Bændablaðið - 16.05.2019, Page 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 2019 45
Hreinræktaðir Aberdeen Angus-
nautkálfar til sölu
Eins og áður hefur komið fram
fæddust 11 hreinræktaðir Angus
kálfar í einangrunarstöðinni á Stóra
Ármóti síðastliðið haust og þar af
voru 5 naut. Stöðin er í eigu og
rekin af Nautgriparæktarmiðstöð
Íslands ehf (Nautís) en það félag
er að jöfnu í eigu Bændasamtaka
Íslands, Landssambands Kúabænda
og Búnaðarsambands Suðurlands.
Nautin hafa vaxið og dafnað vel
og er meðal þungaaukning þeirra tæp
1500 g á dag fyrstu 8 mánuðina, en
kynningu á hverju nauti fyrir sig má
sjá hér í blaðinu. Hugmyndin hefur
alltaf verið að taka sæði úr þessum
nautum þegar þau hafa aldur til og
frysta og selja svo nautin til bænda
en nota kvígurnar til að byggja upp
hreinræktaðan holdakúastofn á
stöðinni. Skv reglugerð þurfa nautin að
vera í 9 mánaða einangrun á stöðinni
áður en leyfi fæst til að flytja þau
til bænda. Þessari einangrun lýkur í
byrjun júlí í sumar og þá þarf að taka
úr nautunum sýni til staðfestingar á
að þau séu laus við alla sjúkdóma.
Þegar það liggur fyrir hefst sæðistaka
og frysting sæðis. Ef allt gengur að
óskum má reikna með að nautin verði
tilbúin til afhendingar til nýrra eigenda
í lok ágúst eða byrjun september.
Söluferli nautanna
Á fundi forsvarsmanna Nautís með
holdanautabændum og aðilum úr stjórn
LK kom fram að mikilvægt væri að
flýta sem kostur er ráðstöfun nautanna
svo bændur gætu gert áætlanir um val
á undaneldisgripum heima á sínum
búum. Til greina komu tvær leiðir við
sölu á gripum frá Nautís þ.e. annars
vegar opið uppboð og hinsvegar útboð
þ.e. að óska eftir skriflegum tilboðum
og nú hefur stjórn Nautís ákveðið að
fara þá leið, þó með fyrirfram ákveðnu
lágmarksverði.
Við samningu á regluverki í
kringum þetta ferli var aðallega horft
til þess að tryggja dreifingu nautanna
til sem flestra aðila svo þau myndu
nýtast sem víðast. Stjórn Nautís hefur
falið Bændabókhaldi ehf á Selfossi að
sjá um framkvæmd útboðsins.
Hverjir mega bjóða í kálfana?
Rekstraraðilar í nautgriparækt - bæði
einstaklingar og lögaðilar - geta sent
inn tilboð uppfylli þeir eftirfarandi
skilyrði:
1. Séu skráðir eigendur eða
leigjendur lögbýlis og með
lögheimili á Íslandi.
2. Stundi nautgriparækt og reki
nautgripabú á lögbýlinu með
virkt virðisaukaskattsnúmer
og starfsemi þeirra falli undir
atvinnugreinanúmer 01 og 02 í
atvinnuvegaflokkun Hagstofu
Íslands, sbr. ÍSAT2008, þó ekki
starfsemi í undirflokkum 01.61,
01.62, 01.63, 01.64, 01.70 og
02.40.
3. Séu þáttakendur í afurða skýrslu-
haldi Bænda samtaka Íslands og
hafi sinnt fullnægjandi skilum á
skýrslum fyrir framleiðsluárið
2018, sbr 4 gr. Reglugerðar nr
1261 / 2018.
Tilboðsferill
Tilboð verða að berast á þar til gerðu
eyðublaði sem aðgengilegt verður
á heimasíðu Búnaðarsambands
Suðurlands (bssl.is) en þeir sem ekki
geta nálgast eyðublaðið á þann hátt
geta haft samband við skrifstofu BSSL
(480-1800) og fengið blaðið sent til
sín.
Á eyðublaðinu er tilgreint í hvaða
grip eða gripi er verið að gera tilboð
en bjóða má í eins marga gripi og
hver vill, en tilgreina skal hversu hátt
er boðið í hvern þeirra. Ef sami aðili
sendir inn fleiri en eitt tilboð gildir
nýjasta tilboðið, en hver tilboðsgjafi
getur bara haft eitt gilt tilboð í hvern
grip. Lágmarksboð í hvern grip er
800.000 kr – áttahundruð þúsund kr -
og verða lægri tilboð ekki tekin gild.
Tilboðið á þar til gerðu eyðublaði þarf
að senda í ábyrgðarpósti á:
Nautgriparæktarmiðstöð Íslands,
Pósthólf 35, 802 Selfoss
Tilboðið þarf að vera póstlagt í síðasta
lagi föstudaginn 31. maí 2019 en
tilboðin verða síðan opnuð og unnið
úr þeim þriðjudaginn 11. júní 2019.
Ráðstöfun nautanna
eftir opnun tilboða
1. Fyrst skal ganga úr skugga um
að tilboð sem borist hafa séu gild
þ.e. þau uppfylli öll þau skilyrði
sem sett hafa verið.
2. Komi jöfn hæstu tilboð í einhvern
grip frá tveimur eða fleiri aðilum
skal hlutkesti ráða í hvaða röð
tilboðin raðast.
3. Gengið skal frá sölu nautanna á
þann hátt að fyrst er tekin fyrir sá
gripur sem hæst er boðið í, þá sá
sem næst hæst er boðið í og svo
koll af kolli. Komi jafn hátt boð
í tvo eða fleiri gripi skal hlutkesti
ráða um röð þeirra nauta við sölu.
4. Hver tilboðsgjafi getur einungis
fengið keyptan einn grip. Ef sami
aðili á hæsta boð í fleiri en einn
grip skal hann velja hvaða tilboði
hann vill halda og dettur hann þá
út sem tilboðsgjafi í önnur naut.
5. Kaupandi skal ganga frá greiðslu
fyrir nautið inn á bankareikning
Nautís í síðasta lagi 13 júní 2019.
Litið er á greiðslu á þessum
tímapunkti sem fyrirframgreiðslu
en nautin verða áfram í eigu
og á ábyrgð Nautís fram að
afhendingardegi.
6. Sé ekki greitt inn á banka á réttum
tíma fellur tilboðið úr gildi og
sá sem átti næst hæsta boð í
viðkomandi naut fær kaupréttinn.
Hafi sá aðili þegar fengið keyptan
annan grip getur hann valið hvorn
gripinn hann vill taka. Við svona
breytingar á einum grip getur því
kaupréttur breyst á fleiri nautum.
7. Ef gripur stenst ekki
dýralæknisskoðun varðandi
almennt heilsufar eða sæðisgæði
að lokinni sæðistöku fellur sá
gripur út úr sölumeðferð og
fær kaupandi þá endurgreitt
kaupverð. Þetta hefur þó ekki
áhrif á röð tilboða eða kauprétt
á öðrum nautum.
8. Berist ekki gilt tilboð í einn eða
fleiri af gripunum mun stjórn
Nautís ákveða hvernig með þá
gripi verður farið í framhaldinu.
9.
Fh. hönd stjórnar
Nautgriparæktarmiðstöðvar
Íslands
Sveinn Sigurmundsson
framkvæmdastjóri
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | www.idnvelar.is
• 130 ltr stáltunna
• slær ekki aftur inn eftir straumrof
• stórt stillanlegt stýrihjól
• steypujárns tannhringur
• rafmagn 230 V / 50 Hz
• mótorafl 550 W
• 130 lítrar
• hraði á tunnu 26 rpm
• stærð 1200x710x1450 mm
• þyngd 48 kg
53.600,-
TILBOÐ
VOR
Öll verð eru í íslenskum krónum með vsk. og birtast með fyrirvara um innsláttar- og prentvillur.
Tilboð gilda á meðan að birgðir endast. Sérpöntunarverð miðast við gengi hvers tíma.
Sérpöntunarverð í bæklingnum miðast við gengið 1 EUR = 136 ISK.
Tilboðin gilda til 31.05.2019
brettatjakkur HUB25T
64.500,-
fræsivél BF16V
159.500,-
hjólsög HKS210L
19.800,-
Pokasog ABS3880
ABS3880
soggeta 3000 m³/h
stærð á poka 2x200 l
sogtengi 3x100 mm
þrýstingur 1750 Pa
mótorafl s1/s6 2200 / 3300 W
mótorhraði 2950 min-1
rafmagn 230 V
þyngd 52 kg
82.500,-
rennibekkur járn ED1000NDIG & ED1000KDIG
ED1000NDIG
1.650.000,-
950.000,-
ED1000KDIG
ED1000NDIG
Skoðið fleiri vortilboð á heimasíðu Iðnvéla: www.idnvelar.is
bandsög járn BS712PRO
281.000,-
steypuhrærivél ZI-BTM130
bandsög HBS230HQ
54.800,-
• 230V / 50 Hz
• 300W
• borð 300x300 mm;
0°-45°
• hámarks skurðarhæð
við 90° 90 mm
• blaðlengd 1575 mm
• blaðvíddir 3-10 mm
• blaðhraði 635 rpm
• heildarhæð 790 mm
• 20 kg
• 400 V
• 1,1 kW
• sagarblað
2362x20x0,9 mm
• 24/41/61/82 m/min
• sagar í +/-45°
Bænda
bbl.is Facebook