Varnarmál - 01.06.1931, Page 4

Varnarmál - 01.06.1931, Page 4
4 sannleikann lýgi og lýgina sannleika hvar sem þeir eru í til- verunni. Enginn er sviftur persónulegu frelsi til að hugsa, tala og breyta sem honum sjálfum þóknast bezt, en hann verður að sætta sig við afleiðingarnar hverjar sem þær kunna að verða. Með tíð og tíma lærist að skilja það, að það hefur svo verið um alla eilífð, og verður svo um alla eilífð, að hver og einn verður sjálfur að leggja grundvöllinn til gæfu sinn- ar. Á því velta hin sönnu þroskaskilyrði til allrar fullkomn- unar um eilífar óendanlegar aldir. Guð sjálfur er málsvari sannleikans. Guð vill að sannleik- urinn um sig, um hið víðfeðma lögmál lífsins, og um öll sín börn í öllum heimum, sé fluttur og sagður öllum hispurslaust. Hitt, hvernig menn hagnýta sér hinn eilífa sannleika sér til eilífs þroska, er á valdi hvers eins. Þessi stöð okkar er jarðnesk samvinnustöð til notkunar fyrir hið göfugasta fólk á öðrum sviðum, sem hefur bundizt sterkum félagsböndum um það, að vinna Guði og ryðja sann- leikanum braut.- Ábyrgð sú, sem á okkur hvílir, er að fara rétt með hin opinberuðu orð Guðs sjálfs og starfsmanna hans í öðrum heimum, og að skirrast ekki við að útbreiða sann- leikann, hinn eilífa óbreytanlega sannleika, hvort sem einum eða öðrum á þessu jarðlífssviði líkar það betur eða ver. Við erum hér stödd til þess að vinna samkvæmt vilja. Guðs sjálfs en ekki manna. Guð sjálfur sleppir ekki hendi sinni af sínum eigin málum, hversu sem málum hans er traðkað með logn- um sakargiftum á hendur honum. Félagið »Sálarvörn« er nú víða. kunnugt um aðra heima, og- stendur nú föstum fótum á þeim grundvelli, sem Guð sjálfur bygði á morgni eilífðarinnar. Félagi þessu er því eng- in hætta búin af jarðneskum árásum, en þeim verður stór- hætta búin, sem dirfast að lýsa hinn eilífa sannleika Guðs lýgi, og reyna að vefja sig í nokkurra alda gömlum skáld- skapar tuskum hinna óvönduðustu manna. I riti þessu bi/rtist sannleikurinn frá fyrstu hendi. Bæði frá hinni heilögu hendi Guðs sjálfs, og frá hendi þeirra, er bendl- aðir voru við hin svo kölluðu kristnu trúarbrögð. Falla þá þessar umfangsmiklu umbúðir hins óviturlegasta skáldskap- ar saman, eins og hégómi, og verða að engu. Frá því félagið »Sálarvörn« var stofnað og þangað til síð- astliðið vor var Joheannes, sem hefur verið og er kallaður Jesús Kristur, formaður féiagsins og leiðtogi þess í andleg-

x

Varnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.