Fréttablaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 21
Við erum að vinna í að flytja hluta af starfseminni yfir á Selfoss, þar sem við vorum að bæta við landbúnaðardeild. Þessi deild er hrein viðbót hjá okkur og þar seljum við dráttarvélar, heyvinnu- vélar og aðrar vélar til landbúnaðar. Aflvélar hafa selt vinnuvélar og tæki áratugum saman, en nýlega tók fyrirtækið stórt skref og hóf að sinna bændum og sjá þeim fyrir vélum, tækjum og búnaði. Aflvélar bjóða líka upp á vandaða íhluti. Aflvélar selja og þjónusta vinnu- vélar frá vönduðustu og þekktustu merkjum heims. Þar eru seldar vörur sem henta ýmsum ólíkum fyrirtækjum og þar fást bæði ódýrari græjur sem og þær allra dýrustu og flottustu. Hingað til hefur fyrirtækið sérhæft sig í að sjá sveitarfélögum, verktökum, flugvöllum og vegagerðum fyrir tækjum, en nýlega tók það stórt skref og hóf að selja og þjónusta vélar fyrir landbúnað. „Aflvélar varð til út frá Bursta- gerðinni, sem afi minn stofnaði 1. maí árið 1930. Burstagerðin seldi bursta fyrir f lugvallarsópa og í framhaldi af því fór hún að selja vélar fyrir f lugvellina árið 1984. Þannig að við erum komin með smáreynslu í þessum bransa,“ segir Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi. „Við höfum lagt mikla áherslu á snjóruðning og götu- sópun og allt sem þarf til þess, á síðustu árum og haft gríðarlega sérstöðu á því sviði, bæði hvað varðar tækjaval og úrval. Við erum umboðsaðili fyrir aebi-schmidt, stærsta framleiðanda snjóruðn- ingsvéla í heimi, og erum líka með eigið verkstæði þar sem við getum breytt vélum fyrir snjóruðning. Við erum lítið í því að sinna einstaklingum vegna þessarar sér- hæfingar, en núna nýlega tókum við stórt skref yfir í landbúnað og ætlum að byrja að þjónusta bændur,“ segir Friðrik. Bæta við landbúnaðardeild „Við erum að vinna í að flytja hluta af starfseminni yfir á Selfoss, þar sem við vorum að bæta við land- búnaðardeild. Þessi deild er hrein viðbót hjá okkur og þar seljum við dráttarvélar, heyvinnuvélar og aðrar vélar til landbúnaðar,“ segir Friðrik. „Við keyptum nýlega lager þrotabús á Selfossi og grisjuðum verulega vöruúrval þar, til að vera með skýran fókus og setja fullan kraft í landbúnaðarhlutann. Við verðum nú með tvö nöfn á Sel- fossi, Jötunn og Aflvélar, en gamli Jötunn var stærsta dráttarvélaum- boðið á landinu. Við erum að passa okkur á því að byggja fyrirtækið upp þannig að við séum með skýran fókus og sinnum vel því sem við erum að gera,“ segir Friðrik. „Við ætlum að þjónusta bændur mjög vel, sjá hvaða vélar, tæki og búnað þá vantar og sinna þeirri þörf. Við erum líka að þjónusta mjólkur- bændur og vélar þeirra. Nú erum við komin með stóra starfsstöð á Austurvegi 69 á Sel- fossi þar sem landbúnaðarhlutinn er að mestu leyti núna, dráttarvél- ar ásamt heyvinnuvélum og öðru, og við vorum líka að setja upp verkstæði á Gagnvegi 35 í sama bæ,“ segir Friðrik. „Við erum svo enn með söluskrifstofu í Garðabæ fyrir snjóruðningstækin og þann hluta starfseminnar.“ Íhlutir fyrir vandláta „Við seljum líka íhluti í bíla eins og Hella ljóskastara og aðrar rafmagnsvörur, sem og Koni demparana frá Hollandi, sem allir í þessum bransa þekkja,“ segir Frið- rik. „Við bjóðum upp á vandaða íhluti frá frábærum framleið- endum, sem fólk sem þekkir vel til í þessum bransa vill fá. Við bjóðum líka upp á Schrader- ventla í dekk, en það eru ventlar sem eru búnir skynjurum sem segja til um loftþrýstinginn í hverju dekki fyrir sig,“ útskýrir Friðrik. „Svona ventlar eru orðnir skylda í Evrópusambandinu. Við seljum líka þessa skynjara svo það er hægt að setja þá í tæki sem ekki höfðu þá fyrir. Þannig er t.d. hægt að kaupa ventla í nánast alla bíla hjá okkur, bæði í sumar- og vetrar- dekkjaumganginn á felgum. Síðan erum við líka með kastaragrindur og plötur undir atvinnubíla, sendibíla, trukka og jeppa,“ segir Friðrik að lokum. Byrja að þjónusta bændur Aflvélar ætla að þjónusta bændur mjög vel og sjá þeim fyrir öllum vélum, tækjum og búnaði sem þeir þurfa á að halda. Þar er meðal annars boðið upp á heyvinnuvélar og fleiri tæki frá Valtra. MYNDIR/ ANTONBRINK Hjá Aflvélum fást meðal annars sláttuvélar frá AS-Motor, sem eru vinsælar hjá bæjarfélögum og verktökum. Friðrik segir að Aflvélar bjóði upp á gott úrval af vönduðum íhlutum frá frábærum framleiðendum. Þar fást til dæmis Hella ljóskastarar og aðrar rafmagnsvörur, Koni demparar og Schrader ventlar fyrir dekk. BÍLAR 5 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 ÞRIÐJUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.