Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 17

Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 17
Tekið skal fram, að um það var samið við Höskuld að hann kæmi út blaðinu og tæki hagnaðinn í laun fyrir, ef hagnaður yrði. Enn einu sinni naut L.S.S. starfskrafta Höskuldar svo um munaði. í apríl tók Jóhann Ragnars- son í slökkviliði Vestmannaeyja að sér að koma út næsta blaði. Vinna við blaðið er vel á veg komin og væntum við þess að það komi út fljótlega. í framhaldi af því að ályktunum síðasta þings var komið til viðkomandi aðila var milliþinganefnd sem kosin var um launamál kölluð til starfa. Ekki var sérstakur formaður kosinn í nefndinni en undirritaður óskaði eftir því við Guðbrand Bogason, að hann annaðist verkstjórn í störfum nefndarinnar. Nefndin hefur unnið vel og samviskusam- lega, en hér er um slíkt stórmál að ræða, að stjórnin ákvað að hafa um það sérstaka dagskrá hér á þinginu á morgun. Nefndin var skipuð þeim Guðbrandi Bogasyni frá Reykjavík, Jóhanni Björnssyni frá Hafnar- firði og Guðbjarti Greipssyni frá Keflavík- urflugvelli. Slökkviliðsmenn leituðu lítið sem ekkert eftir aðstoð frá L.S.S. ef frá eru taldar óskir um launatöflu, en þær hafa verið gerðar tvisvar sinnum. Þó hafði L.S.S. afskipti af málum tveggja slökkviliða, þar er að segja húsnæðisvanda slökkviliðs Grindavíkur og þeirri furðulegu stöðu sem kom upp í Ólafsvík þegar stóð til að selja nýja bílinn þeirra. Við fórum á tvo fundi til Grindavíkur, fyrst með bæjarstjóra og varaslökkviliðs- stjóra og Halldór Vilhjálmsson fór síðan á fund með slökkviliðsmönnum. Var því miður ljóst að alvarlegur trúnaðarbrestur var orðin á milli bæjarstjórnar og slökkviliðsmanna með þeim afleiðingum að flestir slökkviliðs- menn hættu í slökkviliðinu. Þar er sorglegt til þess að vita, að í svona máli stendur bruna- málastofnun hjá og hefst ekki að. í Ólafsvík fór betur en á horfðist og er það fyrst og fremst Inga R. Helgasyni forstjóra Bruna- bótafélags Islands að þakka. Er vel við hæfi að ljúka þessari skýrslu stjórnar á að segja frá því, að Inga R. Helgasyni veittum við viðurkenningu L.S.S. fyrir störf hans í sjtórn B.M.S.R. Ingi er fyrsti aðilinn utan L.S.S. sem fær þessa viðurkenningu. Stjórnarfundir voru 14 á þessu ári og voru þeir yfirleitt full setnir ef frá er talinn Kristján Finnbogason á ísafirði. Kristján fékk fundargerðir vestur og gat þannig fylgst með málum. Þá eignaðist skrifstofan síma með hátalara sem auðveldaði mjög stjórnar- fundi. Ég undirritaður hefur verið iðinn við að fela meðstjórnendum mínum að vinna verkin. Satt besta að segja undrast ég þolin- mæði þeirra og umburðarlyndi í minn garð. Þeir hafa reynst mér frábærlega vel á þessu starfsári og er mér efst í huga þakklæti til þeirra allra. Guðmundur Helgason ELDVÖRN Við framleiðum frábærar eldvarnarhurðir sem smíðaðar eru eft- ir sænskri fyrirmynd og eru eins vandaðar af efni og tæknilegri gerð og þekking framast leyfir. Eldvarnarhurðir eru sjálfsagðar fyrir miðstöðvarklefa, skjalaskápa, herbergi sem geymd eru í verðmæti og skjöl, milli ganga í stórhýsum, sjúkrahúsum og samkomuhúsum, þar sem björgun mannslífa getur oltið á slíkri vörn gegn útbreiðslu elds. Eldvarnarhurðir GLÓFAXA eru viðurkenndar af Brunamála- stofnun ríkisins. rLv Glófaxi hf. Ármúla 42 Sími 34236 SLÖKKVILIÐSMAÐ URINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.