Fréttablaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 35
Ford Ranger Raptorinn er á þrjátíu og tveggja tommu dekkjum, sem standa utar en á öðrum Ranger pallbílum.
meðaleyðslan var rúmir 12 lítrar
og það ekki í spar akstri. Það er
kannski helst vegna breytinganna
á fjöðrun að hleðslugeta er aðeins
680 kíló í stað tonns, auk þess sem
dráttargeta hans lækkar um tonn,
úr 3,5 tonnum í 2,5 tonn.
Góð framsæti
Að innan er bíllinn ekki mikið
breyttur þótt sjá megi alúð við
smáatriði eins og bláan útsaum á
leðri, og annars konar mælaborð.
Bíllinn kemur með SYNC3 upp-
lýsingakerfinu með níu tommu
snertiskjá sem virkar mjög vel.
Mælaborðið er frekar gamaldags
með hefðbundnum mælum og
litlum upplýsingaskjá, en sumum
þætti þetta nú bara kostur. Sætin
eru að vísu mjög góð og óvenju
þægileg fyrir pallbíl. Vert að minn-
ast á stigbrettin sem eru verkleg
og breið, þannig að maður getur í
alvörunni notað þau.
Spurning um verð
Það sem maður ætti helst að
spyrja sig, við ákvörðun á kaup-
um á Ranger Raptor er hvort það
sé þess virði að borga 2.900.000
kr. meira fyrir Raptor-merkið en
WildTrak. Báðir koma með hinni
frábæru TDCI dísilvél sem skilar
213 hestöf lum og er pöruð við tíu
þrepa sjálfskiptingu. Ef munurinn
væri bara útlitspakkinn væri
verðmunurinn allt of mikill, en
maður fær aldeilis meira en það.
Fjöðrunin er það sem aðgreinir
þessa bíla og rúsínan í pylsuend-
anum eru þægilegustu sportsæti
sem undirritaður hefur prófað
lengi. Það er í raun og veru enginn
pallbíll sem keppir beint við
Ranger Raptor, svo sérstakur er
hann.
Arctic Trucks Ísland ehf Kletthálsi 3 110 Reykjavík Sími: 540 4900 Netfang: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is
ARCTIC TRUCKS BREYTINGALAUSNIR
VIÐ KOMUM
ÞÉR LENGRA
TOYOTA HILUX
AT33
TOYOTA HILUX
AT35
TOYOTA LAND CRUSIER
AT33
SUZUKI JIMNI
AT31
TOYOTA LAND CRUSIER
AT35
FORD 150
AT44
Sérfræðingar í breytingum.
Bílabreytingar frá AT31 - AT46.
Hér má sjá sýnishorn af nokkrum af
þeim fjölmörgu breytingum á bílum
sem Arctic Trucks bíður upp á.
NISSAN NAVARA
AT38
NISSAN NAVARA
AT35
B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR 7 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 ÞRIÐJUDAGUR