Fréttablaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.06.2020, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, óendanlega þakklát fyrir að fá að nota þessa aðstöðu og hafa Danna með okkur.“ Útihlaupin koma sterk inn Hópurinn mætti á fyrstu Sinfó- fit æfinguna á þriðjudaginn var, en lokað hefur verið í Granda101 síðan seint í mars vegna samkomu- banns. Í millitíðinni hafa meðlimir reynt sitt besta til að halda sér í formi. Margir stunda útihlaup og Hér má sjá nokkra hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar sem mynda hópinn Sinfó-fit, sem æfir saman úti á Granda. Aftari röð, frá vinstri: Benedikte Damgaard, Guðný Jónasdóttir, Háv- arður Tryggvason, Stefán Jón Bernharðsson, Jacek Karwan, Daníel Þórðarson. Fremri röð: Þórunn Ósk Marínósdóttir, Julia Hantschel, Asbjørn Ibsen Bruun, Frank Hammarin og David Bobroff. Mest selda liðbætiefni á Íslandi LIÐVERKIR, STIRÐLEIKI EÐA BRAK Í LIÐUM? 2-3ja mánaða skammtur í hverju glasi heimaæfingar með æfingamynd- böndum á YouTube. Hornleikar- arnir Frank Hammarin og Asbjørn Ibsen Bruun voru líka báðir dug- legir að nýta sér internetið þegar kom að heimaæfingum og æfðu meðal annars með Granda101 á Instagram. „Áður en ég byrjaði í Sinfó-fit synti ég til þess að halda mér í formi. Eftir að Grandi101 og laugarnar lokuðu jók ég útihlaup, sem var skemmtileg tilbreyting. Einnig tel ég að sú staðreynd að skemmtistaðir voru lokaðir og að veitingastaðir lokuðu snemma í samkomubanninu, hafi haft jákvæð heilsufarsleg áhrif á mig,“ segir Frank. Asbjørn hafði það fyrir reglu að ganga minnst 10.000 skref á dag í samkomubanninu. „En sann- leikurinn er sá að ég er í verra formi núna heldur en fyrir samko- mubann. Ég finn sérstaklega fyrir því í þverrandi styrk í efri hlut- anum, sem hefur neikvæð áhrif á það hvernig ég spila á hornið. Ég get ekki beðið eftir því að komast í góða rútínu aftur.“ Fleiri taka undir þetta og nefnir Benedikte Damgaard, fiðluleikari, að hún hafi átt erfitt með að halda sér í formi, þar sem hún hafi ekki átt búnað fyrir styrktaræfingar. „Ég hljóp fyrst mikið og gerði plankaæfingar, en á sama tíma þurfti ég að minnka kröfurnar til sjálfrar mín. Það var auðveldara að fara út að hlaupa þegar ég hafði hvatninguna frá Sinfó-fit, en í samkomubanninu hef ég frekar stundað göngur og fjallgöngur.“ Kaloríur og sjálfsvorkunn Það náðu ekki allir að halda sér á beinu brautinni í heimaæfingum og útihlaupum, og grínast selló- leikarinn Guðný Jónasdóttir með að í samkomubanninu hafi hún komið sterk inn í vín-, osta- og sjálfsvorkunnarmataræði, sem hafi orsakað töluverða þyngdar- aukningu fyrst um sinn. „En svo uppfylltum við maðurinn minn úthverfaklisjuna með því að kaupa okkur þrekhjól. Þegar leikskól- arnir opnuðu aftur komumst við svo meira út í hjóla- og hlaupatúra og aukaosturinn bráðnaði burt á örskotsstundu.“ Stefán Jón Bern- harðsson, hornleikari, segist að sama skapi hafa brennt slatta af kaloríum í sjálfsvorkunn sem og í Bjóraþoninu mikla, en fyrir stuttu skipulagði hann stórskemmti- legt níu kílómetra bjórhlaup með nokkrum meðlimum Sin- fóníuhljómsveitarinnar sem tókst þrælvel. Var hætt að fá í bakið Flestir eru sammála um að þeir hafi saknað Sinfó-fit í samkomu- banninu enda gerði líkamsræktin þeim mjög gott. „Ég er miklu sterkari með Sinfó-fit. Aukinn styrkur í efri hluta líkamans hefur minnkað liðverki og önnur vandamál sem ég hef glímt við,“ segir Guðný. Benedikte segist ekki hafa stundað styrktaræfingar áður en hún byrjaði í Sinfó-fit. „Ég var haldin fordómum gagnvart CrossFit og skráði mig í byrjun til þess að kynnast samstarfs- félögum mínum. Það kom mér á óvart hvað þetta var skemmtilegt og á fyrstu æfingunni uppgötvaði ég fjölda vöðvahópa sem ég vissi ekki að kroppurinn byggi yfir. Manni finnst maður mun léttari eftir nokkurra mánaða æfinga- prógramm og beitir sér mun betur við að ganga og lyfta hlutum. Ég var líka alveg hætt að fá í bakið við langar setur í vinnunni.“ Julia Hantschel, klarinettu- leikari, segist hafa hreyft sig mikið áður en hún byrjaði í Sinfó-fit. „Ég hljóp reglulega, synti, fór í ræktina en var hætt að bæta mig. Eftir að ég byrjaði í Sinfó-fit fannst mér eins og ég hefði opnað fyrir nýjar víddir í hlaupaþjálfuninni. Þol og hraði jukust eftir fáeina tíma, þrátt fyrir endalausar harðsperrur. Með því að nota nýja vöðvahópa gat ég gert f leiri æfingar. Auk þess hefur aukinn styrkur í efri hluta líkamans bætt líkamsstöðuna og komið í veg fyrir höfuðverki, sem ég var vön að finna fyrir á hljóm- sveitaræfingum. Í samkomubanninu hef ég nýtt aukatíma í útihlaup og nú er ég að æfa mig fyrir Reykjavíkur- maraþonið í ágúst. En hlaupið er einmanalegt og ég var virkilega farin að hlakka til þess að æfa með hópnum aftur.“ Asbjørn bætir við að samstarfið í hljómsveitinni sé almennt nánara en á f lestum vinnustöðum. „Sinfó- fit stuðlar að enn betri liðsheild, sem hvetur okkur til þess að gera meiri kröfur til okkar sjálfra og stíga út fyrir þægindarammann. Þetta gerir okkur fær um að standa okkur enn betur á tónleikum.“ Hávarður Tryggvason, bassa- leikari, tekur undir þetta og bætir við að æfingarnar hafi gert sér gott. „Það er mikilvægt að styrkja efri líkamann en félagslegi þáttur- inn er ekki síður mikilvægur og hópeflið dregur mann áfram þegar letin ætlar að hafa mann undir.“ Hlakkar minna til harðsperranna á morgun Eftir fyrstu æfinguna síðasta þriðjudag voru hljóðfæraleikar- arnir eðlilega þreyttir, en glaðir að vera byrjaðir aftur í reglubundinni hreyfingu. Stemninguna í salnum segja þau hafa verið frábæra. „Við vorum eins og kálfar að vori,“ segir Hávarður og Frank bætir við: „Við finnum fyrir hverri einustu pítsusneið og bjórglasi sem við höfum innbyrgt síðustu sjö vikurnar. En svona í alvöru talað þá líður mér furðulega vel. Fyrsta æfingin var ekki jafnerfið og þær sem voru fyrir lokanirnar, en það er frábær tilfinning að vera byrjaður aftur. Maður gleymir því f ljótt hvað félagslegi þátturinn er mikilvægur. Hann hjálpar manni að reyna meira á sig og gerir æfing- una einfaldlega skemmtilegri.“ Guðný tekur undir: „Þetta var æði. Ég er dauðuppgefin, þó svo tíminn hafi kannski ekki verið jafn erfiður og vanalega. Þetta tók fljótt af og allir voru í geggj- uðum diskófíling. En ég hlakka aðeins minna til harðsperranna á morgun.“ Hávarður játar þó að honum hafi þótt tíminn frekar erfiður: „Ég hélt ég væri í betra formi eftir hjólaferðir, skokk og fjallgöngur. CrossFit reynir allt öðruvísi á mann og það var löngu tímabært að taka upp þráðinn. Til- finningin eftir tímann er frábær.“ Þórunn tekur undir orð Hávarðar og bætir við: „Maður finnur það sérstaklega vel núna hvað það er hvetjandi að hafa félagsskapinn.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . J Ú N Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.