðsemi eða a.m.k. með reglulegu millibili, nýtingin má ekki skemma eða eyðileggja loft- eða vatnsgæði eða búsvæði lífvera í stórum stíl, samfélagið þarf að vera sátt við nýtinguna og hún má ekki ganga á lífsgæði fólks um of. Á undanförnum 40 árum hefur almenna samfélagsumræðan um sjálfbærni einkum snúist um umhverfisflokkinn og innan hans um flokkun sorps. Það er svo gróf einföldun að hún á í raun varla nokkuð skylt við sjálfbærni í heild. Innan umhverfisflokksins hefur nýr mælikvarði á sjálfbærni nýtingar bæst við á síðustu áratugum, þ.e. binding koltvísýrings úr andrúmsloftinu og varðveisla kolefnis í skógi, öðrum gróðri og mold. Sem fyrr hefur sú umræða mótast að miklu leyti innan skógræktargeirans og er komin lengst þar vegna órjúfanlegra tengsla skógfræði við sjálfbærni. Þess vegna er öll þessi áhersla á mikilvægi verndar regnskóganna og aukna skógarþekju yfirleitt. Auðlindin sem um ræðir verður fyrst að vera til og í sæmilegu ástandi til þess að taka megi upp aðferðir sjálfbærni. Hugmyndin er að við sem notum auðlindina nú gerum það á þann hátt að komandi kynslóðir geti það einnig. En hvað ef fyrri kynslóðir hafa gengið svo hart að auðlindinni og gæði hennar rýrnað svo mjög að hún er vart svipur hjá sjón? Hvað ef við sjálf erum þessar „komandi kynslóðir“ og stöndum frammi fyrir auðlind sem búið er að nota upp til agna, ónýtri auðlind í orðsins fyllstu merkingu? Er einu sinni hægt að tala um nokkuð í líkingu við sjálfbæni þegar svo er komið? Nei, auðvitað ekki. Þegar því sem næst allir skógar eru eyddir, helmingur alls jarðvegs fokinn á haf út og gróðurinn sem eftir er svo rýr og aumur að hann vex varla, þá er of seint í rassinn gripið. Nýting þeirra auðlindaleyfa getur ekki verið sjálfbær. Af henni er engan arð að hafa nema með mikilli meðgjöf, hún veldur áfram skaða á umhverfinu og hún leiðir til félagslegra erfiðleika og fátæktar, sem sjá má á því að fólk yfirgefur dreifbýlið sem aldrei fyrr. Þegar svo er komið verður að endurheimta auðlindina áður en hægt er að tala um sjálfbæra nýtingu hennar. Í skógrækt felst þróun í átt að sjálfbærni í því að byggja upp skógarauðlind og á meðan verði nýting hennar svo takmörkuð að auðlindin eflist eins og kostur er. Í annarri landnotkun gildir svipað. Byggja þarf upp gróður- og jarðvegsauðlindirnar og á meðan þarf nýting þeirra að vera svo takmörkuð að þær eflist eins og kostur er. Ég endurtek að í þessu felst þróun í átt að sjálfbærni en ekki sjálfbær nýting. Í nýjum landgræðslulögum er kveðið á um að tryggja skuli að landnýting sé sjálfbær. Svipað ákvæði er í nýjum skógræktarlögum um nýtingu skóga. Hvort tveggja ber að túlka sem svo að það sé vilji löggjafans að unnið skuli að þróun í átt að sjálfbærni í þeim málaflokkum. Innan þess ramma þarf síðan að setja markmið, t.d. um aukið flatarmál skóga eða aukna gróðurþekju á afréttum, og að á meðan sé nýtingin svo takmörkuð að markmiðin náist á ásættanlegum tíma. Í ljósi loftslagsröskunar og þarfarinnar fyrir að binda koltvísýring úr andrúmsloftinu höfum við ekki mikinn tíma. Í sumum tilvikum þarf að takmarka nýtingu svo mikið að hún verði engin. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf LESENDABÁS HAFNIÐ ORKUPAKKA ÞRJÚ – elskulegu alþingismenn Í Morgunblaðinu 1. maí sl. er athyglisverður leiðari með yfirskrift- inni ,,BYLMINGSHÖGG“. Þar segir frá umsögn, sem Alþýðu- samband Íslands sendi utanríkis- málanefnd Alþingis. ASÍ varar við samþykkt þingsályktunartillögu utanríkisráðherra á orkupakka 3. Þar segir að ríkisstjórnin hafi lítið gert til að kynna málið fyrir almenningi en gefið loðnar og villandi upplýsingar. Þar segir einnig að ríkisstjórnin hafi ætlað sér að læða málinu í gegn sem smámáli. Sagt er, að það sé feigðarflan að stefna að markaðsvæðingu á rafmagni, en tekin yrðu skref í þá átt með samþykkt orkupakka 3 og því sem á eftir kemur. Svo virðist sem ætlun stjórnvalda hafi verið að blekkja saklausan almenning af ásettu ráði – ódrengilegt væri það, ef satt er. Ég trúi því vart, að ASÍ fari með fleipur með þessum yfirlýsingum. Þær eru bylmingshögg á stjórnvöld. Skref til ófarnaðar Elskulegu fulltrúar okkar á Alþingi, og þið aðrir sem hafið hugsað um að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra og samþykkja orkupakka 3 á grundvelli aðildar að EES. Ég bið ykkur um að gera það ekki. Ég óttast að það sé skref til ófarnaðar, fyrsta skref til að veikja íslenska stjórn á eigin orku. Hugsið málið betur og lítið til framtíðarinnar, sjáið hvað felst í orkupökkum 4 og 5, sem samþykkja á næst og lítt eða ekki er farið að kynna almenningi ennþá. Þar verður gengið enn lengra í að veikja stjórn Íslendinga á orkumálunum með það takmark að ná henni undir sameiginlega stjórn erlendis. Það er markmið Evrópubandalagsins. Fyrsta skref í þá átt er samþykkt orkupakka þrjú. Í nafni allra góðra vætta – ekki troða þessu máli í gegnum Alþingi Haldið ekki áfram á sömu braut. Styðjið þá, sem vilja fella þingsályktunartillöguna, frestið þessu máli eða það sem best væri; fáið varanlega undanþágu frá orkupakkanum fyrir Ísland. Það ætti að vera hægt, ef vilji er fyrir hendi og nægilegur bitkraftur í stjórnmálamönnum okkar. Annað væru svik við okkur, sem ekki fáum að kjósa um þetta stórmál. Í nafni allra góðra vætta – ekki troða þessu máli í gegnum Alþingi. Ég trúi að það verði tekið vel eftir því, hvaða alþingismenn samþykkja orkupakkann, ef til atkvæðagreiðslu kemur. Slíkt samþykki gæti orðið þeim dýrkeypt. Lesið leiðarann og rökin þar og annars staðar gegn samþykkt orkupakkans. Nú er ögurstund. Föllum ekki fyrir þessu máli Ég heiti á landvættina að styrkja okkur öll til að standast pólitískan og fjárhagslegan þrýsting. Föllum ekki fyrir þessu máli. Hugsið um auðlindir okkar, sem eru í hættu fyrir sölumönnum og niðurrifsöflum, innlendum sem erlendum. Auðlindir okkar eru hreint umhverfi, heilbrigðara búfé og heilnæmari afurðir en annars staðar eru til. Þetta segi ég sem dýralæknir eftir 50 ára starf og baráttu gegn innfluttum smitsjúkdómum í búfé. Auðlindirnar eru fyrst og fremst orkan í vatnsföllum, jarðhitinn, lífið í sjónum og krafturinn í sjávarföllum, vindurinn, sem knúið getur vindmyllurnar og landið sjálft. Hugsið með kærleik til íbúanna, sem þið megið ekki svíkja og hugsið til föðurlandsins, sem við eigum að mestu leyti óselt ennþá útlendum auðjöfrum, sem margir eru óbundnir af íslenskum lögum og greiða ekki sanngjarna skatta. Stöðvið með lagasetningu allt það sem aflaga fer í þessum efnum. Stöndum keik með framtíðinni og börnum okkar Við skulum standa keik með framtíðinni, með börnunum okkar, óskoruðu fullveldi landsins og verja lífsgrundvöll okkar af alefli, svo að við getum aðstoðað betur þá sem eiga bágt á Íslandi og þá sem til okkar leita erlendis frá í neyð. 7. maí 2019, Sigurður Sigurðarson, dýralæknir frá Keldum Eftirfarandi kviðlingur verður ásamt lagi á geisladadisk, sem út kemur í haust. Lagið er sungið af þrumubassa frá Akureyri. Þar er vísað til Njálu og draums Flosa á Svínafelli eftir Njálsbrennu. Við Lómagnúp stendur hann stafkarlinn gamli og starir út yfir haf. Hann skyggnir þá Evrópubandalagsöldu, sem allt gæti fært hér í kaf. Ótrauður stendur hann áfram á verði og eflir á fullveldið trú, en kuldaleg röddin kallar þá alla, sem kæfðu í skuldum vor bú. Járnstafinn láttu á lend þeirra falla, sem lögðu í rúst okkar bú og læðast að okkur nú. Sigurður Sigurðarson. Hluti svars um sjálfbæra landnýtingu Þröstur Eysteinsson.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.