Bændablaðið - 16.05.2019, Page 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 201942
Hið árlega og þekkta danska
fagþing nautgriparæktarinnar
var haldið á dögunum og venju
samkvæmt voru þar flutt mörg
áhugaverð og framsækin erindi
og þó svo að mörg þeirra lúti sér
í lagi að danskri nautgriparækt
eru alltaf margir fyrirlestrar sem
eiga ekki síður erindi við alla
þá sem stunda nautgriparækt í
Evrópu. Fer hér þriðji og síðasti
hluti umfjöllunar um þetta þekkta
fagþing sem innihélt 68 erindi í 10
ólíkum málstofum.
7. Vinna á kúabúum
Þessi málstofa er ný á danska
fagþinginu en hún er sérstaklega
ætluð erlendu starfsfólki á dönskum
kúabúum. Hugmyndin með þessari
málstofu er að þarna geti erlent
starfsfólk sótt sér sérhæfðan
fróðleik sem er sérstaklega sniðinn
að hefðbundinni daglegri vinnu
á kúabúum eins og t.d. umhirðu
kálfa, mjöltum og eftirliti með
júgurheilbrigði, beiðslisgreiningu
og fleira mætti nefna. Í málstofunni
var einnig gerður sérstakur gaumur
að því hvernig best sé að samlagast
dönsku samfélagi, hvað erlendir
borgarar þurfi að læra og skilja
varðandi danskt samfélag. Hvernig
gott sé að standa að því að læra málið
og þar fram eftir götunum. Virkilega
gott skref sem þarna var tekið
enda er erlent vinnuafl í dönskum
landbúnaði afar mikilvægt og
framlag þessa góða fólks eitt af því
sem heldur þarlendum landbúnaði í
fremstu röð.
8. Búrekstur
Í þessari málstofu voru haldin
7 erindi en flest þeirra sneru að
málefnum sem sérstaklega varða
danskan landbúnað. Það voru þó tvö
erindi sem eiga einnig beint erindi
til íslenskra bænda og sneri annað
þeirra að þeirri staðreynd að rekstur
kúabús og rekstur heimilis er oftar en
ekki nátengt. Fyrir vikið er heimilið
oft undir ef t.d. heilsan brestur eða
ef alvarleg slys verða.
Það var ráðgjafarfyrirtækið
Centrovice sem fór yfir þessi
málefni og var þar m.a. komið
inn á það að kúabændur þurfi og
eigi að velta því fyrir sér hvernig
yrði séð fyrir búrekstrinum t.d. ef
hjón skilja, alvarleg slys verða eða
ef um jafn hörmulegan atburð og
andlát væri að ræða. Þetta sögðu
ráðgjafar Centrovice oft erfitt að
ræða við bændur enda eru alvarleg
áföll oft ansi fjarræn, en vissulega
er möguleikinn til staðar og
ábyrgðarfullir kúabændur þurfi að
vera búnir að gera ráðstafanir sem
tryggja bæði búskapinn og heimilið.
Í Danmörku er t.d. frekar óalgengt
að bændur geri erfðaskrár, nokkuð
sem allir í rekstri ættu umsvifalaust
að gera. Þá sýnir dönsk reynsla að
ef eitthvað alvarlegt kemur upp á, þá
fer reksturinn oft á hliðina af því að
búrekstur-inn var í raun ekki búinn
undir það að lenda í neinu áfalli. Það
væru hins vegar til tilfelli þar sem
bændurnir hafi gert áætlun sem yrði
virkjuð ef eitthvað kæmi upp á og
í þeim tilfellum sér mikinn mun á
rekstrinum eins og t.d. við skilnað
hjóna en ef kaupmáli hefur verið
gerður reynist oftast mun auðveldara
að halda áfram búrekstri svo dæmi
sé tekið.
Hitt erindið var sérlega áhugavert
en það sneri að því hvernig bæta
megi rekstur kúabúa með því að
horfa fyrst og fremst á allt sem
flokkast undir sóun á búinu. Þetta
getur t.d. verið sóun á tíma, þ.a. léleg
nýting dagvinnunnar, sóun á fóðri,
aðföngum og margt mætti taka til.
Þetta erindi var flutt af
reynslumiklum héraðsráðunautum
sem lögðu það til að ef kúabændur
hafa raunverulegan áhuga á því að
bæta reksturinn hjá sér þá þurfi þeir
að horfa alvarlega á allt sviðið sem
búreksturinn nær yfir og greina það
hvar megi bæta úr. Sérlega gott sé að
bera saman sambærileg bú og skoða
þannig hvar aðrir eru að standa
sig betur, það auðveldi leitina að
sóuninni en auðvitað má finna hvar
sóun verður líka með því einfaldlega
að opna augun fyrir sóuninni.
Þau tóku sem dæmi um sóun
mikinn fóðurslæðing eða mikið
magn af moði sem sýndi fyrst og
fremst að fóðrunin væri röng. Annað
dæmi var um uppeldi á kvígum og
fyrsta burðaraldur en sumir láta
kvígurnar bera fyrsta sinni þegar þær
eru 25 mánaða eða eldri. Þetta er
hrein og klár sóun enda löngu þekkt
að ef þær bera 23–24 mánaða þá
skila þær meiri hagnaði á lífsleiðinni
en hinar sem bera eldri. Þær þurfi
þó að vera vel við vöxt og þroska
og það beinir spjótunum að sóun á
vaxtargetu kálfa og svona er lengi
hægt að halda áfram.
Fleiri dæmi mætti nefna eins og
sóun á framleiðslugetu kúa með
því að láta þær standa og bíða eftir
mjöltum, vinnu bænda við að sækja
kýr í mjaltir í mjaltaþjónafjósum og
þar fram eftir götunum.
Í Danmörku hafa kúabændur
sérlega gott aðgengi að gagnagrunni
um eigin búrekstur og geta þeir
borið saman ýmsa þætti við önnur
kúabú eins og t.d. sæðingar- og
burðaraldur, þroska á kvígum og
ýmsa fleiri þætti sem hjálpa þeim
að ná betri árangri. Í þessum sama
gagnagrunni geta bændur séð afar
skýrt hvað sóunin kostar þá í raun
og veru en oft kemur það bændum á
óvart hvað það er í rauninni dýrt að
fá dauðfæddan kálf, hvað ótímabær
slátrun er í raun kostnaðarsöm, hvað
röng fóðrun er í raun dýr eða hvað
það kostar í raun að láta kýr standa
og bíða eftir einhverju í stað þess að
nýta tímann í að éta eða framleiða
mjólk. Þessi kostnaður er auðvitað
misjafn á milli landa en t.d. í
Danmörku er dauðfæddur kálfur
metinn sem kostnaður upp á um
40 þúsund íslenskar krónur og hver
klukkutími sem við látum kýrnar
standa og bíða eftir t.d. mjöltum eða
hverju öðru sem er þá tapast 1,5 lítrar
af mjólk á hverja kú.
9. Heilbrigðismál
Málstofan um heilbrigðismál í
dönskum kúabúskap sneri mikið til
að sérstökum málum sem mest varða
danska bændur en þó komu nokkur
af hinum 7 erindum inn á atriði
sem beint má heimfæra á íslenskar
aðstæður. Þannig sneri eitt erindið
að júgurbólu af völdum E. coli en
sumir hafa verið að bólusetja kýrnar
gegn þessari vá sem veldur skæðum
tilfellum af júgurbólgu og jafnvel
dauða. Reynslan frá Danmörku
sýnir að bólusetning getur haft
jákvæð áhrif og dregið úr áhrifum
júgurbólgu vegna E. coli en þó ekki
nema að hluta til. Þá mæla danskir
dýralæknar með því að bólusetja
einungis kýr í áhættuhópi og ekki
sóa bólusetningunni á allar kýr.
Í raun er besta ráðið gegn þessu
skæða júgurbólgusmiti að breyta
vinnubrögðum og bæta þau. E. coli
er baktería sem er víða í umhverfinu
og það er ástæða fyrir því að
sumir bændur ná að halda smitinu
algjörlega niðri en aðrir ekki og
skýringuna má finna í bústjórninni.
Kýr eru t.d. viðkvæmar fyrir þessu
smiti þegar afurðasemi þeirra er mest
og þær sjálfar á ákveðnu aldursbili
ef þær eru þá einnig á sama tíma í
neikvæðu orkujafnvægi og jafnvel
samhliða með slaka vítamína- og
steinefnastöðu. Þá eru kýr í meiri
áhættu ef þeirra nánasta umhverfi
er óhreint, júgurhárum ekki haldið
niðri né halahár klipt.
Afar mikilvæg er að vinnubrögðin
séu kórrétt ef kýr veikjast af E.
coli og þær á t.d. alltaf að setja í
einangrun og þar sem þær missa oft
lystina þarf að tryggja vatnsbúskap
þeirra með því að dæla í þær vatni
og í Danmörku er mælt með allt að
80 lítrum af orkubættu vatni á dag.
Þá þarf að snúa kúnni á þriggja tíma
fresti og tryggja að hún fái ferskt
fóður mörgum sinnum á dag. Auk
þess þarf að sjálfsögðu að kalla til
dýralækni!
Annað erindi sneri að bættri
mjólkurfóðrun smákálfa en þessa
aðferð mætti etv. kalla þrepafóðrun
og hún hefur nú verið til í rúman
áratug. Hefðbundin aðferð í
Danmörku, við mjólkurfóðrun
Holstein kálfa, er að gefa þeim
5-6 lítra af mjólk í 50-60 daga og
draga svo úr magninu niður í ekkert
á fimm dögum.
Þrepafóðrunin byggir hins vegar á
því að gefa kálfunum frjálst aðgengi
að mjólk fyrstu 25 dagana, en draga
þá úr magninu um fjórðung á 6
dögum þannig að kálfar sem eru 31
daga gamlir myndu fá u.þ.b. 6 lítra
og héldu því magni nokkurnveginn
fram að 45 degi er þeir eru vandir
af mjólk á fimm dögum. Kálfarnir
fengu því einungis mjólk í 50 daga!
Rannsókn á þrepafóðrun kálfa sýnir
að þeir læra betur að éta og meta
fóðurbæti, en hinir sem eru á föstu
magni af mjólk, og skilar það sér
Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI
Snorri Sigurðsson
snsig@arlafoods.com
Norður-Kórea:
Lakasta uppskera í áratug
og fæðuskortur í landinu
Uppskera í Norður-Kóreu hefur
verið lítil undanfarinn tíu ár
en var með allra minnsta móti
á síðasta ári. Talið er að hátt í
tíu milljón manns í landinu sem
lifi við skort þurfi enn að herða
sultarólina.
Samkvæmt nýlegri skýrslu
Sameinuðu þjóðanna segir að
viðvarandi matvælaskortur í
Norður-Kóreu sé kominn á
hættulegt stig og að útlit sé fyrir
að íbúar landsins þurfi enn að
draga úr neyslu. Talin er hætta á
að birgðir í landinu dugi ekki til að
framfleyta þjóðinni fram yfir næsta
uppskerutíma.
Hitar og þurrkar
Uppskera undanfarin tíu ár hefur
verið með lakasta móti og var með
afbrigðum léleg á síðasta ári vegna
hita og þurrka í landinu. Í skýrslunni
segir að skortur á eldsneyti, áburði
og varahlutum í landbúnaðartæki
hafi einnig letjandi áhrif á möguleika
íbúa landsins til að auka uppskeruna.
Auk þess sem slæmar aðstæður til
geymslu á uppskerunni valdi því að
mikið af henni skemmist.
Lágmarksskammtur af
hrísgrjónum
Ástandið er talið verst þegar kemur
að kornabörnum og ófrískum
konum, sem í mörgum tilfellum
þjást þegar af næringarskorti og
sagt er að stór hluti þjóðarinnar
dragi fram lífið á lágmarksskammt
af hrísgrjónum frá degi til dags.
Í skýrslunni er mælt með að
íbúum Norður-Kóreu verði veitt
matvælaaðstoð sem fyrst og að átak
verði gert í að vélvæða landbúnað
í landinu til að ýta undir aukna
matvælaframleiðslu. /VH
Hitar og þurrkar ollu því að uppskera í Norður-Kóreu var með allra minnsta
móti á síðasta ári.
Fagþing nautgriparæktarinnar
í Danmörku – þriðji hluti
Skógareyðing á heimsvísu 2018:
Milljónir hektara felldir
af hitabeltisskógum
Gervihnattamyndir sýna að
milljónir hektara af hitabeltis-
regnskógum voru felldir á síðasta
ári til þess að ala nautgripi og
rækta kakó og olíupálma.
Mest var skógareyðingin í
Brasilíu þar sem skógar á friðlandi
og á landi frumbyggja voru felldir
ólöglega. Eyðing skóga var einnig
gríðarleg í Kongó og Indónesíu.
Góðu fréttirnar eru að
gervihnattamyndirnar sýna að
skógareyðingin hefur dregist
saman miðað við árin 2017 og
2016. Þrátt fyrir það segja fulltrúar
Global Forest Watch að ástandið
sé grafalvarlegt og að setja verði
náttúrulega skóga í gjörgæslu til að
sporna við áframhaldandi eyðingu
þeirra.
Tallið er að alls hafi 3,6 milljónir
hektara af ósnertum frumskógi í
hitabeltinu orðið keðjusöginni að
bráð á síðasta ári. /VH
Sláttu-
CODE
ALARM
PIN