Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 18

Varnarmál - 01.06.1931, Blaðsíða 18
18 við, er um fram alt annað verður að gefa gaum. Þá, að sjálf- sögðu, gleymist stílsmátinn að meira eða minna leyti. Fyrstu árin er jþó minnisleysið mest, meðan menn eru að venjast andrúmsloftinu og jafna sig eftir sitt fyrra líf. Skáldin tapa gáfu sinni um lengri eða skemri tíma, og er svo alment. Þetta ber ykkar heimi að taka til greina því það er rétt. Þér, Ástvaldur minn, ræð eg sterklega til að athuga betur orð þín, og láta enga óguðlega siga þér sem rakka á vonda hundavaðið. Guði forði þér frá að gera nokkurt rangt séð verk. Vertu æfinlega sannur og góður í orðum þínum um þá, er gerast boðberar sannleikans, samkvæmt sjón og reynd ei- lífa heimsins. Þinn eins og áður, Þórhallur Bjarnarson, fyrrum biskup yfir íslandi. Votta með gleði fyrir erindi vors góða biskups, sem veitir sólargeislum í sálir vorar, viðkomandi Guðs eilífu rétt-séðu málum. Steingrímur Þorsteinsson, áður kennari, nú vörður »Varnar« að Guðs ráði._ VIII. Helgi Hálfdánarson á fundi 6. des. 1930. Þá er settur þessi fundur. Lestu versin: Ó sú unun, o. s. frv., svo hinir nýju gestir fái að heyra þau. — Steingrímur. ❖ * * Aleinn góður Guð er sá, er störfum vorum stýrir. Það er því alvaldur góður Guð er við verðum fyrst og síðast að biðja og helga lífið. Það, sem eg fræði ykkur um, landsmenn góðir, kveður nú við annan tón en áður. Nafn mitt er Helgi Hálfdánarson. Það efni, sem eg valdi mér fyrir þessa stund, er um þá breytingu, sem stendur yfir í okkar heimi, og stendur til í hinum gamla. Maður hefur verið eins og á milli vita öll árin, og sinni vizku hefur hver fylgt eins og áður. Vizku, segi eg,

x

Varnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.