Varnarmál - 01.06.1931, Side 7
7
Nú þegar þess er gætt, að fólk þetta tók hugmyndir sínar
um Guð úr gömlum trúarritum sínum, þá er okkur kunnugt
um hve andlega þróttlausar þær hugmyndir eru, samræmis-
lausar og siðspillandi. Sá Guð, er menn hugsuðu sér á þeim
tímum, var grimmur, dutlungafullur og hlutdrægur. Var því
varla við öðru að búast, en að eitthvað af þeim hugmyndum
slæddust með, þegar farið var að semja sögu leiðtoga vors.
Nú var Öll saga hans stórkostlega. afskræmt skáldskapar-
smíði. Þótti því ekki úr vegi, samkvæmt gömlu hugmyndun-
um um Guð, að láta hann hafa séð fyrir því, og ákveðið það
áður, að leiðtogi vor skyldi verða tekinn af lífi. En til þess
að reyna að breiða yfir þann glæp, hugkvæmdist þeim að
láta Guð hafa ákveðið þetta til þess að endurleysa mannkyn-
ið. Þetta var, eins og öllum skynsömum mönnum gefur að
skiljaf aðeins til þess að bæta glæp á glæp ofan. En hug-
myndin var einkar handhæg bæði til að slá um sig, og eins
fyrir alla, sem kom það vel að syndga upp á náðina, án þess
sjálfir að verða að sönnum mönnum.
Nú tekur leiðtoginn sjálfur við borðinu, og flytur hér sín
eigin orð um þetta áhugamikla mál sitt.
2. — Víst er eg mörgum kunnur, þó nafnið sé eigi rétt. Án
sannleikans verður þó enginn sæll, því svo er lögmál Guðs.
Hitt stendur fólki til boða sem satt er, og er hið réttcu skífn-
arnafn mitt: Joheannes. Þetta er rétta nafnið, sem foreldrar
mínir gáfu mér. En svo voru það aðrir, er síðar gáfu mér
það nafnið, sem var, ásamt mörgum öðrum röngum sögnum
um mig, skrásett og látið gilda sem hið eina rétta.
Mikla hugarkvöl höfðu foreldrar mínir út af þessum ósönnu
sögum öllum, sem voru búnar til um mig. Eg hét því þá að
leiða sannleikann í ljós, yrði mér það mögulegt einhverntíma
á eilífðarbraut minni, svo heimurinn fengi rétta upplýsingu
um góðan Guð og mig.
Mikil og margbrotin er sú lygaflækja, sem valdafýknir
starfsmenn kirknanna hafa sett saman um mig. Þessar flækj-
ur urðu svo einkar handhægar fyrir öll trúarbrögð, því þær
mátti nota á ýmsan hátt eftir vild.
Sagt er að eg sitji í dýrð Guðs eftir upprisu mína, er á að
hafa verið ákvörðuð mér fremur en öðrum mönnum, svo ritin
gömlu rættust.