Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Síða 27

Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Síða 27
reykkafara. Eftir mat var farið í verklega reykköfun og var þá skipt niður í 3 hópa. 6 í hverjum hóp. Fara þurfti 2 ferðir á hverjum stað, fyrst að ná í slökkvitæki og síðan mann. í fyrsta hóp var farið í græna vítið en það var búið að fylla það með gervireyk og þurftum við að skríða í gegnum kanal í gólfinu og fara síðan upp og finna hlutinn og fara sömu leið ti! baka. En í seinna skiptið þurftum við að hjálpast að við að ná manninum upp því við þurftum að hífa hann upp með böndum en það var eins farið að á öllum stöðum. Á stað númer 2 var farið í mannaíbúðir og geymslu undir þeim og á 3. stað var farið í vélarúmið og farið eins að nema að maðurinn varð alveg sturlaður úr hræðslu þegar hann rankaði við sér og reyndi þá á okkur að róa manninn niður. Tóku þessar verklegu æfingar 7 tíma og má segja að ekki hafi verið til þurr þráður á einum einasta manni eftir þetta en þá var tekin matartími og síðan tóku við líflegar umræður um hvernig hefði tekist til. Voru menn sammála um að þetta hefði verið mjög gagnlegt námskeið með góðum og líflegum kennurum sem fórst þetta mjög vel úr hendi ogeinnig að L.S.S. hefðistaðiðsigmeð sóma að koma þessu námskeiði á og hversu ódýrt Jóhannes Sævar með útskýringar um reykköfunartæki. það hefði verið og líka hvað stjórnarmenn voru áhugasamir en þeir voru allflestir um borð meðan á námskeiðinu stóð. Er bara vonandi að framhald verði á. Þórir og Höskuldur stíga léttan vals í kennslunni. SLÖKKVILIÐSMAÐURINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.