Varnarmál - 01.06.1931, Side 15

Varnarmál - 01.06.1931, Side 15
15 rétt að strengja þess heit, að gera engum óverðskuldaðar get- sakir. Alvaldur góður Guð er sá, sem stýrir tungu minni, því tek eg svona á því, er eg tala um. Gjalda skyldi varhuga við að gera Guði rangt til, hversu verklega sem menn telja sig reiða til höggs við okkur þessa ósýnilegu, því sök verður sek- ur að mæta! Ekkert hægt að fela. Guði er kunnugt um alt. Gunnar Gunnarsson, áður prestur að Sauðanesi. VI. Séra Magnús Hákonarson á fundi 9. nóv. 1930. Eg, Magnús Hákonarson, áður prestur á Stað við Stein- grímsfjörð á fslandi, er einn af hinum mörgu, sem farnir eru til hins ósýnilega heims. Þess vegna einn þeirra bögubósa, er hinir holdguðu, skriftlærðu oflátungar þykjast ráða við, og jafnvel geta kveðið niður með krossmörkum yfirborðs kenninga. Það er sannleikur, að við erum engir stöðupollar nú orðið í synodu kenningakerfi heimsins. Áður, er eg var að flækjast við prestskap minn, gerði eg alt til að fylgja lagastaf lút- hersku kenningarinnar, því frið kaus eg þá fremur en mála- ferli. Það var ástæðan fyrir því að eg hékk við prestskapinn, þangað til orð góðs Guðs gaf mér hvíld frá þeim störfum, og lofað sé hans nafn að eilífu. Nú er engin ástæða til að vera fúll stöðupollur, er víðsýni er miklu meira. Vitum ofur vel að kall til yðar getur komið áður en þér búist við því, og gagnar þá ekki hrokinn í sérum Lútheranna. Jafnvel ekki þó hálaunaðir séu af innri missionar félaginu danska, og gorti af þess vizku. Leiðin, sem valin er af þeirrar stéttar kennimönnum, er í mesta máta lúaleg, og þeim öllum, er að henni standa, til meiri háðungar og syndar en bak þeirra þolir. Það er svo óguðlega á stað farið. Orð ráðlaus og röng, miðað við eilifan sannleikann, en honum verða þeir fyr eða síðar að lúta. Þannig fer oss öllum að lokum. Með hjartkærri kveðju til allra. Áður var nafn mitt þekt, og enn eru máske nokkrir, sem muna að Magnús Hákonarson var til.

x

Varnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.