Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.2020, Page 6

Víkurfréttir - 02.04.2020, Page 6
6 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg. Til að fá ókeypis rafræna áskrift getur þú farið inn á vf.is, skráð þig á póstlista og fengið Víkurfréttir glóðvolgar í tölvupóstinn þinn í hverri viku! RAFRÆN ÚTGÁFA   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Rétturinn Ljúffengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-14 alla virka daga Vegna áhrifa heimsfaraldurs af völdum COVID-19 hefur margvísleg þjónusta Suðurnesjabæjar tekið breyt- ingum frá því sem verið hefur. Um er að ræða afslætti og frestun á ýmsum þáttum í þjónustu og gjöldum. Að- gerðastjórn hefur unnið eftir og tekið ákvarðanir á grundvelli leiðbeininga og tilmæla frá Embætti landlæknis, sóttvarnalækni og Almannavörnum hverju sinni. Þá hefur samkomubann og afleiðingar heimsfaraldurs haft mikil áhrif á mörg atvinnufyrirtæki, sérstaklega í ferða- þjónustu, þar sem tekjur fyrirtækjanna hafa nánast þurrkast upp. Af þessu leiðir að sveitarfélagið mæti annars vegar þjónustuþegum í skólum og barnagæslu og hins vegar atvinnufyrir- tækjum sem lenda í greiðsluvanda. Vegna þessa hefur bæjarráð Suðurnesja- bæjar samþykkt eftirfarandi aðgerðir: Þjónustugjöld og skólamáltíðir Eftir að samkomubann tók gildi frá og með 16. mars 2020 hefur starfsemi leik- skóla, grunnskóla, skólasels og dagfor- eldra verið skert. Aðgerðastjórn Suður- nesjabæjar hefur gefið út breytingar á innheimtu þjónustugjalda vegna þess og gildir það meðan samkomubann er í gildi og starfsemin er skert. Leikskólagjöld og skólasel Afslættir af gjöldum verði með eftir- farandi hætti frá og með 16. mars 2020.: Foreldrar sem hafa tekið ákvörðun um að nýta ekki dvalartíma sinn meðan samgöngubann varir fá 100% afslátt af gjöldum. Foreldrar sem nýta þjónustu greiða einungis fyrir þá þjónustu sem nýtt er. Endurútreikningur gjalda mun taka tíma en áætlað er að hægt verði að leið- rétta í apríl. Dagforeldrar Greiðslur til dagforeldra verði óskertar ef dregið verður úr vistun barna. Skólamáltíðir Allir nemendur í grunnskólum Suður- nesjabæjar fái einfalda máltíð þá daga sem nemendur eru í skóla meðan skólahald stendur á tímum samko- mubanns og skertra skóladaga sökum þess. Engir reikningar vegna skólamáltíða verða sendir út fyrir apríl mánuð og meðan takmarkað skólahald stendur yfir. Greiðslur foreldra og forráðamanna vegna áskrifta að skólamat fyrir mars verða endurreiknaðar og miðast við 16. mars 2020. Nánari útfærsla á endur- útreikningum verður kynnt nánar og þegar hún liggur fyrir. Starfsmenn Suðurnesjabæjar munu sjá um endurgreiðslu og því þurfa foreldra eða forráðamenn ekki að hafa samband við Skólamat til að segja upp áskriftum. Íþróttamiðstöðvar Þar sem loka hefur þurft aðgangi að sundlaugum og íþróttamiðstöðvum Suðurnesjabæjar vegna COVID-19 verða tímabundin aðgangskort fram- lengd um þann tíma sem lokunin stendur yfir. Fasteignagjöld lögaðila Samband íslenskra sveitarfélaga hefur hvatt sveitarfélög til þess að koma til móts við atvinnufyrirtæki sem lenda í rekstrarerfiðleikum vegna afleiðinga af Covid-19 faraldrinum, varðandi m.a. innheimtu fasteignagjalda. Í 4.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga er kveðið á um gjalddaga og eindaga fasteignagjalda sveitarfélaga. Sveitarfélögum ber að ákveða gjalddaga fasteignagjalda í upphafi hvers árs og er eindagi samkvæmt lögunum 30 dögum eftir gjalddaga. Varðandi innheimtu fasteignagjalda gildir eftirfarandi: Innheimta fasteignagjalda lögaðila: Lögaðilar sem þess óska og eiga í rekstr- arerfiðleikum vegna tekjuskerðingar af völdum Covid-19 faraldurs, geta fengið frest á greiðslu fasteignagjalda án kostnaðar. Um er að ræða fasteigna- gjöld á gjalddaga í mars og apríl 2020 og mögulegur greiðslufrestur er til 30. júní 2020. Framangreindar ráðstafanir koma til endurskoðunar ef þörf krefur og eftir tilmælum almannavarna hverju sinni. Afslættir og frestanir hjá Suðurnesjabæ Það mæðir mikið á framlínustarfs- fólki þessa dagana. Fyrirtækið Skóla- matur í Reykjanesbæ færði starfsfólki HSS, Lögreglunni og Brunavörnum Suðurnesja hressingu. „Þakklætis- vottur fyrir að standa alltaf vaktina fyrir okkur öll. Takk og gangi ykkur vel,“ segir á Facebook síðu Skóla- matar. Nokkur fleiri fyrirtæki hafa einn- ig fært framlínufólki okkar glaðning. ALLT HREINT fór með drykki og súkkulaði á nokkra staði. Halldór Guð- mundsson, eigandi fyrirtækisins segir að farið hafi verið með þennan glaðning í lögreglustöðvar, heilsugæslur og á dvalarheimili eldri borgara. „Svo var þetta svo gaman að við fórum í Góu og keyptum 1120 páskaeggi sem við gáfum á tíu leikskóla í Reykjanesbæ. Þetta er gaman á erfiðum og skrýtnum tímum og við hvetjum önnur fyrirtæki að taka þátt,“ sagði Halldór. Fyrirtæki gáfu góð- gæti í framlínuna og á dvalarheimili aldraða Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi BJARNI GUÐMUNDSSON rafvirkjameistari Hringbraut 56, Reykjanesbæ lést 26. mars sl. Útförin fer fram í kyrrþey. Hólmfríður Jónsdóttir Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir Vilhjálmur Kristjánsson Guðrún Bjarnadóttir Ásmundur Jónsson Guðbjörg Bjarnadóttir Özgun Ali M. Özgun Guðmundur Jón Bjarnason Arnbjörg Drífa Káradóttir Bjarnfríður Bjarnadóttir Hermann Árni Karlsson barnabörn og barnabarnabörn Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga gerir athugasemd við sveitarfélagamörk sveitarfélaganna Voga og Grinda- víkur eins og þau eru framsett í tillögu að aðalskipulagi Grindavíkur 2018-2032. Bæjarstjórnin hefur ítrekað gert athugasemd vegna sveitarfélagamarkanna. Í bókun bæjarstjórnar Sveitarfélags- ins Voga segir að sveitarfélagamörkin séu ekki í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028. Í bókuninni, sem samþykkt var sam- hljóða, eru ítrekaðar fyrri umsagnir Sveitarfélagsins Voga vegna aðalskipu- lags Grindavíkur 2010-2030 dags. 21. apríl 2010, 19. apríl 2011 og 8. desember 2015 þar sem gerðar voru athugasemdir við mörkin. Vogamenn gera ítrek- aðar athugasemdir Þakka vel unnin störf við erfiðar kringumstæður Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga færir starfsmönnum sveitarfélagsins þakkir fyrir vel unnin störf undir erfiðum kringumstæðum á undar- förnum vikum. Þetta kemur fram í bókun á síðasta fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.