Þjóðólfur

Útgáva

Þjóðólfur - 20.12.1942, Síða 14

Þjóðólfur - 20.12.1942, Síða 14
12 ÞJÓÐÓLFUR burða gamalmenni. Bara það dragi ekki til sorglegra atburða einhvern daginn. Og einn morguninn hafa þeir þá sorglegu sögu að segja, að faraldurinn hefði stungið sér niður þar sem sízt skyldi. Hann er kominn að Fjalli til hreppstjór- ans og yngsta barn hjónanna þar, fárra vikna gamalt, er mikið veikt. Nokkrum dögum síðar hefur það feng- ið sog. Allt í einu eru tvö börn orðin að umræðuefni í Hóladal. Nú getur maður ekki lengur verið viss um, þótt maður heyri talað um barnið, að það sé afkvæmi Eiríks á Vaði; það getur eins verið að átt sé við af- kvæmi hreppstjórans. Á hverjum morgni heyrir maður svolátandi samtal hjá bændunum, vinnufélögum okkar: — Heyrðir þú nokkuð frá Fjalli í gærkvöldi, eða hefurðu heyrt það í morgun? Alltaf hefur sá þeirra, sem ekki spyr, heyrt eitt- hvað. Alltaf er það sama sagan. Yngsta barnið veikist stöðugt meira og meira. Það hefur hræðileg sog. Nokkru síðar er það talið dauðvona og svo deyr það. Allir, sem við finnum, tala um dauðsfallið. Hóla- dælir eru fullir samúðar með foreldrunum. Það er að heyra, að þeim þyki vænt um hreppstjóra sinn. — Hér er víst gott fólk, segjum við aðkomumenn- irnir hver við annan. * * V * Um sama leyti fær hitt barnið veikina. Móðirin kemur til að sjá það, og um kvöldið, þegar hún er á heimleið, kemur hún við í tjöldunum hjá okkur. Hún hvíar ekkert eða skríkir. Augu hennar eru full af kvíða. Þegar farsóttir geisa, vekur eitt dauðsfall grun um, að annað sé yfirvofandi. Brytinn, sem er í rauninni hjartagóður maður, gefur henni kaffi. Og nú er hann búinn að finna viðeigandi tón í samræðunum við hana. Þegar hún hefur drukk- ið, og hann vill fara að hátta, segir hann henni, að nú sé kominn tími fyrir hana að fara. Þá þakkar hún fyrir kaffið og fer. Um þetta leyti kemur yfirverkstjóri okkar til að líta á vinnubrögðin og borga kaupið. Meðal annars segir hann okkur, að jarðarför barnsins á Fjalli eigi nú bráðum að verða og Hóladælir vilji sýna samúð sína með því að fella niður alla vinnu í sveitinni þann dag, sem athöfnin verður látin fara fram. Þeir hefðu óskað þess, að engin vegagerð yrði í Hóladal þann dag, teldu allt slíkt vanhelgun dagsins. Allir ættu að leggjast á eitt. — Fáum við þá kaupið? Yfirverkstjórinn segir fátt um það. — En Hóladælir eru formfastir, og það er víst bezt, að við gerum eins og þeir vilja, segir hann. Þar með eigum við von á helgidegi í miðri viku, vegna samúðar með hreppstjóranum, sem við höfum aldrei séð. Hins vegar munum við, að Lási hefur sagt okkur, að hann ætti flestar skjáturnar. Og samúðin kostar okkur ein daglaun. En brytinn segir, að það geti nú varla ódýrara verið, fyrst samúð á að vera á annað borð, og við hinir ger- um okkur ánægða með það. Og innan skamms rennur þessi dagur samúðarinnar upp. Við sofum fram eftir, förum síðan á fætur og setjumst úti við læk, rökum okkur og þvoum rækilega og förum í betri fötin. Allan morguninn er stöðugur straumur ríðandi útsveitarmanna framhjá tjöldun- um. Þeir stefna inn dalinn, fram að Fjalli, til að vera viðstaddir húskveðjuna. Við heimtum af brytanum, að hann breyti til í mat, og þegar við erum búnir að borða, leggjumst við í brekkuna ofan við veginn og teygjum úr okkur í sólskininu. Okkur líður í rauninni ágætlega- Þetta er eins og aukasunnudagur. — Svona er að sýna samúð, segir einn — og annar tekur undir: — Já, það er gott að sýna samúð. — Það er eitthvað annað að sýna samúð en að þræla 1 mold allan liðlangan daginn. — Það er sjálfsagt að sýna samúð, þegar tækifæri gefst. — Við kunnum nú mannasiði ... Hvaða mannasiðir hefðu það verið að standa og moka í dag eins og aðra daga? Þannig styrkjum við sálir okkar með uppbyggileg- um samræðum, þangað til við sjáum líkfylgdina koma á leið til kirkjunnar. Dökkleitur mannfjöldinn nálg- ast hægt og hægt í langri röð. Löng stund líður, þangað til við sjáum fyrir enda hennar. Þegar hún er komin á móts við okkur, rísum við allir á fætur, og þeir, sem hafa húfur, taka þær ofan. Við viljum vera kurteisir við líkfylgdina, en þó er eins og fólkið horfi fremur óvingjarnlega til okkar. Það er víst orðróm- urinn, sem enn er kominn í spilið, og brytinn verður snöggvast mjög iðrandi á svip. En hvað um það! Þetta er í rauninni mjög merki- leg líkfylgd. Fremst er nýleg áburðarkerra, sem hefur verið skafin vendilega og þvegin, yfir barma hennar sést á ofurlítinn svartmálaðan ungbarnsstokk með' einhverjum pjáturlaufum, sem negld eru á lokið, önnur blóm eru þar ekki. Stórvaxinn, rauðskeggaður bóndi teymir hestinn^ sem dregur vagninn, og næst á eftir honum ríða foreldrarnir, fölleit kona, þóttaleg í sorginni og hreppstjórinn, miðaldra maður, dálítið yfirlætislegur og reynir að bera sig fyrirmannlega. Manni flýgur í hug, þegar maður sér hjónin, að þau þyrftu nú eiginlega engrar samúðar með, væru að minnsta kosti líkleg til að spjara sig án hennar. Á hinn bóginn er auðséð, að fyrst þau á annað borð fá samúð, þá verður hún að vera mikil. Á eftir þeim fer svo allur mannfjöldinn, konur og karlar, ungir og gamlir, þessi dökkleiti skari, þögull og alvarlegur, með stingandi hornaugum í áttina til okkar, sem stöndum berhöfðaðir þarna við veginn. Það þyrmir yfir okkur. Samúð okkar virðist ekki mik- ils virði í augum fólksins, og lítils virt samúð er ekki léttbærara mótlæti en hvað annað. Kannske það hefði verið betra, ef við hefðum gengið með hinum í lík- Framh. á bls. 16.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1424

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.