Fréttablaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 13
Ég vildi sjá breyttar reglur sem hvetja til að nota farar- tæki sem ganga fyrir metani. Þeir sem tala fyrir fiskeldi í opnum sjókvíum við Ísland með norskum eldislaxi, klifa gjarnan á því að við Ísland sé stuðst við ströngustu staðla í heimi, þegar kemur að fiskeldi í opnum sjókví- um. Þetta eru eru enn og aftur orðin tóm, miðað við reglugerðar- drög frá sjávarútvegsráðherra, sem eru nú til kynningar. Þessi drög gera ráð fyrir að sjókvíaeldisfyrir- tækin fái að stunda sitt eldi hér við land með fimmtán sinnum meiri lús en móðurfélög þessara fyrir- tækja fá að gera við Noreg. Hvernig í ósköpunum ætli það sé tilkomið? Hvað eru embættismennirnir sem skrifuðu þessi reglugerðardrög að hugsa? Er þetta með vitund og vilja ráðherra sem hefur það hlutverk, lögum samkvæmt, að gefa út reglu- gerðina þegar þar að kemur? Mun valda skaða Löngu tímabært er að setja opin- ber mörk á leyfilega útbreiðslu lúsa á eldislaxi í opnum sjókvíum við Ísland. Drög sjávarútvegsráðherra hafa hins vegar velferð eldisdýranna að engu og munu beinlínis valda skaða á villtum laxa- og silungs- stofnum verði þau að veruleika. Í Noregi er einn aðalmælikvarðinn á þá hættu sem villtum stofnum stafar af fiskeldi í opnum sjókvíum, hversu mikið er af lús í eldinu. Þar er sett vikulegt hámark við 0,2 laxalýs á hvern eldisfisk á göngutíma seiða villtra stofna úr ám. Ef lús fer yfir þessi mörk á viðkomandi eldissvæði, gera norskir eftirlitsaðilar kröfu um aðgerðir, ýmist eitrun, eða þá að öllum eldisfiski skuli slátrað tafar- laust. Ef ekki næst stjórn á lúsafár- inu, þá er leyft framleiðslumagn á svæðinu lækkað. Um það gildir svo- kallað umferðarljósakerfi sem tekið var upp í Noregi nýlega. Í íslensku reglugerðardrögunum er miðað við að hámarkið verði þrjár lýs að með- altali á hvern fisk, tvær vikur í röð! Við tölvuna hér fyrir norðan get ég fylgst með vikulegum tölum um lúsatalningar á öllum eldissvæðum við Noreg á vefsvæðinu https:// www.barentswatch.no/. Þar í landi er gerð krafa um opinbera birtingu þessara gagna í hverri viku, meðan reglugerðardrög okkar ráðherra gera aðeins ráð fyrir að fyrirtækin láti vita ef farið er yfir hin íslensku mörk tvær vikur í röð. Leyfi til að ganga verr um Rannsóknir hafa sýnt að ekki þurfa nema örfáar lýs að setjast á villt gönguseiði, til að draga það til dauða. Í ljós hefur komið að á sumum svæðum í Noregi hefur lús úr eldi drepið meirihluta villtra gönguseiða á leið til sjávar. Af þessum ástæðum var þar komið upp umræddu umferðarljósakerfi. Hér á landi hefur hingað til ekki verið sett neitt hámark á lús í opnu sjókvíaeldi, sem sýnir það skeytingarleysi sem stjórnvöld og sjókvíaeldisfyrirtækin hafa sýnt náttúru og lífríki Íslands. Fyrir- tækin hafa farið sínu fram án þess að stjórnvöld hafi sett neinar reglur varðandi þetta mikilvæga atriði. Ákvæði laga og alþjóðasamninga um líffræðilegan fjölbreytileika og skyldu til að verja alla stofna lax- fiska fyrir illa ígrunduðum aðgerð- um mannanna, eru að engu höfð. Sjókvíaeldi við Ísland er að lang- mestu leyti í eigu norskra stór- fyrirtækja. Er ekki lágmark að þessi norsku fyrirtæki sem hér starfa gangi að minnsta kosti ekki verr um íslenska náttúru en þá norsku? Ráðherra lúsamála Árni Pétur Hilmarsson í Nesi, Aðaldal leiðsögu- maður, sveitar- stjórnarmaður og kennari Nú líður að því að gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi komist í gagnið. Því ber að fagna enda er það mjög í þágu umhverfisins að búa til nýtanleg efni úr afgöngum og rusli. Metan er mjög öflug gróðurhúsa- lofttegund, margfalt verri en kol- díoxíð og slæmt ef það sleppur út í andrúmsloftið. Þetta gas verður til þegar lífrænt efni brotnar niður í loftfirrtu (súrefnislausu) umhverfi eins og í mýrum og á öskuhaugum. Það er hægt að vinna metan af sorp- haugum og nýta sem eldsneyti. Þetta efni er til staðar þarna. En eins og stendur verður mest af metaninu sem er unnið í Sorpu brennt, til að minnka slæmu áhrifin. Heimsku- legt? Mér finnst það. Menn eru að leita ljósum logum að öðrum orku- gjöfum en jarðeldsneyti, gera alls konar tilraunir, til dæmis með þang, repju og fleira en eyða svo metaninu í staðinn fyrir að nota það. Hvernig verður það þegar nýja gasgerðar- stöðin í Sorpu tekur til starfa? Ætti nú ekki að stefna að því að nota met- anið í auknum mæli? Það eru einungis fáir metanbílar (tæp 1900) á götum hér á landi. Allir eru að fókusera á rafmagnsbíla sem eru kannski ekki alveg eins umhverf- isvænir og gefið er í skyn. Það þarf jú að framleiða rafmagnið og jafn- vel hér á landi kostar það sitt: Til að búa til rafmagn er verið að eyðileggja stór landsvæði og skemma náttúru- perlur á óafturkræfan hátt með vatnsaflsvirkjunum og jarðvarma- orkuver menga líka. Metan verður hins vegar til úr rusli og þarf ekki að framleiða. Metanbílar eru ódýrari í framleiðslu og minni vandræði að farga þeim heldur en rafmagns- bílum. Rafhlöður þeirra innihalda mikið af mengandi efnum. Þannig að maður skilur ekki alveg hvers vegna metanbílum er ekki gert hærra undir höfði og menn ekki hvattir til að snúa sér að slíkum farartækjum. En í staðinn var bónusinn tekinn af metanbílum og þeir eru ekki lengur tilgreindir sem vistvænir. Þannig að metan-tvinnbílar fá ekki lengur ókeypis bílastæði í Reykjavík. Þessu var breytt um áramót og rökstuðn- ingurinn sá að metan-tvinnbílar gætu jú líka notað bensín. En engum heilvita manni myndi detta í hug að nota bensín þegar metan er í boði, enda talsvert ódýrara eldsneyti. Við hjónin festum kaup á metan- tvinnbíl síðastliðið sumar og höfum frá því ekki notað dropa af bensíni því metan er jú talsvert ódýrara. Bensín í tankinum er einungis til að nota í neyð. Það eru nefnilega bara fimm metanstöðvar á landinu, fjórar í Reykjavík og ein á Akureyri, þannig að í lengri ferðum gæti maður lent í vandræðum. Ég vildi sjá breyttar reglur sem hvetja til að nota farartæki sem ganga fyrir metani. Það yrði í þágu umhverfisins. Hvers vegna ekki metan? Úrsúla Jünemann kennari á eftirlaunum og leiðsögu- maður Spádómar um að heimsendir sé í nánd hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Á liðnum vetri hafa margir sértrúarhópar séð þess merki að heimsendir sé yfirvofandi. Enda geisa styrjaldir, hungursneyð- ir, engisprettufaraldrar í Afríku og síðast en ekki síst, pestin ægilega, Covid-19. Á enskri tungu kallast heimsendir meðal annars „apoca- lypse“, samanber heiti kvikmynd- arinnar „Apocalypse Now“ eftir Copp ola. Orðið er komið úr grísku, en löngu fyrir upphaf tímatals okkar voru á reiki heimsendakenningar sem kallast einu orði „apokalyptík“. Þetta var sérstök bókmenntastefna hjá Ísraelsmönnum hinum fornu og blómstraði hjá þeim aldirnar fyrir fæðingu Krists. Margar af yngstu bókum Gamla testamentisins og Apókrýfu-bókunum falla ein- mitt undir þessa stefnu. Þær vildu af hjúpa hina hinstu tíma. Þessi hugmynd um dómsdag sem endan- legt uppgjör góðs og ills og ákveðinn tímapunkt þegar heimurinn líður undir lok kom reyndar fyrst inn í gyðingdóm og barst þaðan yfir til kristni og íslam frá zóróaster-átrún- aðinum sem var ráðandi í Persíu um 500 árum fyrir Krist. Orðið apokalyptík þýðir í raun afhjúpun eða opinberun. Að baki er sú hugmynd að þegar heimsendir rennur upp muni afhjúpast bæði ill og góð verk mannanna og leyndur tilgangur heimsins. Opinberunar- bók Jóhannesar í Nýja testamentinu er af þessum meiði bókmennta. Frá því er sagt í Opinberunarbókinni að orrusta heimsendis milli góðs og ills muni fara fram á vígvelli sem kallast þar Harmageddon. Á ensku kallast staðurinn Armagedon og þaðan er dregið annað enskt heiti á heims- endi. Nafnið Harmageddon er komið frá Har Meggido í Ísrael, eða fjall- inu (Har = fjall) Meggido. Um það lá þjóðleiðin til forna frá Egyptalandi til Mesópótamíu og Litlu Asíu og því þótti þeim sem skrifuðu Opin- berunarbókina líklegt að þar myndi heimsendir hefjast. Því þetta voru þá fjölmennustu vegamót heimsins. Það er magnað að standa á sléttunni undir Meggido-fjalli og lesa þessa texta og sjá fyrir sér herfylkingar ljóssins og myrkursins safnast þar saman til uppgjörs. Vangaveltur um heimsendi hafa blossað upp með reglulegu millibili í aldanna rás. Í norrænni goðafræði var boðað að röð óhjákvæmilegra atburða myndi leiða til heimsendis, eða Ragnaraka, en Ragnarök þýðir einfaldlega örlög guðanna. Í Ragna- rökum mun allt farast. Síðan mun heimurinn vissulega rísa upp á ný. Rétt eins og í Opinberunarbók Jóhannesar. Svo nokkur dæmi séu tekin þá blómstruðu heimsendaspádómar kringum árið 1000, enda reiknuðu menn þá með að 1000 ára ríkið sem talað er um í Biblíunni, væri á enda runnið. Og þar með stæði dóms- dagur fyrir dyrum. Þá var talið frá fæðingu Jesú. Þegar ekkert varð af heimsendi árið 1000 var heimsendi frestað til ársins 1030 þegar 1000 ár voru áætluð frá upprisu Jesú. En ekkert gerðist og áfram héldu menn að spá og spekúlera. Innrás Mong- óla í Evrópu árið 1260 var talin fyrirboði heimsendis, sömuleiðis mannfellir af völdum Svartadauða á 14. öld, jarðskjálfti sem skók Eng- land á 15. öld, annar slíkur sem lagði Lissabon í Portúgal í rúst árið 1755. Vottar Jehóva boðuðu heimsendi árið 1874 og aftur árið 1975, Harold nokkur Camping, bandarískur sjón- varpstrúboði reiknaði út heimsendi 21. maí 1988, 39 félagar í ofsatrúar- hópn-um Heavens Gate frömdu sjálfsmorð árið 1997 þar sem þau töldu að heimsendir væri í nánd, Nostradamus var hafður fyrir því að heimurinn færist árið 1999 – og svo mætti lengi telja. Og auðvitað boðar Kóraninn líka kröftuglega að heimsendir sé í nánd. Eins töldu ýmsir að fornir Maja-indjánar, sem lifðu í Mexíkó fyrir einum 500 árum, hefðu sagt fyrir um heimsendi þann 21. desember árið 2012. En ekkert varð úr dómsdegi það árið. Það hefur reyndar oft skollið hurð nærri hælum varðandi tilvist jarðar- innar og lífs á jörðinni. Fræðimenn segja okkur að fyrir 440.000.000 árum hafi 60% af öllum dýrum jarð- arinnar dáið af óþekktum orsökum. Fyrir 250.000.000 árum hvarf víst 90% af öllu lífi á jörðinni, líklegast af völdum gróðurhúsaáhrifa. Og fyrir 65.000.000 árum dó helmingur alls lífs á jörðinni, meðal annars risa- eðlurnar. Talið er að sökudólgurinn hafi verið loftsteinn. Og nú tala margir um að sjötta útrýming dýra jarðarinnar sé hafin. Í þetta sinn af mannavöldum. Margt getur líka ógnað lífinu ef maður veltir því fyrir sér og þarf ekki heimsendaspádóma til. Talandi um gróðurhúsaáhrifin þá ógnar hækkandi hitastig jarðar- innar vistkerfinu með ófyrirsjáan- legum afleiðingum, bráðnun jökla, hækkandi sjávarborði og veðurofsa. Óþekktir sjúkdómar og vírusar hafa lagt milljónir að velli og geta gosið upp hvenær sem er. Eins og baráttan við Covid-19 vírusinn sýnir okkur vel. Upplausn af völdum fjármála- hruns, fátækt og misskipting auðs- ins í heiminum geta hleypt öllu í bál og brand. Kjarnorkuváin er kannski ekki jafn mikil eins og þegar ég var að vaxa úr grasi og heimsendir var meira en mögulegur á hverjum degi. En enn þá ráða stórveldin yfir sprengjum sem geta eytt lífinu margfaldlega. Öfgasamtök og öfga- ríki reyna að koma sér upp slíkum tryllitólum. Og kjarnorkuver eru dulin ógn. Þó tæknin haldi geta náttúruhamfarir komið af stað keðjuverkun sem ógnar lífinu eins og dæmin sanna. Og hvenær sem er getur víga- hnöttur rekist á jörðina eins og á tímum risaeðlanna. Að lokum ferst auðvitað heimur- inn okkar. Sólin mun stækka og gleypa jörðina og þar með verður þessu lokið. En það gerist ekki fyrr en eftir ein 2600.000.000.000 ár. Og þá verða allir spádómar öllum örugglega löngu gleymdir. Þangað til er bara best að horfa á björtu hliðarnar. Því eins og danski kóngurinn Valdemar sem uppi var á 14 öld var vanur að segja (og fékk af því viðurnefnið Atterdag - Nýr dagur) - „I morgen er der atter en dag“ - á morgun rennur aftur upp nýr dagur. Heimsendapælingar Þórhallur Heimisson leiðsögumaður og heimspek- ingur Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn í dag, 2. júní kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá fundarins •  Venjuleg ársfundarstörf, dagskrárliðir skv. grein 6.6 í samþykktum sjóðsins. •  Kynning tryggingastærðfræðings, tryggingafræðileg staða LV og áhrif hækkandi lífaldurs. • Önnur mál. Sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík, 30. apríl 2020 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Ársfundur 2020 Lífeyrissjóður verzlunarmanna — live.is S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13Þ R I Ð J U D A G U R 2 . J Ú N Í 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.