Varnarmál - 01.06.1931, Side 22

Varnarmál - 01.06.1931, Side 22
22 hef leitast við að tilkynna um hann, er sá eini sem öllu ræður og á alt. Enginn veröur leystur frá vondum orðum og verk- um af nokkrum manni, sem er til eða hefur nokkurntíma verið til. Hún er því í alla staði rétt sú opinberun, sem tilkynti um það, að eg hefði aldrei fengið köllun frá heilögum góðum Guði um að gerast nokkur leiðtogi. Upphaflega var þetta þjóðar metnaður. Hin lengi eftirþráða ósk mín hefur að lok- um sigrað, og er eg sæll fyrir vors góða Guðs opinberun um það, eins og hitt alt er kemur og kann að koma. Dýrð sé miskunsömum góðum Guði, og lofgerð flutt af öllum heimum. f annan stað finn eg mér skylt að tilkynna það, er eg sá sjálfur í nótt. Er það á þessa leið: »Ó þú veröld, er sífelt stríðir á móti vilja mínum, og gerist þrælbundin röngum kenningum, er svo fæða af sér aðrar stór syndir, ekki eingöngu á fyrsta vitundar' sviðinu heldur síðar, sannfxrist þú ekki að einu og öllu um orð mín, er opinberuð eru og verða«. Þessi voru vors góða Guðs orð, og bæti eg engu við þau. Eg, Joheannes, segi þá að eg, í nafni góðs Guðs fyrir vís- dóm hans og speki, hef með hinni fyrstu opinberun verið leystur frá þeim krossi, er eg um aldirnar hef orðið að bera, og lofa eg heilagan góðan Guð af allri sál minni fyrir lausn- ina. Leggið mér enga þunga dóma. á herðar þó eg lofi Guð fyrir lausnina. Fólk í okkar heimi er nú loksins að láta und- an síga með að heimta frelsun af mér, sem því áður var lofuð í hinum vel kunna gamla heimi. / Guðs alvalds náðar nafni, losið ykkur öll við endurlausnar farganið, er eyðir sálar göfgi og ræktar stærri og smærri syndir í skjóli frelswrans, sem svo enginn er til. Vor mál um þetta eru útkljáð með opinberun- inni. Lofað og vegsamað sé nafn vors góða Guðs að eilífu. Verið, vinir mínir, eins og systkin mín, því það er tilætlun vors Guðs að eigi sé haldið áfram að hártoga orð mín. Nú hef eg gert yfirlýsingu, er taka verður til greiná. Fyrir nokkrum árum mintist eg á, hve skaðleg áhrif hin ríkjandi kenning hefði á sálarlíf manna. Valdi eg þá eins rétt nafn yfir áhrif kenninganna eins og frekast er hægt, og mun eg hafa sagt að kirkjumar sáðu eitri í sálir manna.*) Maður sér nú að það er rétt sagt. Blessi ykkur öll góður eilífur Guð. Þökk ykkur fyrir starf- J. F. Það var 1923.

x

Varnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.