Slökkviliðsmaðurinn - 01.04.1988, Blaðsíða 13
blautt, þurrt eða forhlaupskerfi og hannað
samkvæmt sömu kröfum, en slík kerfi eru
ekki viðurkennd nema fyrir rými eða hús
með tiltölulega litlu brunaálagi. Vatnsforði
slíkra kerfa er þá hafður í þrýstitank þ.e.
sterkbyggður vatnstankur fylltur að 2/3 hlut-
um með vatni, afgangurinn 1/3 er loft undir
þrýstingi minnst 75 pund(psi) eða nægjanlega
mikill til,að þegar tankur er orðinn tómur, sé
minnst 15 punda þrýstingur við næsta úðastút.
6. Utanhúss kerfi eru líklega enn eldri en
úðakerfi. Hugmyndin að þeim er sú að væta
útveggi og þakskegg timburhúsa eða
steinveggi þar sem eldur í nærliggjandi
húsum geti stofnað til hættu. Sérstakir úða-
stútar eru notaðir í þessum tilgangi mismun-
andi þó eftir því hverskonar vörn á að veita.
Svona kerfi geta reynst vatnsfrek ef um stóra
fleti er að ræða því allir eru úðastútarnir
opnir, en þar sem eingöngu á að verja glugga
má nota litla stúta. Ekkert vatn er eðlilega í
leiðslunum heldur er vatni hleypt á, ýmist
sjálfkrafa með viðeigandi hitaskynjurum eða
handstýrt. Vatni er ýmist dælt í kerfið með
slökkviliðsbílum, sem taka vatn úr bruna-
hana eða vatnsbóli, eða þá að kerfið er tengt
vatnskerfi hússins sé það nægjanlega öflugt.
7. íbúðar kerfi eru hið nýjasta í bransanum.
Tilurð þeirra, eins og þau eru í dag er
árangur um 15 ára umræðu og þróunar. 1973
var sérstakri stjórnskipaðri nefnd ætlað að
leita ráða vegna hins gífurlega vanda, sem
Bandaríkjamenn áttu við að etja gagnvart
fjölda dauðsfalla í íbúðabrunum. Dánartölur
hjá þeim í íbúðarbrunum voru um tífallt
hærri en hjá Evrópubúum en þó ekki nema
tvöfallt fleiri í Kanada. Árangur af tillögu
þessarar nefndar hlýtur að teljast furðu
góður en dauðsföllum í íbúðarhúsum hefur
fækkað um 25-30% á tímabilinu. Líklegt er
talið að almenn fræðsla eigi mestan þátt £
árangrinum, sem var ein af tillögum nefndar-
innar, því næst hinir ódýru batterídrifnu
reykskynjarar, en notkun þeirra hefur verið
lögleidd í sumum fylkjum Bandaríkjanna
enda er árangur þar ótvíræður. En tillaga
nefndarinnar var að hannað skyldi sérstakt
vatnsúðunarkerfi, sem hentaði í íbúðarhús.
Pað var ekki fyrr en upp úr 1980, sem
rannsóknir og þróun gáfu af sér forvera þess
íbúðavatnsúðunarkerfis sem fáanlegt er í
dag. Aðalvandinn sem við var að glíma var
að hinir hefðbundnu úðastútar voru of sein-
virkir og vatnsfrekir til að hægt væri að nota
þá við þær aðstæður sem eru í íbúðarhúsum
þ.e. tregt vatn og gjarnan mjög hröð hitaupp-
SLÖKKVILIÐSMAÐURINN
S ?