Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.2020, Page 18

Víkurfréttir - 02.04.2020, Page 18
18 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg. Haukur Hilmarsson er áhugaljósmyndari og kennir samfélagsfræði í Holtaskóla í Keflavík. Hann fékk ljósmyndabakteríuna sem krakki og segist hafa smitast af pabba sínum, sem alltaf átti flottustu græjurnar. Hvenær fékkstu fyrst ljósmynda- áhuga? Fékk bakteríuna sem krakki. Fékk fyrstu myndavélina 9 eða 10 ára. Hvað varð til þess að áhuginn kviknaði? Pabbi var með ljósmyndadellu og átti alltaf flottustu Canon vélarnar. Hver var fyrsta myndavélin þín? Fyrsta myndavélin var Kodak Instamatic 55x, með kasettufilmu og flasskubb. Fyrsta 35mm vélin var Chinon CP-7m. Áttu þér einhverja fyrirmynd í ljós- myndun. Uppáhalds ljósmyndara? RAX er fyrirmyndin. Hann var goð- sögn þegar ég var að mynda sem unglingur. Ég held líka svolítið upp á Spessa. Myndirnar hans segja svo skemmtilegar sögur. Hefur þú sótt einhver námskeið? Hafa þau hjálpað þér? Ég er að læra brúðkaupsljósmyndun í fjarnámi hjá New York Institute of Photography. Svo hef ég horft á hundruð klukkustunda af efni á Yo- utube. Slíkt hjálpar, en að vera iðinn við að taka myndir og gera tilraunir er besti skólinn. Hvað er í ljósmyndatöskunni þinni í dag? Canon 5d MkIII, 17-40mm, 24- 105mm, 70-200mm, allar f/4. Svo er flass, hreinsiklútur og nokkur auka- batterí. Hvað finnst þér skemmtilegast að ljósmynda? Hvaða tegund ljós- myndunar heillar þig mest? Mér finnst skemmtilegt að taka alls kyns myndir og skoða þær síðan mörgum mánuðum síðar. Þá finn ég alltaf einhverjar flottar og skemmti- legar myndir að vinna með. Landslag og kyrrmyndir í náttúrunni er ein- hvers konar hugleiðsla fyrir mig. Heillar mig að fá að fanga fegurð og kyrrð náttúrunnar. Ertu alltaf með ljósmyndavélina við hendina til að grípa augnablikið eða þarftu að setja þig í gírinn og fara í ljósmyndaleiðangur? Ég er aldrei langt frá myndavélinni. Tek hana oft með þótt hún verði ekki alltaf notuð. Svo tek ég skorpur þar sem ég sleppi ekki hendinni af vél- inni og tek mjög mikið af myndum. Ertu að notast við símann við myndatökur? Ég nota símann meira sem heil- mildasöfnun, t.d. tek myndir af við- fangsefnum og kem svo aftur með stóru vélina og tek myndina sem ég sá fyrir mér. Hvað er það sem skiptir máli í ljós- myndun? Veltir þú mikið fyrir þér myndbyggingu? Ég er oft að pæla í myndbyggingu og leikstýra, setja upp myndirnar mínar. En svo eru staðir og atburðir sem eru bara mómentið og þá er bara að taka nógu margar myndir og velja þá bestu. Tekur þú mikið af myndum í hverri myndatöku? Ég tek yfirleitt alltaf slatta af myndum. Það er af því að ég er bú- inn að venja mig á að taka of mikið og eyða frekar en að taka bara eina mynd og geta ekki notað hana. Áttu uppáhalds staði til að ljósmynda? Reykjanesið er frábært svæði og er uppáhaldið mitt af því ég er svo snöggur að komast á góða og mynd- ræna staði. Svo er svakalega gaman að veiða norðurljós og næturmyndir. Ertu að vinna með myndirnar þínar í tölvu? Hvaða hugbúnað ertu að nota? Ég vinn oft myndirnar mínar og ég nota hugbúnað sem heitir ON1 Photo Raw. Triumph Scrabler. Tók þessa mynd á stórsýningu Triumph í Birmingham árið 2007. ÁHUGALJÓSMYNDARINN HAUKUR HILMARSSON Landslag og kyrrmyndir í náttúrunni er sem hugleiðsla Ótrúlegur öldugangur í óverðrinu 14. febrúar 2020. Bryggjupolli. Sonur minn að fylgjast með makrílveiði við Keflavíkurhöfn. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.