Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 16

Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 16
16 VII. Þórhallur Bjarnarson á fwndi 23. nóv. 1930. % Góðu vinir góðs Guðs og okkar hinna ósýnilegu. Guð, eg hrópa á styrk frá þér. Það er vort traust að eiga þlg, alvaldi Guð, sem elskuríkan föður. Eg hef ekki gert vart við mig hjá ykkur um langt skeið. Ástæðan er þó ekki sú, að eg þyrfti að athuga hin fyrri orð mín, því þau eru álitin. rétt í báðum heimunum, og því rétt. það, sem við mér blasti þá. Eg kem nú til að minnast á blað- ið Bjarma, sem Ástvaldur Gíslason gefur út. Orðin frá hon- um, um málstað okkar, eru í alla staði óréttlát sem mentaðs manns. Hann er sjálfur að fræða um þessi mál, eins og heim- urinn áður og enn skilur þau. Nú vil eg áminna þig, Ástvaldur, um, að eitra ekki þitt síðara líf um of með röngum, meira en röngum dómum um orðalag og framsetningu áður þektra mentamanna, er sjálfir vita ofurvel að framsögn þeirra er ekki sem áður. Vil eg leit- ast við að gera ofurlitla grein fyrir því síðar. Þú veður aur- inn í axlir, er þú sezt í dómstólinn og dsemir hin eilífu mál okkar vond og röng. Þú veizt þó, að líkindum, að til eru þau öfl, er ráða við þig sem aðra. Maður stanzar við er maður sér slíka guðleysis vitleysu koma frá þeim er þó hangir við að fræða aðra, ef svo mætti að orði komast, en sem er þó í alla staði rangnefni sé litið á árangurinn. Eg segi þér undir eið að sá er hinn rétti Guð, sem »Ljóð og Ræður« geta um, og að hinn áður kunni leiðtogi vor er ekki leiðtogi lengur. Ósk hans, um allar þessar aldir, að fá lausn frá því að kallast frelsari, eða endurlausnari, v ar h o num v eitt. Undraðist eg stórum, er eg sá opinberunina í lok síðast- liðins septembermánaðar. Það var, er eg og fjöldi annara höfðum komið saman, til að lofa og vegsama góðan Guð fyrir handleiðslu hans á okkur öllum. Þekking mín var þá ekki sú, að mér væri með vissu kunnugt um, að einmitt þessi na-fn- kunni leiðtogi hafði verið kallaður það, sem hann hefur aldrei verið. Engu að síður var umhverfi hans fagurt, er eg kom fyrst til hans. Sjálfur hefur hann ætíð tekið það fram, að ekki sé hann annað en maður — en góður bróðir og vinur. Segir að menn eigi að elska og treysta góðum Guði einum,

x

Varnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.