Þjóðólfur

Tölublað

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 20.12.1942, Blaðsíða 7
ÞJÓÐÓLFUR 5 dróma liðins feigðarvetrar, æstan töfraþrungnum söngvum um vorið, ástina og lífið, örlaganótt frum- stæðra manna, sem voru eins og við, og úr lifnuðum teiknum forngrýtishamars birtast fyrirheit lífsins, rauð- jarpir hreinar á rjúkandi spretti. Árþúsundir líða, og ég sé opnast gröf, þar sem tví- tug kona var lögð ásamt reifabarni sínu fyrir þrjú þúsund árum á bronsöld miðri. Sumarklædd stígur hún þaðan, búin líkt dansmey, ilskór, belti með hang- andi skrauttrefjum fyrir pils, armar og mitti ber, ljósa hárið stuttklippt og skör yfir enni, gullin armbönd, beltisskjöldur og brjóstaskart. Þannig átti hún að ganga til eilífðarlandsins, og til vara, ef klæði biluðu, hefur hún meðferðis nál og smádót. Auðséð er á henni, að lífskröfur eru nú ekki kröfur um hreindýr, held- ur um allfágað yfirstéttarlíf og framar öllu um líf eft- ir dauðann. Slík svör gefa eigi færri en 100 þús- und bronsaldarhaugar í Svíþjóð og Danmörku. Á þess- um trúræknitímum og beinkramar reiknast mönnum barnadauði á 2..—15. ári hafa verið minnst fimmfald- ur móts við þann, sem er, og það hjá yfirstéttinni, en enginn veit dánartölu á 1. ári og hjá undirstétt, sem var ekki hauglögð — þurfti síður eilíft líf. — Geysiörar fæðingar hafa víst ekki nægt til viðhalds þjóð með þessu heilsufari. Gullskraut var þar nóg og ekkert skreyttara en vopnin. Mergunduð bein og klofnir hausar finnast sjaldan, en vígalegustu bronsaxir eru stundum útflúraðar og holar eða fylltar leiri. Þetta var Fróðafriður, og samt þurfti brátt nýja kynþætti til að auka Norðurlandaþjóðir. Seint frá járnöld minnist ég hetjuljóðs, sem þýtt var á íslenzku, eftir fremsta skáld Svía rómantískt, um 12 syni, sem blásnauð búandhjón í Smálöndum misstu í Austurvegi í tilraun, sem kóngur gerði til að sýna, „hvort sænsku sverðin bíta“. Mynd þessa hetjuljóðs Tegnérs er glæsileg, niðurstaða tilraunarinnar ömur- leg og lítið meira. En þrátt fyrir reginvillur misjafnra þjóðhöfðingja og illan átrúnað, sem margir andans menn hafa tekið, hafa Norðurlandaþjóðir nú tekið framförum. Eða hvað? Hér villtist ég áðan hliðargötu, Bell- mansgötuna, þar sem skáldið óx upp á 18. öld og þau systkin fjórtán í fjölskrúðugum úthverfisjaðri. Létt- úðugur var Bellman, en hafði engan illan átrúnað, og skyldi ekki ándi hans eiga mikinn og góðan þátt í gengi Svía? í Bellmansgötu er sú framförin að vísu táknlegust, að þar sést ekkert nema steinsteypan, en á Skanstull ríkir eitthvað náskylt Bellmann í nótt, eitt- hvað sérkennilega sænskt, sem ég gleymi aldrei. Hvað er þar svo sem að sjá, sem jafnazt gæti við dulræðan aðsóknarkraft hinna myndanna úr Svíasögu? Ekkert sérlega sjaldgæft, íþróttir, söng og hornablástur, hálfpólitísk ræðuhöld, síðan dansað til morguns, — og fólkið hið mennskasta og prúðasta, sem í víðri veröld finnst. Af aukaatriðum dró sýning byggingarefna og íbúðarsýnishorna mesta athygli að sér, því að slík hús- næðisþröng var með alþýðu í borginni, að 1 herbergi og eldhús var útbreiddasta íbúðartegund stórra fjöl- skyldna. Ung hjón og hjónaleysi þyrptust einkum kringum 2 herbergja íbúðirnar, því að lífskröfur fóru ekki minnkandi. Þetta fólk í félögum með rauðan fána a'o tni.'ki, uppreisnarmerkið, var haldið álíka litlum byltingar- áhuga og t. d. þorri reykvískrar alþýðu, en rauða merk- ið kunni það vel við af örlagatrú sinni og hugsaði sem svo: „Ef bylting kemur, hlýtur það að vera af því, að þetta er óumflýjanlegt, og það verður að hafa það. Og hvort sem það framkallar bylting eða ekki bylting, knýjum við eða samtök okkar fram þau húsnæðismál, barnastyrki og aðrar kjarabætur, sem við vitum, að skynsamlega rekinn þjóðarbúskapur er vel fær að standa undir í Svíþjóð.“ Tvímælalaust eru það hin öra fjölgun í helztu borgum (húsaþrengsli m. a.), fram- leiðsluaukning og framkvæmdageta, sem henni fylgir, og vaxandi félagsleg einbeiting, sem valda óstöðvandi straumþunga þjóðfélagshreyfinganna nú á dögum. Frá Kamtschatka að Rín láta stórveldi tvö hinn rauða lit fána sinna tákna sína ríkisstefnuna hvort, að afloknum byltingum, þótt engum hér detti raunar í hug að kenna bylting annars þeirra við rauðan lit, heldur við haka- krossinn og brúnstakkalit. Svar eða örlagajátun mikils fjölda við þrýstingi aukinna þarfa og fjölgunar er rauða merkið, tákn hins kröfuharða, knýjandi blóðs. q YLTINGAR verða tæplega fyrirbyggðar, nema D kyrrstaða takist, fjölgun verði lítil eða færsla milli atvinnuvega og menn sætti sig við lífskjör sín án um- bóta, sem miklu muna. í Svíþjóð er einu skilyrði kyrr- stöðunnar að verða fullnægt, fólksfjölgun orðin mjög lítil og auðreiknað, að með svona framhaldi snýst hún í fólksfækkun, þegar hinir fjölmennu árgangar frá því fyrir strið 1914 komast úr barneign og fáskipuð barna- kynslóð frá nútíðinni á að taka við að ala öll börn, sem þjóðin þarf eða fær. En vilja Svíar fækkun eða kyrr- stöðu, vilja þeir losna við þann öfluga þróunarstraum, sem fjölgunin knýr fram? - Nei, þeir eru teknir að óttast það jafnvægi og stöðvun sem dauða sinn. Hver kysi nú, að Svíþjóð hefði stöðvazt í þróun á hinum góðu gömlu dögum Bellmans eða á hetjuöld Karlunga, sem Tegnér kvað um? Eða jafnvægi gull- skreyttrar yfirstéttar með almenna beinkröm og barna- Leikstofa barna í Stokkhólmi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.