Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.2020, Qupperneq 38

Víkurfréttir - 02.04.2020, Qupperneq 38
38 // VÍKURFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM Í 40 ÁR fimmtudagur 2. apríl 2020 // 14. tbl. // 41. árg. Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum var í orlofi á Spáni og þurfti því að fara í sóttkví þegar hann kom heim. Hann segir að það gangi ágætlega að aðlaga sig að aðstæðum á tímum Covid-19. Hvernig ert þú að upplifa ástandið í kringum COVID-19? Upplifunin er einkennileg að öllu leyti, enda hefur aldrei neitt sambærilegt komið upp áður. Hefurðu áhyggjur? Ég er bæði áhyggjufullur og vongóður. Það er full ástæða til að viðhafa ítrustu varúð, en á sama tíma ber maður mikið traust til yfirvalda sem virðast sem betur fer vera með góð tök á stöðunni. En ástandið er eigi að síður viðkvæmt. Hvaða áhrif hefur faraldurinn á þitt daglega líf? Hvernig eru dagarnir hjá þér núna? Hefur þú gert miklar breytingar í daglegu lífi? Dagarnir eru sannarlega öðru vísi en venjulega. Einkennast af fjarvinnslu, bæði með aðstoð fjarfundabúnaðar og síma. Eðli málsins samkvæmt er maður lítið sem ekkert á ferðinni Hefur þú þurft að gera miklar breyt- ingar varðandi þína vinnu? Starfsemin er á hægagangi, skert þjón- usta á öllum sviðum sveitarfélagsins. Allir fundir eru nú fjarfundir. Ert þú eða þitt fólk í sóttkví? Já, við hjónin vorum í orlofi á Spáni og þurftum því að fara í 14 daga sóttkví þegar við komum heim. Það er ekk- ert annað í stöðunni en að laga sig að þeim aðstæðum, og það gengur vonum framar. Hvenær fórstu að taka COVID-19 alvarlega? Það var ekki fyrr en eftir fyrstu vikuna í mars, að maður fór að átta sig á alvar- leika málsins. Hvað varð til þess? Með auknum fréttaflutningi gerði maður sér betur grein fyrir ástandinu, sem og var það all sérstakt að upplifa útgöngubann á eigin skinni. Hvernig ert þú að fara varlega? Með því að viðhafa þær varúðarráð- stafanir sem mælt er með, þ.e. forðast snertingu og halda fjarlægð Hvernig finnst þér stjórnvöld standa sig í sóttvörnum? „Þríeykið“ stendur sig vel og eru traust- vekjandi. Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum með tillögu stjórnvalda þegar kemur að innspýtingu í efnahagskerfið, lítið sem ekkert af þeim fjármunum ratar inn á okkar landshluta. Hér er þó þörfin brýn, ekki síst hvað varðar uppbyggingu HSS. Hvað finnst þér mikilvægast á þessum tímum? Að standa saman, fara að fyrirmælum og sýna æðruleysi. Finnst þér að sveitarfélagið þitt gæti gert meira? Hvernig finnst þér sveitar- félagið standa sig í þessum málum? Það má án efa alltaf gera betur. Þessa dagana er unnið að útfærslu á að- gerðum, sem vonandi mæta þörfum íbúa sveitarfélagsins sem og atvinnu- starfseminni. Er samkomubannið að hafa áhrif á þig? Já, það er t.d. búið að fresta einni jarðar- för sem ekki er unnt að hafa fyrr en síðar. Hvernig hagar þú innkaupum í dag. Notar þú netið meira? Ég nýti mér pöntunarþjónustu í auknu mæli. Hvað gerir þú ráð fyrir að ástandið muni vara lengi? Ég held að það muni líða langur tími þar til allt verður eins og áður var. Ég vona hins vegar að daglegt líf komist í eðlilegar skorður fyrir lok maí. Þegar faraldurinn er yfirstaðinn, gerir þú ráð fyrir að ferðast innanlands eða utan? Að svo stöddu eru engin ferðaplön, það bíður betri tíma að ákveða það. Bæði áhyggjufullur og vongóður ÁSGEIR EIRÍKSSON, BÆJARSTJÓRI Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM ÞURFTI AÐ FARA Í SÓTTKVÍ EFTIR AÐ HAFA VERIÐ Í FRÍI Á SPÁNI Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Ásgeir er liðtækur með trompetið. Hér leikur hann þekkt lag. Þið verðið að smella á myndskeiðið til að sjá og heyra :)

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.