Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.2020, Page 13

Víkurfréttir - 02.04.2020, Page 13
13 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg. Er nýja heimilið þitt á Ásbrú kannski hjá okkur? Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is allt&ekkert Saknar smá enska boltans — segir Guðmundur Bjarni Guðbergsson. Hvað er það fyrsta sem þú gerir eftir að þú vaknar á morgnana? Að opna augun og reyna að muna hvaða dagur er í dag. Hlustarðu á útvarp eða eitt og eitt lag á Spotify? Yfirleitt hlusta ég bara á útvarp, en kemur fyrir að kveiki á 80‘s lista á Spotify. Hvað raular þú eða syngur í sturtu/ baði? Ég er það laglaus að ég get ekki hlustað á sjálfan mig syngja. Hvaða blöð eða bækur lestu? Ég er ansi latur að lesa, síðasta bók sem ég las, var Ferðin til tunglsins eftir Hergé. Ég las nýju þýðinguna og var að reyna að bera hana saman við eldri þýðinguna. Uppáhaldsvefsíða? Itsyourturn.com. Þetta er leikjasíða þar sem ég og nokkrir vinir mínir byrjuðu að tefla á fyrir um 20 árum síðan og við höfum haldið því í öll þessi ár. Ertu að fylgjast með einhverjum þáttum á Netflix eða öðrum streymis- veitum? Nei, ég er miklu meira fyrir bíómyndir, en það er alltaf verið að segja mér hvaða þætti ég ætti að horfa á. Núna er dóttir mín að hóta því að flytja ekki af heiman fyrr en ég er búinn að sjá Tiger King: Murder, Mayhem and Madness. Þannig að ég mun sennilega horfa á það núna í samkomubanninu. Uppáhaldskaffi eða te? Ég drekk mjög sjaldan te og kaffi drekk ég bara ef ég fæ viskí út í og þá er ég nokkuð sama um hvaða tegund kaffið er. Hvað er það skemmtilegasta sem þú horfðir á nýlega í sjónvarpi? Eftir að samkomubannið kom á, þá hef ég eytt meiri tíma fyrir framan sjón- varpið og finnst dagskráin ágæt. Þó ég sakni smá enska boltans. Það er samt einn þáttur sem ég finnst hafa slegið í gegn, það er Heima með Helga. Ég hef a.m.k. verið límdur við kassann síðustu tvö laugardagskvöld að horfa á hann. Hvað matreiðir þú ef þú vilt gera eitt- hvað gott fyrir makann? Ég elda eitthvað sem mér finnst gott. Fjóla er alltaf svo ánægð, þegar ég er saddur og sæll. Draumafríið þitt eftir að COVID-19 verður yfirstaðið? Þegar ástandið skánar, þá held ég að ég verði ekki í miklu stuði til að ferðast. En ég held að ég myndi vilja fara eitthvert til að komast í sól og sjó. Væri samt skemmtilegt ef það væri Karíbahafið eða Indlandshafið. Uppáhaldsverslun? Aliexpress. Gott úrval af vörum sem ég vissi ekki að ég þurfti og ég þarf ekki að óttast að smitast af COVID-19 þar. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Allir sjálfskipuðu sóttvarnasérfræðingar sem skjótast upp kollinum þessa dagana og vita allt betur en sóttvarnalæknir og liðið hans. Stóra fréttin síðustu daga sem ekki tengist COVID-19? Í raun þá eru 98% af öllum fréttum í dag tengdar COVID-19 á einn eða annan hátt. Stóra fréttin sem er að snerta mig, eru jarðhræringarnar hérna á Reykja- nesskaganum. „Eftir að samkomubannið kom á, þá hef ég eytt meiri tíma fyrir framan sjónvarpið og finnst dagskráin ágæt. Þó ég sakni smá enska boltans. Það er samt einn þáttur sem ég finnst hafa slegið í gegn, það er Heima með Helga,“ segir Guðmundur Bjarni Guð- bergsson. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Sjónvarpsperlur Víkurfrétta Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.