Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.2020, Side 11

Víkurfréttir - 02.04.2020, Side 11
11 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg. Dagbók úr Ásgarði VÍKURFRÉTTIR FENGU NOKKRA SUÐURNESJAMENN TIL AÐ HALDA DAGBÓK Í EINN DAG Það er vor í lofti, tjaldurinn er kominn og frést hefur af lóunni. Snjórinn er að hörfa og undan sköfl- unum koma grænar nálar í ljós. Grágæsin er tíður gestur hér í hög- unum og kemur jafnvel alveg upp að húsinu okkar að kroppa í sig nálarnar í blómsturgarðinum. Það fer að styttast í sauðburð og um að gera að nýta tímann til að undirbúa allt fyrir kindurnar og lömbin þeirra svo allt gangi sem best. Búið er að þrífa burðarstíurnar og sótt- hreinsa vatnsrennuna þeirra og bara eftir að fylla stíurnar af þurrum hálmi. Kindurnar voru rúnar um daginn og nú sést berlega hverjar eru með þrjú lömb í sér. Allar voru þær sónaðar í febrúar og eru þær sjö sem ganga með þrjú lömb, þrjár sem ganga með eitt og restin er tvílemd. Það er deginum ljósara að ég þarf að vera með pelann á lofti að gefa ábót þeim þrílembingum sem á honum þurfa að halda. Jafnvel enda ég með heimalninga sem getur verið ansi mikil vinna en oft á tíðum skemmtilegt en krefjandi verkefni. Fyrstu lömbin eru væntanleg í lok apríl. Bestu kveðjur úr sveitinni og farið vel með ykkur! Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir. Lífið í sveitinni Systurnar Elín Rós og Ljósbrá Mist Bjarnadætur ætla að bjóða upp á rafrænt námskeið í jóga og styrk heima í stofu og ætla að láta 60% af innkomunni renna til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. „HSS er ekki tækjum og tólum búið til að geta sinnt COVID-19 sjúklingum og því höfum við systur ákveðið að leggja okkar af mörkum. 60% af innkomu okkar af þessu námskeiði mun fara í það að útbúa herbergi á HSS fyrir COVID-19 sjúklinga. Í þetta herbergi þarf monitora, bþr mæla og allt til alls. Það er nánast ómögulegt fyrir HSS að halda úti þeirri þjónustu sem nú er gert án styrkja og því finnst okkur það vera samfélagsleg skylda okkar að hjálpa til eins og við mögulega getum. Við þurfum á ykkur að halda svo þetta geti orðið að veruleika og vonandi að sem flest ykkar séuð tilbúin að leggja þessu verkefni lið,“ segja þær Elín Rós og Ljósbrá Mist á Facebook-síðu sinni þar sem þær auglýsa námskeiðið en það heitir Styrkur og Jóga heima í stofu. Þær hafa verið á fullu að taka upp efni á nám- skeiðin en alls verða tólf tímar settir inn á lokaða grúbbu á Facebook. Námskeiðið kostar 2500 kr. en þátttakendur mega greiða hærra ef þeir vilja en eins og fyrr segir mun 60% af tekjunum fara til HSS vegna COVID-19. Jóga heima í stofu til styrktar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja Systurnar Elín Rós og Ljósbrá Mist

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.