Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 7

Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 7
Frá stjórn: Kæru félagar! Þá kemur blaðið okkar loksins út og fögnum við því. Erfiðleikarnir við útgáfu blaðsins fara sífellt vaxandi. Ástæðan er sú að nánast er útilokað að safna auglýsingum í blaðið eftir þá sprengingu sem varð á auglýsingamarkaðnum. Við þökkum öllum sem stuðluðu að útgáfu þessa blaðs og þá sérstaklega Jóhanni Ragnarssyni í Vest- mannaeyjum, en hann hefur lagt á sig ómælda vinnu við blaðið. Hvað varðar næsta blað hefur stjórnin ákveðið að breyta um starfshætti og mun blaðið að öllum líkindum taka einhverjum breytingum. Stefnt er að því að næsta blað komi út í ágúst eða september. Er það von okkar að þær breyt- ingar sem verða á blaðinu verði til góðs fyrir okkur slökkviliðsmenn. Stjórnin hefur haldið 4 bókaða fundi síðan á þinginu. Stærsta vandamál stjórnar er, að venju, sá fjárhagsvandi sem upp kemur að loknu þingi hverju sinni. Við hvetjum þau aðildarfélög sem ekki hafa gert skil á gjöldum til okkar að gera það við fyrsta tækifæri. Stjórnin hefur haldið einn fund með brunamálastjóra þar sem fjallað var um ályktanir þingsins, en þær fenguð þið í fréttabréfi í október. Er það von stjórnar að brunamálastjóri liggi ekki á liði sínu við að þoka ályktum okkar í átt til veruleikans. Þá hefur undirritaður gengið á fund stjórnar B.M.S.R.. Á þeim fundi var m.a. rætt um gjaldtöku B.M.S.R. fyrir námskeið á vegum stofnunarinnar. Lét undirritaður bóka sérstök mótmæli L.S.S. gegn þessum námskeiðsgjöldum, en þau kosta slökkviliðin mikið fé, auk þess sem þau eru ekki í samræmi við lög um brunavarnir og bruna- mál. Á fundinum var einnig rætt um hús- næðismál slökkviliða og aðbúnað slökkvi- liðsmanna á slökkvistöð. í framhaldi af því ákvað stjórn L.S.S. að óska eftir að úttekt Vinnueftirlits ríkisins á öllum slökkvistöðv- um á íslandi. Er það von okkar að sú úttekt skili árangri sem fyrst því ástand slökkvi- ferno norden Á ÍSLANDI Útbúnaður fyrir skyndihjálp og sjúkraflutninga við allar aðstæður DONNA HF. heildverslun Sími 91-53104 220 Hafnarfjörður stöðva er víða mjög bágborið. Strax eftir þing var Birgir Ólafsson ritari skipaður ferðamálaráðherra sambandsins. Hann hófst þegar handa við að skipuleggja ferð á „Rauða Hanann“ næsta vor en allt um þá ferð hefur verið sent ykkur í fréttabréfi. Er það von okkar að enn einu sinni eigum við slökkviliðsmenn eftir að eiga ánægjulega og fræðandi daga saman á erlendri grund. Að endingu hvetjum við ykkur, góðir félagar til að hafa samband við okkur, þið hafið nöfn og símanúmer stjórnarmanna. Bestu kveðjur. F.h. stjórnar: Guðmundur Helgason. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.