Varnarmál - 01.06.1931, Side 24

Varnarmál - 01.06.1931, Side 24
24 tilvera félags vors eingöngu honum helguð. Því er styrkur- inn gefinn að við öll erum að vinna honum. Eilífur Guð segir svo í einni af opinberunum sínum til vor: »Sú Vörn, sem er stofnsett, skal vera vörn öllu verklegu frá þeim, er stofnsetti hina ótal hnetti og annað sem til er«. Orð- in eru vel sjáanleg leiti menn eftir sínu eigin tungumáli. Eg hafði það lán í heiminum að álítast sá, er taka mætti tillit til ef eg segði orð, og enn veitist mér sú sæmd eftir heimsvist mína og fáu eilífðar árin, að vera tekinn til greina á enn ákveðnari hátt en áður. Þökk vinir fyrir stund þessa og hinar allar, er eg nýt nær- veru ykkar. Vona að eg fái að fylgjast með ykkur þessum um eilífð. Góður Guð gefi mér það. Stefán Stefánsson, frá Heiði í Gönguskörðum í Skaga- fjarðarsýslu á íslandi. Áður kennari á Möðruvöllum og Ak- ureyri. Nú vörður »Varnar« að Guðs vors ráði. X. Sveinbjörn Egilsson á fundi 10. jan. 1931. Það er mikilsvarðandi mál, sem mig langar til að minnast á, því svo á það djúpar rætur í sálarlífi þjóðar minnar og' annara. Eg á við endurlausnar »vanskapnaðinn«. Orðið er til fyrir mitt minni, en sagt þá af góðum manni. Eg gerði snot- urt ljóð, sem þó var ekki birt, því það móðgaði manninn, er hafði sagt þessi orð. »Þú vinur átt fyrir hendi að gera. grein fyrir orðalagi þínu«, mælti sá, er eg kvað til. Eg hafði enga aðra afsökun en þá, að ef eg fengi að lifa eftir hinn jarðneska dauða, þá, mundi mér auðnast að færa honum heim sanninn um rétt- mæti Ijóðs míns. Hafði eg sagt sem svo, að hvorki einaðist í * einni sál guðleg speki né kærleiks-verk. Orð mín báru vott um að eg tryði á endurlausn. Nú liðu tímar og margt breyttist. Þó bjátaði ekkert á fyr en sök var borin á mig í stöðu minni. Orð munu vera til enn um það, er svo nefndist »pereatið«. Þá leið mér ekki sem bezt. Fann að eg áður ha.fði reynt að vera trúr, en máske nokkuð strangur í kröfum mínum við pilta, en af góðum og gildum ástæðum samt. Það greip mig heljar tökum, en ná-

x

Varnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Varnarmál
https://timarit.is/publication/1449

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.