Varnarmál - 01.06.1931, Qupperneq 29
29
setti hann þá bænina á borðið. Hefur kona mín kunnað haná
jafnan síðan, og oft lesið hana við byrjun funda. Þetta var
löngu áður en félagið »Sálarvöm« var stofnað, sem frá er
skýrt í ritinu »Ljóð og Bxður«. En síðan hefur sambands-
starfi okkar aukist mestur guðlegur kraftur. Segjast starfs-
menn okkar í »Vörn« fá aukna orku og styrk við hverja árás
á mál Guðs.
2. Bæn:
Blessaði Guð. Þú sem ert minn elskurikasti faðir, móðir og
kcnnari. Láttu hinn heilaga kraft þinna alfullkomnu hugsana
wmvefja mig. Þú, sem hefur grundvcillcuð hið djúpvitrasta lög-
mál fyrir tilveru lífsins, þroska þess og eilífu ákvörðun. Þú,
sem annast um allar réttlátar og göfugar framkvæmdir til
eflingar þínu blessaða eilífa ríki. Eg bið þig um wku þinna
alfullkomnu hugsana, svo mér veitist ótakmarkaður styrkur
til eflingar hinu blessaða riki þínu, þér til dýrðar, mér til
andlegs þroska, og til .styrktar öllu lífi hins ótakmarkaða al-
veldis þins.
Þegcur eg bið þig, elskuríki réttláti Guð, er eg ekki að biðja
einhvern, sem ekki er til. Veit að þú ert mestur og sannastur
alls þess sem til er. Þvi halla eg mér að blessaða brjóstinu
þínu sem saklaust barn. Þar er skjól og friður, og þú heyrir
ófullkomnar bænir og metur þxr. Arnen. J. F.
3. þú Guð.
Þú Guð, vor faðir, annast himna’ og heima,
og hlusta/r eftir öllum lífsins þyt.
Þú Ijósið frá þér lætur til vor streyma,
og lánar það, sem skapað getur vit.
Þú Utur hátt og lágt um sólna raðir,
og Ijúfur hugsar dulspekinnar ráð.
Þú fyllir allar óskir, vonir, kvaðir,
að e ðli, þinni djúpu vizku háð.
Þú talar orð þó ekki þau vér hryrum,
og öllum verkum hagar þú sem bezt;