Varnarmál - 01.06.1931, Qupperneq 9
9
hann hafa legið um tíma í gröfinni áður. Þeir voru margir
skáldmæltir þá sem nú.
Um önnur kraftaverk, er eg á að hafa gert, svo sem að
seðja margt fólk, breyta vatni í vín og annað þess háttar, er
það eitt áð segja, að þau verk öll eru hin átakanlegustu ó-
sannindi. Eigi allur sá skáldskapur að vera hrós um mig, þá
ber mér að fyrirbyggja allan þann ósanna samsetning.
Þessi svo kallaða heilaga ritning er sölug, því sannleiks
gætir mjög lítið hjá mönnum þeirra tíma. Hún er samin á
ýmsum tímum, og af mjög misjöfnum mönnum. Mér er nú
kunnugra um þessar ósönnu og villandi frásagnir en ykkur
og öðrum mönnum, er nú lifa á jörðinni.
Verið fyrir Guðs skuld merkisberar sannleikans.
Ykkar eilíflega elskandi bróðir.
Joheannes, sonur hjónanna Jósefs og Ma/ríu.
II. Haraldur Nfelsson
á fundi 17. marz 1929.
Eg, Hal'aldur Níelsson, tek þá til máls á þessum fundi. Fé-
lagið »Vörn« hefur falið mér sem fyrri að minnast atriða, er
sett hafa verið í samband við leiðtoga vorn, Joheannes, sem
heimurinn nefnir Jesús. Hann er hér sjálfur með mér, en veit
ekki fremur en eg um fyrstu atriðin, er tengd eru við fæðing
hans, nema foreldra hans sögusögn, og annara sjónar- og
heyrnarvotta. Eg fer því eftir minni þessa fólks, þó enginn
geti sagt hvernig alls konar þvættingur myndast.
Það eru fyrstu atriðin, sem sett hafa verið í samband við
fæðingu hans, er mig langar til að minnast á.
Rétt er það, að foreldrar leiðtogans voru á ferð, er fæðing
hans bar að höndum. Voru þau þá stödd í Betlehem. Fyrir
hinu er aftur á móti enginn fótur, að þau hafi ekki fengið
pláss í gistihúsinu, því þau voru með þeim fyrstu, sem báðu
þar um gistingu þetta kvöld, er þau höfðu náð þangað frá
Nazaret. Nú bar svo við, samkvæmt öllum eðlilegum ástæð-
um, að María, hin góða kona Jósefs, fæddi sveinbarn nálega
samstundis og hjónin voru komin til gistihússins.
Frá Nazaret til Betlehem, og fæða undireins sveinbarn,
sem í þá daga þótti ekki lítils virði samkvæmt kenningu