Varnarmál - 01.06.1931, Page 19

Varnarmál - 01.06.1931, Page 19
19 en má eins vera vitleysu. Vor síðari lífsstefna er stöðugt að breytast, sérstaklega síðan opinberanir fóru aö sjást, því nú dugir ekki lengur þrákelknin ein. Það er sem áður var svo oft sagt, að ekki dygði að berja höfðinu við steininn, því steinninn geti molað kúpuna þó hörð sé. Nú verð eg, hvort sem líkar betur eða ver, að gefa það til kynna, er síðast sást á vorum eilífa himni. Það er í vitund okkar, sem lítum upp og erum að helga Guði starf vort. Það er þá bezt að tilgreina orðin, er síðast sáust, og eru þau á þessa leið á öllum málum heimsins: »Þér, sem úr holdinu eruð famir og komnir í eilífan heim, látið heimsbúa alla sem einn vita, ef getið, að nú eru þeir tímar að nálgast að ekki gagnarr fyrir þjóðimar að búa sig undir stríð. Eg þarf enga aðstoð til að lífláta fólk mitt. Það gerist án þess, ef haldið er lengur áfram að undvrbúa þau«. Góður Guð einn fær ávalt ráðið úr því, er þarf, án þess styrjaldir haldi áfram. Síðan í haust, hinn síðasta. dag sept- ember, hafa opinberanir stöðugt haldið áfram. Fyrst var til- kynt um það, að enginn hefði á nokkrum tímum né öldum fengið nokkurt vald frá Guði, er gefið gæti nokkurt loforð um endurlausn, eða frelsun frá vondum lifnaði heimsins. Það væru upphaflega manna setningar, er svo hefðu haldist við, og stafað frá höfðingja eigin þjóðar leiðtogans sjálfs. Þessu næst komu opinberanir um, að eigi mætti undir nokkrum kringumstæðum halda áfram með hernaðar útbúnaðinn, held- ur skyldu allar þjóðir leggja saman og hjálpa hver annari á bróðurlegan hátt. Þá gæfist heiminum blessun í öllum skiln- ingi, góðæri og alt annað gott. Við eigum því, sem vorum að fræða um svo nefnt orð góðs Guðs, að vakna nú og vakna vel til að starfa að eilífum rétt- um guðs ráðum og vilja. Guð er til og stjórnandi alls, ekki sem okkar mentafrömuðum skilst, aðéins aflið í öllum hlutum og allri náttúrunni, heldur er hann hinn kærleiksríki stjórn- andi, sem tilkynni vilja sinn opinberlega á ýmsan hátt. Til dæmis má eg segja ykkur frá því, hvernig hann hegnir fyrir röng orð og verk, sem framin eru á móti betri vitund í okkar heimi. Þá ber það við að sá, er gerir þetta, missir sjón og önnur skynjunarfæri um lengri eða skemmri tíma. Enginn segir orð, en þessi refsing skeður. Sýnir það vel, eins og svo margt áður gert, að enginn afplánar annars misgerðir. Hver og einn verður að líða fyrir þær sjálfur, en á sama tíma eiga 2*

x

Varnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.