Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2019 35
BÆKUR& MENNING
– Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir
MHG Verslun ehf | | 20 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is
ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN
HUSQVARNA
FS 400 LV
Sögunardýpt 16,5 sm
HUSQVARNA
K 7 0
Sögunardýpt 12,5 sm
HUSQVARNA
K 2500
Sögunardýpt 14,5 sm
HUSQVARNA
DM 230
HUSQVARNA
K 3600 MK II
Sögunardýpt 27 sm
HUSQVARNA
Steinsagarblöð
og kjarnaborar
Lely Center Ísland
Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is
Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600
HAUGHRÆRUR
EAST ICELAND – Top Peaks
– Ensk útgáfa á bókinni 101 Austurland – tindar og toppar
Bókstafur hefur undanfarna
mánuði unnið að endurútgáfu
bókarinnar 101 Austurland –
tindar og toppar eftir Skúla
Júlíusson, í enskri þýðingu Philips
Vogler.
Íslenska útgáfan kom út vorið
2016 og hafa selst á þriðja þúsund
eintök. Ferðamannastaðir hafa
töluvert spurt eftir enskri útgáfu
sem hentar erlendum gestum þar
sem aðsókn gönguferðafólks fer
vaxandi og Ísland er að verða þekktur
áfangastaður víða um lönd. Freistar
landið ekki síst þeirra sem vilja skoða
óspillta náttúru og anda að sér fersku
fjallalofti. Á Austurlandi er nóg af
slíku og umferð ferðafólks er hófleg
miðað við aðra landshluta.
Í bókinni er lýst miserfiðum
leiðum á 101 fjall á Austurlandi og
gefur höfundur þeim erfiðleikastig frá
1 upp í 5. Við hvert fjall er sýnt kort
þar sem leiðin á toppinn er sýnd. Þar
eru enn fremur myndir af viðkomandi
fjalli og glögg leiðarlýsing. Til að
auðvelda fjallgöngufólki ferðina er
svonefndur QR-kóði við hvert fjall
sem hægt er að skanna með farsíma
og finna þannig gps-feril sem vísar
fólki rétta leið.
Bókin verður til sölu í
bókabúðum og á öllum helstu
ferðamannastöðum á Austurlandi
og víðar um land. Þá hefur verið
spurt eftir henni erlendis meðal
gönguferðafólks sem fyrirhuga
slík ferðalög um Ísland. Verður að
vona að bókin bæti úr sárum skorti
á aðgengilegri kynningu á því sem
landið hefur að bjóða öllum þeim
fjölda sem hyggjast sækja landið
heim og njóta hinnar óspilltu og
fjölbreyttu náttúru.
Þegar þetta er ritað er verið að
leggja lokahönd á útlit bókarinnar
og er stefnt að útkomu hennar í
júnímánuði næstkomandi.
Í framhaldinu er fyrirhugað að
gefa út aðra bók sem lýsir léttari
gönguleiðum á Austurlandi og mun
hún koma út samtímis á íslensku og
ensku.
Skúli Júlíusson og gönguskórnir.
LESENDABÁS
„Að draga rangar ályktanir“
Talsmaður heildsala, Ólafur
Stephensen, framkvæmda-
stjóri Félags atvinnurekenda
(FA), sakar afurðastöðvar
um tvískinnung í afstöðu
gegn innflutningi á kjöti þar
sem þær flytji inn kjöt og því
geti innflutt kjöt ekki verið
hættulegt eins og haldið er
fram.
Þessi ályktun er röng
Fullyrða má að það sé hagur
afurðastöðva og innlends
landbúnaðar að Ísland sé
sjálfu sér nægt og ekki sé flutt
inn kjöt. En svona er staðan ekki.
Ísland hefur gert tollasamninga
við Evrópusambandið sem leyfir
verulegan innflutning á kjöti. Þetta
kjöt verður flutt inn hvort sem
mönnum líkar betur eða verr.
Afurðastöðvar, margar hverjar,
hafa því ákveðið að bjóða í
tollkvótana þar sem þær eru í
þessum rekstri og hafa kerfi til
að meðhöndla innflutt kjöt. En
innflutt kjöt er ekki allt eins. Það
er mikill munur á lyfjanotkun
og aðstæðum til kjötframleiðslu
innan Evrópusambandsins, en
tollasamningur Íslands við ESB
gerir engan greinarmun á því hvaðan
kjötið kemur.
Þær afurðastöðvar sem undir-
ritaður þekkir til, stunda ábyrgan
innflutning og velja að flytja inn kjöt
frá löndum þar sem lyfjanotkun er
í lágmarki og því heilnæmara kjöt
en hægt væri að kaupa annars staðar
innan ESB á lægra verði.
Það er staðreynd sem
ekki verður haggað að
sýklalyfjaónæmi er ein helsta
heilsufarsógnun mannkyns.
Átakinu „Öruggur matur“,
sem margir innlendir aðilar
standa að, er ætlað öðru
fremur að vekja athygli
á þessari staðreynd og
hvetja fólk til að setja
matvælaöryggi í fyrsta sæti
þegar það kaupir inn. Á
næstu árum er mikilvægt
að innlend stjórnvöld móti
stefnu á þessu sviði og gerðar
verði kröfur um hámark
lyfjanotkunar gagnvart
erlendum aðilum sem hingað
vilja flytja kjöt.
Eftir því sem fólk neytir meira
af kjöti eða annarri matvöru sem
inniheldur sýklalyfjaónæmar
bakteríur, þeim mun líklegra
er að viðkomandi þrói með sér
slíkt ónæmi. Það er því ástæða
til að hafa áhyggjur af auknum
innflutningi kjöts.
Steinþór Skúlason,
forstjóri Sláturfélags Suðurlands
Steinþór Skúlason.