Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.2020, Page 10

Víkurfréttir - 02.04.2020, Page 10
10 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg. Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur síðustu daga staðið fyrir birtingu á Ljósmynd dagsins á fésbókarsíðu safns- ins. Byggðasafnið hefur yfir að ráða mjög stóru og áhugaverðu myndasafni frá fyrri tíð. Síðasta föstudag var það loðnan sem var til umfjöllunar. Loðna (fræðiheiti: Mallotus villosus) er smávaxinn uppsjávarfiskur sem heldur sig í torfum. Loðnan er algeng í köldum og kaldtempruðum sjó á norðurhveli jarðar. Stærstu loðnustofnar þar eru í Barentshafi og á Íslands- miðum. Á sumrin er loðnan við íshafsröndina þar sem hún étur dýrasvif. Stór loðna étur ljósátu og önnur smá- krabbadýr. Afræningjar loðnu eru m.a. hvalir, selir og þorskur. Loðnan hrygnir á sandbotni og við sandstrendur 2-6 ára og drepst yfirleitt að lokinni hrygningu. Hrygna nær allt að 20 sm lengd og hængur verður allt að 25 sm langur. Þegar mikið er af síld í Barentshafinu virðist það hafa neikvæð áhrif á loðnuna, sennilega bæði vegna samkeppni um æti og vegna þess að síldin étur loðnuhrogn. (Heimild: Wikipedia). Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur á Hafrannsókna- stofnun, sagði að sumar- og haustvertíðin hafi gengið fremur illa allt frá árinu 1988. Hann sagði ennfremur að frá því að farið var að fylgjast skipulega með loðnunni árið 1966 hafi komið lægðir í stofninn á 8 10 ára fresti. (Heimild: Morgunblaðinu 1. febrúar 1997). En eins og myndir dagsins bera með sér þá hefur einn- ig gengið vel með loðnuna. Og þar má sjá bræðsluna og einnig alla mengunina sem kom frá henni yfir bæinn. Svo mikið var af loðnu að henni var jafnvel sturtað á Patterson til geymslu þar til losnaði pláss í geymsluþróm fiskimjölsverksmiðjunnar á landamærum Njarðvíkur og Keflavíkur. Dekkhlaðnir loðnubátar á leið í land og bræðsluskip úti á víkinni fyrir framan Keflavík má einig sjá á myndunum. Loðnan í Keflavík og Njarðvík Byggðasafn Reykjanesbæjar birtir Ljósmyndir dagsins FS-ingur vikunnar: Ætlar að verða sál- fræðingur Hún hræðist með alls- konar pöddur og hefur gaman af öllu. Rebekka Ýr er 16 ára FS-ingur vik- unnar að þessu sinni. Hvað heitir þú fullu nafni? Rebekka Ýr Eyþórsdóttir. Á hvaða braut ertu? Er ekki viss. Hvar býrðu og hvað ertu gamall? Í Vogunum og er 16 ára. Hver er helsti kosturinn við FS? Vinir mínir. Hver eru áhugamálin þín? Allt! Hvað hræðistu mest? Allar pöddur. Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Vala á tiktok. Hver er fyndnastur í skólanum? Halldór Már. Hvað sástu síðast í bíó? Joker. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Orkudrykki. Hver er helsti gallinn þinn? Enginn metnaður. Hver er helsti kostur þinn? Ég hef gaman af öllu. Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Tiktok, insta og snap. Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Hafa meira að gera tengt félagslífinu. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmor. Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Ekki nógu gott. Hver er stefnan fyrir framtíðina? Að verða sálfræðingur. Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Fólkið. Uppáhalds? - kennari: Haukur. - skólafag: Stærðfræði. - sjónvarpsþættir: Suits eða Fresh prince. - kvikmynd: Notebook. - hljómsveit: One Direction. - leikari Michael B. Jordan. UMSJÓN Ásta Rún Arn mundsdóttir og Birgitta R ós Jónsdótti r

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.