Fréttablaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 4
Samkvæmt sáttinni bar Tryggingastofnun að greiða tveimur öryrkjum samtals rúma fimm og hálfa milljón króna. Fáðu faglega aðstoð lyafræðings Komdu eða pantaðu tíma í síma 515 5500 eða sendu póst á lyfsalinn@lyfsalinn.is Þekkirðu lyn þín? LYFSALINN GLÆSIBÆ Álfheimum 74 104 Reykjavík Sími 517 5500 www.lyfsalinn.is lyfsalinn@lyfsalinn.is OPNUNARTÍMI Mán.- fös. kl. 08:30-18:00 GLÆSIBÆ DÓMSMÁL Tveir öryrkjar sem gerðu dómsátt við Tryggingastofnun rík­ isins í apríl síðastliðnum eftir ára­ löng málaferli tengd búsetuskerð­ inum, þurftu að krefjast fjárnáms hjá stofnuninni til að fá greitt sam­ kvæmt sáttinni. Ág reining ur inn ör y rk janna við Tryggingastofnun laut að því hvaða áhrif búset u tími erlendis ætti að hafa á rétt til örorku líf eyris frá Trygg inga stofn un en samkvæmt ákvæði almannatryggingalaga ráðast bætur meðal annars af lengd búsetu hér á landi. Um árabil túlkaði TR ákvæðið þannig að við útreikning búsetu­ hlutfallsins skyldi reikna tímann frá upphafi örorkumats fram að 67 ára aldri að fullu sem búsetutíma hérlendis.TR breytti túlkun sinni án þess að lög hafi breyst og hóf að miða við hlutfall búsetu utanlands áður en örorkumat var gert. Þessi breytta túlkun var borin undir úrskurðarnefnd um almanna­ tryggingar sem taldi ómálefnalegt að óbreyttum lögum að breyta með svo íþyngjandi hætti framkvæmd sem ríkt hafði um árabil. Þrátt fyrir úrskurðinn lét TR ekki af hinni breyttu framkvæmd. Öryrkjabandalagið krafðist þess formlega að stofnunin leiðrétti greiðslur til þeirra lífeyrisþega sem þolað hefðu umræddar skerðingar afturvirkt. Því var hafnað og vísað til þess að niðurstaða úrskurðar­ nefndarinnar væri byggð á mis­ skilningi og taldi stofnunin sig þar af leiðandi ekki bundna af úrskurð­ inum þrátt fyrir að um æðra stjórn­ vald sé að ræða. Öryrkjabandalagið kvartaði ítrekað til ráðuneytisins vegna málsins án árangurs og var mál öryrkjanna tveggja höfðað með stefnu haustið 2016. Það komst hins vegar hreyfing á málið með niður­ stöðu Umboðsmanns Alþingis í júní 2018, sem taldi umrædda lækkun ekki hafa verið í sam ræmi við lög. Þó leið um það bil eitt  ár þar til ráðherra tilkynnti að Trygg­ inga stofnun gæti hafið end ur­ greiðslurnar. Með vísan til þessa var gerð dóm­ sátt í máli stefnenda umræddra dómsmála þess efnis að öll ár frá fyrsta örorkumati verði reiknuð sem búseta hér á landi í stað hlut­ fallsreiknings eins og áður. Sam­ kvæmt sáttinni bar TR að greiða öryrkjunum tveimur samtals rúma fimm og hálfa milljón króna. Veru­ legur hluti þess er lögmannskostn­ aður og dráttarvextir en kröfurnar sjálfar voru töluvert undir einni milljón í báðum tilvikum. Tryggingastofnun lét hins vegar hjá líða að gera upp við öryrkjana. Þar sem fjárkrafa á grundvelli dóm­ sáttar er aðfararhæf krafa leituðu öryrkjarnir til sýslumanns. Í kröfu þeirra segir: „Þar sem liðnir eru 15 dagar frá gerð réttarsáttarinnar og framangreind skuld hefur enn ekki verið greidd af hálfu gerðarþola, er þess krafist að gert verði fjárnám hjá gerðarþola til tryggingar skuld­ inni.“ Það var ekki fyrr en sýslumaður boðaði forstjóra Tryggingastofn­ unar til formlegrar fyrirtöku um fjárnámið í síðustu viku að stofn­ unin gerði upp skuldirnar. Málaferlunum er þó ekki lokið að fullu því í dómsáttinni kemur fram að ágreiningur ríki enn um hvort greiðslur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð skuli einnig vera háðar búsetuskerðingum og eru aðilar sáttarinnar sammála um að málið gangi til dóms um þann hluta ágreiningsins. adalheidur@frettabladid.is Tryggingastofnun forðaði sér undan fjárnámi sýslumanns Sýslumaður boðaði forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins á fund vegna fjárnáms sem til stóð að gera hjá stofnuninni sem ekki hafði gert upp við tvo öryrkja sem áttu rétt á greiðslum samkvæmt dómsátt sem gerð hafði verið. Deiluefnið var um hvaða áhrif búseta öryrkja í útlöndum eigi að hafa á útgreiðslu bóta. Áralöng barátta tveggja öryrkja við Tryggingastofnun fór fram víða um hið opinbera kerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BÍLAR Mikið hefur dregið úr áhuga fólks­ og vörubílaframleiðenda á að bjóða metanbíla. Sumir hafa gengið svo langt að hætta að þróa þá. „Stórir framleiðendur eins og Daimler hafa til dæmis hætt slíkri þróun og framtíðarorkugjafar vöru­ og hópferðabifreiða frá Daimler munu byggja á rafmagns­ og vetnistækni, ekki jarðgasi,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bíl­ greinasambandsins. Framleiðendur fólksbíla séu almennt ekki að leggja áherslu á metanbíla fyrir Evrópu. Áform eru um aukna sölu á met­ angasi hér og Sorpa er að opna stóra gas­ og jarðargerðarstöð í því skyni. Það eru helst framleiðendur eins og Volvo, Iveco og Scania sem hafa verið að þróa gasdrifna vörubíla í samstarfi við ESB. Þeir hafa fengið skattaívilnanir og niðurfellingu á vegatollum. Samkvæmt rannsókn Transport & Environment geta gas­ drifnir vörubílar verið verri fyrir umhverfið er allir þættir eru lagðir saman. Þótt metan hafi að sumu leyti mjög góð áhrif á umhverfið er ekki hægt að segja að hérlendis sé allt til staðar til að metanvæða bílaflotann. Þótt talsvert hafi verið lagt í vinnslu á hauggasi og vinnslu á metani úr því, eru metanstöðvar fáar. Aðeins örfáir metanknúnir bílar eru í boði hérlendis um þessar mundir. – ng Bílaframleiðendur leggja ekki áherslu á framleiðslu metanbíla SLYS Eldri karlmaður lést við sund­ iðkun í Sundhöll Selfoss skömmu fyrir hádegi í gær. Sjúkralið og lög­ regla voru kölluð til og var sund­ lauginni lokað meðan tilraunir til endurlífgunar fóru fram, en þær báru ekki árangur, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Sundlauginni var lokað um sinn á meðan á rannsókn á vettvangi stóð. Tilkynnt var um andlátið um tveimur tímum síðar. Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. – eþá Lést í sundi G-Tec Skoda einir metanbíla í boði. SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í fyrrinótt ásamt björgun­ arsveitum á Norðurlandi vegna full­ orðins karlmanns sem var saknað. Maðurinn hafði verið við veiðar í Laxá í Aðaldal en hafði ekki skilaði sér til baka að veiðitíma loknum í fyrrakvöld og hófst leit um mið­ nættið. Laust eftir klukkan þrjú í fyrrinótt fannst maðurinn látinn í ánni skammt frá þeim stað sem síðast var vitað um ferðir hans. Ekki er vitað um dánarorsök að svo stöddu, að því er fram kemur í til­ kynningu frá lögreglunni á Norður­ landi eystra og mun rannsókn halda áfram í dag. – eþá Fannst látinn í Laxá í Aðaldal Eldri karlmaður lést við sundiðkun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til leitaraðstoðar í fyrrinótt. 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.