Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Side 10

Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Side 10
Ástvaldur Eiríksson, varaslökkviliðsstjóri Keflavíkurflugvelli: „Sjálfvirkt vatnsúðunarkerfi“ Inngangur „Sjálfvirkt vatnsúðunarkerfi“ (Automatic sprinkler system) hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi á undanförnum árum, aðallega vegna tilkomu reglugerðar frá Brunamálastofnun ríkisins upp úr 1980. Er það með ólíkindum hversu seint við íslend- ingar höfum tileinkað okkur þá hagkvæmni og öryggi, sem slík kerfi bjóða upp á gagnvart eldsvoðum í stórum byggingum. Próun sjálfvirka slökkvikerfa er orðin löng og margt skrautlegt komið fram í þeim efnum. T.d. fékk einn hugvitsmaður þá hugmynd og framkvæmdi hana, að hafa tunnur eða belgi fulla af vatni uppi við þak hússins og slatta af púðri við botninn með kveikiþræði, sem kviknaði átti í ef eldur yrði laus, tundrið átti síðan að sprengja tunnuna í loft upp og innihaldið dreifast um húsnæðið og drepa snarlega allan eld. Ekki fara sögur af árangri þessarar aðferðar, allavega hefur hún ekki náð neinni útbreiðslu, enda reyndist vandi að halda vatni í tunnunum og tundrið vildi drekka í sig raka og verða óvirkt. En þróun vatnsúðunarkerfa er einnig orðin löng eða frá því um 1880. Sú þróun hefur stöðugt verið í gangi og er það enn í dag. Kemur það til af mjög góðri reynslu. Sem dæmi má nefna að í ákveðinni athugun, sem gerð var í Bandaríkjunum og náði yfir 10 ára tímabil, hjá nokkur þúsund iðnfyrirtækjum, þá var meðaltjón af völdum eldsvoða innan við 100.000 kr. í hvert sinn sem eldur varð laus í húsnæði sem varið var með virku vatnsúðun- arkerfi, en meðaltjón, í óvörðu húsnæði eða hálf eða óvirkt úðakerfi fyrir hendi varð meðaltjón meira en tífalt hærra. Enda gefa tryggingafélög allt að 70% afslátt af iðgjöld- um í sumum löndum og neita jafnvel að tryggja visst húsnæði og eða starfsemi ef ekki Ástvaldur Eiríksson. er úðunarkefi fyrir hendi. Árangur úðakerfa kemur fram í því hversu fáir úðahausar opnast í hvert sinn. í sömu athugunum og minnst er á hér að framan kemur fram að í 76% tilfella var eldurinn slökktur með færri en 5 úðahausum og í 95% tilfella með færri en 25 hausum. Menn láta gjarnan í ljós ótta við vatnsleka eða að úðahausar opnist fyrir slysni eða bilun þegar síst skyldi og valda þannig verulegum vatnsskaða. En reynslan sýnir hið gagnstæða, árlega er talið að slík bilun eða slysni hendi einn úðastút af milljón. Athugun á þeim fáu tilfellum sem þessi kerfi hafa brugðist (innan við 4%) hefur leitt í ljós að helstu orsakir eru: A: Lokað fyrir kerfið eða hluta þess. B: Röng hönnun og eða vatnsskortur. / CJ SLÖKKVILIÐSMAÐ URINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.