Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 26

Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 26
Smá pása í verklegu œfingunum. Lárus tekur á móti viðurkenningu frá Halla Vill. með reykköfunartækjum, notkun líflínu og helstu atriði sem muna þyrfti á eldstað. Eftir mat var farið í verklega kennslu og var skipt í tvo hópa og fengu menn nú aldeilis að finna fyrir fantabrögðunum hjá þeim Höskuldi og Þóri. í fyrri hópnum var farið í mannaíbúðirnar og þurfti hver maður að fara tvær ferðir, aðra að ná í ákveðinn hlut og í þeirri seinni að ná í mann og í hinum hópnum var það sama, nema að þá þurfti að skríða í gegnum kanal (göng) sem lá í gólfinu og þar upp og finna hlut og mann þar. KI. 17:00 kom Jóhannes Sævar og fór með okkur yfir meðferð og prófun á reykköfunar- tækjum, geysilega fróður maður um allt sem því viðkemur. Eftir mat komu Bergsveinn Alfonsson og Björn Gíslason frá slökkviliði Reykjavíkur og fóru yfir hlífðarfatnað reyk- kafara og einnig þrif og frágang á reykköf- unartækjum og voru með okkur til að ganga 23:00, en þá var gengið til náða. Kl. 08:00 á sunnudagsmorgni voru menn ræstir í morgunverð og byrjaði kennslan kl. 09:00 en þá fóru Höskuldur og Þórir með okkur í skyndihjálp og vorum við látnir taka verklegar æfingar á dúkkum, þ.e. hjartahnoð og blástur. Einnig var tekið fyrir hjálpartæki SLÖKKVILIÐSMAÐ URINN

x

Slökkviliðsmaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Slökkviliðsmaðurinn
https://timarit.is/publication/1435

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.