Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 16.05.2019, Blaðsíða 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 16. maí 201948 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Á bænum Kornsá búa Harpa Birgisdóttir og Birgir Þór Haraldsson. Þau tóku við búskap af foreldrum Hörpu vorið 2017. Býli: Kornsá. Staðsett í sveit: Í Vatnsdal, fegurstu og veðursælustu … Ábúendur: Harpa Birgisdóttir og Birgir Þór Haraldsson. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum tvö með tvo fjárhunda, Kappa og Lottu. Stærð jarðar? 650 ha. Gerð bús? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? 600 kindur og 30 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er árstíðabundið eins og gengur og gerist á sauðfjárbúum. Harpa fer til vinnu á Blönduósi en hún starfar sem ráðunautur hjá RML. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Ætli okkur finnist ekki skemmtilegast í sauðburði og fjárragi á haustin. Engin sérstök bústörf leiðinleg en alltaf leiðinlegt þegar vélar bila og skepnur veikjast. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði, vonandi meiri afurðir og betri hross. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við teljum að þeir sem þar starfi standi sig vel og teljum mikilvægt að allir bændur óháð búgreinum standi saman. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel. Hvar teljið þið að helstu tæki- færin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með því að halda á lofti hreinleika íslenskra búvara og þeirra aðstæðna sem við fram- leiðum við. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Skyr. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við fengum lambhrút undan Ösp 13-326 og Klett frá Borgarfelli fyrir þremur dögum, það var mjög gaman. Sushi-pitsa og vegan kasjúhnetuís Sumir eru óöruggir í að rúlla sushi-rúllur eða maki. Þess vegna er góð tilbreyting að gera sushi- pitsu og það er líka auðvelt. Sushi hrísgrjón eru styttri hrísgrjón en þessi venjulegu og verða klístruð sem gerir það auðveldara að halda sushi-inu saman. Þau eru tilvalin fyrir pitsubotn með ýmsu áleggi að austurlenskum sið. Hrísgrjóna sushi-botn › 2 bollar sushi hrísgrjón › 2 bollar kalt vatn › ½ bolli hrísgrjónaedik › 2 msk. sykur › 1 msk. salt › 4 tsk. matarolía › ½ avókadó, sneiðar › ½ flak lax, þunnt skorið › ¼ agúrka › 2 msk. sneiddur graslaukur › ½ msk. kavíar eða annað til skrauts › ½ tsk. svört sesamfræ Aðferð 1. Setjið hrísgrjón í fínt sigti og skál með köldu vatni í þrjú skipti, hrærið kröftuglega og lyftið sigtinu upp þar til allt vatn hefur runnið af. Skolið vel á milli. Þetta er gert til að skola burt óþarfa sterkju. 2. Leggið hrísgrjónin í mælda vatnið í uppskriftinni, látið suðuna koma upp frekar hratt. Dragið hita niður í lágmark með loki og látið malla í 15 mínútur. Takið af hitanum og látið standa í tíu mínútur. 3. Blandið hrísgrjónaediki, salti og sykri saman í skál. Hrærið þar til sykur og salt eru leyst upp. Setjið út á heit hrísgrjónin og blandið varlega saman við sleikju. Látið standa í tíu mínútur. 4. Skiptið hrísgrjónablöndunni í fjórar kúlur, á stykki af nori- þara eða á smjörpappír, fletjið hvern bolta í sentimetra þykkt. 5. Hellið fjórum teskeiðum af olíu á pönnu sem er miðlungsheit. Steikið á einni hliðinni, þar til grjónin eru stökk og léttgullin, í um 2 mínútur. Gerið það svo sama á hina hliðina. 6. Færið grjónin yfir á skurðbretti og skerið hverja sushi-pitsu í fjórðung. Skreytið með avókadó, gúrku, laxi og graslauk. Toppið með kavíar eða því meðlæti sem á að nota og stráið sesamfræjum yfir og framreiðið með wasabi-aioli. Wasabi-aioli › 1 eggjarauða › 1 tsk. Dijon-sinnep › 1 bolli góð bragðlítil olía › 2 tsk. wasabi duft › 2 msk. hrísgrjónaedik Í meðalstórri skál er eggjarauðan þeytt (eða notið tilbúið majónes) kryddið með sinnepi. Hrærið stöðugt á meðan hellt er hægt, þar til blandan er orðin þykk. Hrærið í wasabi-dufti og hrísgrjónaediki saman við til bragðbætingar. Vegan kasjúhnetuís eða -jógúrt Allir ísgrunnar þurfa rétt hlutfall af fitu til að ná góðri áferð á frystan ísgrunninn. Frystan vökvann þarf að vinna saman í blandara eða matvinnsluvél til að fá sem minnst af ískristöllum, sem eru mjúkir, sveigjanlegir og gljáandi. Margir vegan ísgrunnar innihalda kókosmjólk til að bæta við fitu og bragði í stað mjólkur, en fá rjómakennda áferð frá fitunni. Þessi uppskrift er með kasjúhnetu- og hlynsírópi til að ísinn sé örugglega vegan, en má breyta að vild og nota mjólk, sykur eða hunang fyrir sætu. › 400 g ósykrað kasjúhnetusmjör (eða kasjúhnetur sem lagðar eru í bleyti yfir nótt) › 400 ml eða tveir bollar af ósykraðri, möndlu- eða sojamjólk › 3/4 bolli hlynsíróp › Klípa af salti › (frosin ber) Aðferð Frystið skál og hluta af hnetumum (ef ekki eru notuð frosin ber). Setjið allt hráefni í blöndunartæki og blandið þar til áferðin er orðin slétt, eða í um 3 mínútur. Frystið þar til það er aðeins farið að þykkna, í um fjórar klukkustundir. Líka er gott að vinna saman frosin ber og blanda við hnetur og hnetusmjör. Framreiðið með berjum. Kælt er þetta eins og veganjógúrt. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Kornsá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.