Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 2
Maður fær það út úr lífinu sem maður setur í það. Brandur Bjarnason Karlsson Gagnaöflun heldur áfram í málinu. Veður Fremur hæg suðlæg átt og hlýnar heldur. Víða bjartviðri, en að mestu skýjað austantil. Vaxandi sunnanátt seint annað kvöld. SJÁ SÍÐU 18 Synt í sjónum Sjósund nýtur mikilla vinsælda meðal landsmanna. Þessir sundkappar nýttu góðviðrið á suðvesturhorninu í gær og stungu sér í sjóinn í Nauthóls- vík. Ylströndin var opnuð aftur í lok maí eftir að létt var á sóttvörnum og verður opið daglega í sumar frá klukkan 10–19. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI COVID -19 Brandur lamaðist að mestu fyrir neðan háls fyrir rúmum áratug síðan og er þetta önnur ferð hans til Nepal að sækja sér hina óhefðbundnu endurhæfingu. Ætl- unin var að dvelja í höfuðborginni Katmandú í tæpa tvo mánuði en vegna COVID-faraldursins hefur ferðin dregist á langinn. Brandur segist allt eins eiga von á því að hann þurfi að dvelja í hálft ár í landinu. „Við erum bara lokuð inni. Við eigum flug heim 2. júlí en eigum allt eins von á því að heimför seinki um mánuð í viðbót. Þetta er auðvitað frekar leiðigjarnt en við höfum, miðað við aðstæður, haft það ágætt hérna úti og upplifum bara öryggi og kærleika,“ segir Brandur. Hann hefur dvalið ytra með frænda sínum, Ými Grönvold listamanni, og fjórum Hollendingum, sem aðstoða hann við æfingar og annað. Hann segist ekki hafa orðið var við annað en að COVID-19 farald- urinn hafi farið mjúkum höndum um Nepal. „Ríkisstjórn Nepals lokaði landamærum landsins mjög snemma og því hefur verið lítið um smit. Á móti þá hafa ekki verið umfangsmiklar prófanir hérna.“ Helsta áskorun landsins hafi verið að fá almenning til að hlýta tilmælum yfirvalda um félagsforð- un. „Fólk treystir yfirvöldum illa hér og hlýðir þeim þar af leiðandi ekki. Það þurfti að beita hörku til þess að fá almenning til þess að fara eftir þessum tilmælum. En þó varð maður var við að fólk var f ljótt að byrja að vera á ferli og litlar búðir stálust til að halda opnu.“ Eins og áður segir fór hann utan til þess að gangast undir meðferð hjá Rahul sem hefur þegar stóraukið lífsgæði hans. „Markmiðið er að styrkja alla vöðvahópa líkamans og ná eins miklum framförum og hægt er.“ Áður en hann hóf meðhöndlun fyrir rúmu ári hafði Brandur rýrnað mikið eftir um tíu ár af mikilli kyrr- setu. Samstarfskonur Rahul, Íris og Melissa,  sem eru  frá  Hollandi og Svíþjóð, hafa veitt honum mikið aðhald. „Það jákvæða við allt það sem hefur gengið á er að ég hef getað ein- beitt mér að meðferðinni og sinni henni um sjö klukkutíma á dag.“ Hann ætlaði að nota ferðina til þess að vinna með nepölskum frumkvöðlum sem hann kynntist í fyrri ferð en faraldurinn hefur gert það að verkum að ekkert svigrúm hefur verið til annars en að æfa. „Rahul er að mínu mati töframað- ur og þekking hans á mannslíkam- anum er ótrúleg. Frá minni fyrstu ferð til hans hef ég fundið fyrir byltingu á líkama mínum.“  Hann segist staðráðinn í að hætta ekki fyrr en hann getur dansað aftur en þó sé mikilvægt að stilla vænt- ingum í hóf. „Maður fær út úr lífinu eins og maður setur í það, ég horfi bara á næsta skref fyrir framan mig og vona að þetta ferðalag leiði mig á góðar slóðir.“ bjornth@frettabladid.is Verður líklega fastur í Katmandú í hálft ár Brandur Bjarnason Karlsson, sem er að mestu lamaður fyrir neðan háls, hélt til Nepal í lok febrúar til þess að gangast undir meðferð hjá „shamaníska“ nuddaranum Rahul. Kórónaveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn. INNKÖLLUN Á SWAGTRON SG5IIBK RAFHLAUPAHJÓLI Actus ehf. innkallar til uppherslu rafhlaupahjól af gerðinni Swagtron SG5IIBK vegna slysahættu sem af notkun þeirra gæti hlotist. Hætta er á að stýrið losni ef bolti sem heldur stýrisstöng losnar. Actus fer þess á leit við eigendur á þessu tiltekna módeli SG5IIBK að þeir hætti notkun á rafhlaupahjólinu strax og komi með það í uppherslu í Norðlingabraut 4 í Reykjavík virka daga á milli 9-13 eða fái leiðbeiningar um hvernig skuli staðið að uppherslunni. Innköllunin er gerð að frumkvæði Actus ehf og í samráði við Vinnueftirlitið. Hjólin voru seld í ELKO á tímabilinu mars til júní 2020 en allar nánari upplýsingar eru veittar í gegnum tölvupóst actus@actus.is eða í síma 517-1700. Actus biðst velvirðingar á þessum óþægindum. Brandur ætlar ekki að unna sér hvíldar fyrr en hann dansar á ný. DÓMSMÁL Útséð er með sættir á milli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra, annars vegar, og dóttur hans, Aldísar Schram, Ríkisútvarpsins og fréttamanns- ins Sigmars Guðmundssonar, hins vegar. Kom þetta fram í spurning- um Hildar Briem héraðsdómara til lögmanna viðkomandi í gær. Gagnaöflun heldur áfram í málinu og dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin. Eins og fram hefur komið krefst Jón Baldvin að fjórtán ummæli verði dæmd dauð og ómerk, sem látin voru falla í Morgunútvarpinu á Rás 2 í janúar 2019. Jón Baldvin gerir hins vegar aðeins fjárkröfu á Sigmar. – khg Útséð með að sættir náist FERÐAÞJÓNUSTA Gistinætur á hót- elum á Íslandi drógust saman um 86 prósent í maí á þessu ári sé miðað við sama mánuð í fyrra. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar voru gistinætur á hótelum 44 þús- und talsins í maí á þessu ári, í fyrra voru þær 315 þúsund í sama mánuði. Einungis um átta prósent rúma á hótelum hér á landi voru nýtt í maí síðastliðnum sem er rúmlega 37 pró- senta minni nýting en á sama tíma í fyrra þegar rúmanýting var 45,3 prósent. – bdj Mikil fækkun gistinótta í maí Nýting á rúmum var aðeins um átta prósent í maí. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN COVID-19 Ís land hafnaði í 22. sæti á lista yfir þau lönd sem talin eru vera öruggust með til liti til CO VID-19 far- aldursins. Innan Evrópu lenti Ís land þó í áttunda sæti. Listinn er byggður á greiningu sam takanna Deep Know led ge Group sem er stjórnað af fyrir tækjum og ó- hagnaðar drifnum fé lögum. Á list- anum er tvö hundruð löndum gefin ein kunn eftir 130 eigind legum og megind legum breytum. Í fyrsta sæti er Sviss og fylgja Þýska land og Ísrael þar fast á eftir en smit varnir þykja vera til fyrir- myndar í þeim löndum. Á hættu- mestu löndin eru aftur á móti Suð- ur-Súdan, Rúanda og Malí þar sem smit vörnum er á bóta vant. – kdi Ísland meðal öruggari landa 1 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.