Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 38
Fasteignagjöld hafa aldrei verið hærri og sveitarfélög geta ekki verið stikkfrí í hagstjórn. Skotsilfur Slítur samskipti við Suður-Kóreu Nú leggjast þjóðarleiðtogar og ríkisstjórnir um allan heim á árarnar með innspýtingum í efnahagslífið, til að halda fyrir- tækjum í rekstri og fólki í vinnu. Allt með það að markmiði að grynnka og stytta kreppuna vegna kórón- uveirunnar. Íslensk stjórnvöld hafa kynnt þrjá aðgerðapakka sem talið er að kosti í kringum 350 milljarða króna. Íslenska ríkið er vel í stakk búið til að takast á við þessa atburði, þar sem það hefur markvisst greitt niður skuldir á síðustu árum. Þessu er öfugt farið hjá Reykja- víkurborg, þar sem fram hefur farið fordæmalaus skuldaaukning í góðærinu sem nú hefur runnið sitt skeið. Þannig jukust skuldir borgarinnar um tæp 85 prósent að nafnverði á árunum 2012 til 2019 en eigið fé aðeins um tæp 19 prósent. Þar fór forgörðum gullið tækifæri til að safna í sarpinn. Einn af tekjustofnum sveitar- félaga eru fasteignagjöld. Til grund- vallar liggur fasteignamat, en hækkun þess í borginni hefur verið gríðarleg. Frá 2016 til 2021 hækk- aði fasteignamat um tæplega 60 prósent. Það hefur hækkað um 22 prósent frá síðustu borgarstjórnar- kosningum. Fasteignamat fjölbýlis í borginni hækkar um 2,4 prósent frá núverandi mati til næsta árs, í miðri kreppu. Fasteignaskattar eru sérlega ósanngjörn skattheimta þar sem hún leggst beint á eignir fólks og fyrirtækja og leggst á sama skatt- stofninn ár eftir ár. Hún er heldur ekki í neinu sambandi við afkomu þeirra eða skerta afkomu líkt og nú þegar fjöldi borgarbúa hefur misst störf sín og fyrirtæki misst tekju- stofna sína. Þessi hækkun gjalda er algjörlega úr takti við þær aðstæður sem ríkja í þjóðfélaginu. Í raun má segja að með því að halda álagn- ingarhlutfalli óbreyttu sé borgin að taka hluta af þeim aðgerðapökkum sem ríkið hefur kynnt og stinga þeim í vasann. Fasteignagjöld hafa aldrei verið hærri og sveitarfélög geta ekki verið stikkfrí í hagstjórn, líkt og aðal- hagfræðingur Samtaka iðnaðarins sagði í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag. Þau þurfa að aðstoða heimili og fyrirtæki við að takast á við afleiðingar efnahagsáfallsins. Hærri skattgreiðslur gera hið gagn- stæða. Borgin á hliðarlínunni  Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins Hvernig sem viðrar í su ma r bend a allar spár til þess að mjög þungbúið verði yfir hagkerf-inu. Væntingar sem margir atvinnurekendur höfðu til þessa árs eru orðnar að engu. Tæp 80 prósent forsvarsmanna fyrir- tækja eiga von á tekjutapi á öðrum fjórðungi þessa árs miðað við sama fjórðung í fyrra, samkvæmt nýlegri könnun sem framkvæmd var fyrir Samtök atvinnulífsins. Um fimmt- ungur stjórnenda áætlar að tekju- tapið verði 75 prósent eða meira, en í ferðaþjónustu áætla fjórir af hverjum fimm stjórnendum, tekju- tap af slíkri stærðargráðu. Nær þriðjungur forsvarsmanna fyrir- tækja telur að kórónukreppan muni vara lengur en eitt ár. Þessir stjórnendur hafa f lestir neyðst til að grípa til krefjandi aðgerða. Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir þurft að hugsa út fyrir kassann samtímis til að tryggja sér lífsviðurværi. Nú þegar hafa nýjar lausnir á sviði heilsutækni og fjarskipta reynst verðmæt tól í baráttunni við veiruna. Fleiri slíkar nýjungar eru á teikniborðum frumkvöðla víða um heim, sem eru þegar farnir að hugsa í lausnum um hvernig best sé að bregðast við þeim breyttu neyslu- og ferðavenjum sem við sjáum fram á í kjölfar farsóttar- innar. Framtíðin felur þannig í sér tæki- færi, en til skemmri tíma þurfum við að kljást við alvarlegar afleið- ingar áfallsins. Hvernig sem tekst til við að milda höggið er veruleikinn sá að þau verðmæti sem hið opin- bera treysti á að yrðu til í nánustu framtíð, verða mun minni en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Hvernig stoppum við í gatið? Mikill árangur hefur náðst við lækkun skulda ríkisins á síðustu árum og því hefur skapast svig- rúm til lántöku til að fjármagna tímabæra innviðauppbyggingu og fyrirséðan hallarekstur til skemmri tíma. Sértækar aðgerðir eins og hlutabótaleiðin og stuðningslán munu milda sársaukann fyrst um sinn, en framtíðarsýnin þarf að byggja á stefnu sem er uppbyggileg og hvetjandi fyrir atvinnulífið, hvort sem vel árar eða illa. Hið opinbera er nefnilega ekki sjálf bær rekstrareining í frjálsu samfélagi. Það er rekið með skatt- tekjum frá þeim sem standa undir verðmætasköpun; atvinnulífinu og einkaframtakinu. Þetta er stað- reynd sem oft vill gleymast. Í apríl stóð heildaratvinnuleysi í 18 pró- sentum samkvæmt Vinnumála- stofnun – um 7,5 prósenta atvinnu- leysi mældist í almenna bótakerfinu en ríf lega 10 prósent vegna hluta- bótaleiðarinnar. Þeim fjölgar ört sem þiggja tekjur frá ríkinu á meðan þeim fækkar sem standa undir framleiðslu verðmæta. Óljóst er hver staðan verður að sumri loknu, en víst er að ekki munu allir geta snúið aftur til starfa. Áætlað er að áhrif á rekstur ríkis- sjóðs verði neikvæð um 330 millj- arða á árinu 2020 vegna COVID-19. Í kjölfar síðasta fjármálaáfalls var aukin skattheimta talin meðalið við hallarekstri en skattheimta hér á landi er mikil, bæði í alþjóðlegum og sögulegum samanburði. Enn þyngri skattbyrði er ekki valkostur við núverandi kringumstæður. Útgjöld hins opinbera hafa að sama skapi vaxið og stóðu þau í 42 pró- sentum af vergri landsframleiðslu á árinu 2019. Þetta þýðir að ríki og sveitarfélög ráðstafa nær helmingi þeirra verðmæta sem verða til hér- lendis. Umsvifin eru orðin það mikil að einkageirinn mun ekki koma til með að standa undir þeim, í ljósi breyttra aðstæðna. Hið opinbera þarf því að hemja útgjöldin og hag- ræða í rekstri, rétt eins og atvinnu- rekendur hafa neyðst til að gera. Til að efnahagslífið geti tekið að blómstra á ný og haldið áfram að fjármagna það velferðarkerfi sem við erum aðnjótandi, þarf að standa fyrir aðgerðum sem eru vinsam- legar efnahagslífinu til langs tíma. Stefna stjórnvalda þarf að hvetja til nýsköpunar og fjárfestingar, sem að endingu leiða til framleiðslu verð- mæta og fjölgunar starfa. Yfirvöld hyggjast auka framlög og ívilnanir til nýsköpunarfyrirtækja, sem er jákvætt, en þegar allt kemur til alls er mikilvægast að almenn rekstrar- skilyrði séu fyrirtækjum hagfelld, skattar lágir og regluverk einfalt og skýrt. Þannig munum við stoppa í gatið. Stoppað í gatið  Þeim fjölgar ört sem þiggja tekjur frá ríkinu á meðan þeim fækkar sem standa undir fram- leiðslu verðmæta. Norður-Kórea hefur slitið á öll samskipti við Suður-Kóreu. Sérfræðingar segja að með því sé Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, að reyna að setja þrýsting á bandarísk stjórnvöld vegna efnahagslegra refsiaðgerða gegn landinu. Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu segir að Suður-Kórea hafi hagað sér með sviksamlegum hætti. Fyrir skemmstu sendu suður-kóresk hjálparsamtök Kóreu áróðursefni gegn ríkjandi öf lum í Norður-Kóreu. MYND/EPA Anna Hrefna Ingimundard. forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka at- vinnulífsins. Lager í fangið Bílaleigur hafa horft upp á algjört tekjutap eins og önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu. Margar eru tækni- lega gjaldþrota og sumar eru mjög skuld- settar, jafnvel með marga milljarða á herðunum. Ríkisbankarnir tveir, Ís- landsbanki, sem Birna Einarsdóttir stýrir, og Landsbankinn, eru ekki í öfundsverðri stöðu eftir að hafa fjármagnað öran vöxt undanfarinna ára. Segja má að bankarnir hafi í reynd haldið mörgum bílaleigum á floti fyrir kórónafaraldurinn, með því að ganga ekki að þeim þrátt fyrir þungan rekstur. Bankarnir þurfa að öllum líkindum að leysa til sín mörg fyrirtæki og taka á sig tap þegar þeir sitja uppi með lager af bílum sem ganga hægt út. Engin hagræðing Ekki er hægt að segja annað en að for- ysta Eflingar sé samkvæm sjálfri sér. Orðræðan er algjörlega í takt við gjörðir. Stéttarfélagið fer fram á miklar launahækkanir hjá hinu opinbera og atvinnurekend- um þegar hagkerfið er í frjálsu falli og vill ekki heyra minnst á nauð- syn hagræðingar. Stöðugildum hjá Eflingu hefur fjölgað úr 35 manns í 50 frá ársbyrjun 2018, um það leyti sem Sólveig Anna Jónsdóttir tók við sem formaður, og á sama tíma hefur launakostnaður aukist úr 354 milljónum króna í 584 millj- ónir. Það er 65 prósenta aukning í launakostnaði. Fáir geta leikið þetta eftir. Í eigin rekstri Hrönn Sveinsdóttir, stjórnarmaður í Kviku og fyrr- verandi fjármála- stjóri Vodafone, hefur hleypt af stokkunum fyrirtækinu Smart Fin- ance. Það annast fjármálaþjónustu fyrir minni og millistór fyrirtæki sem kjósa að úthýsa fjármálasviði sínu. Hún stofnaði Smart Finance ásamt Hildi Pálu Gunnarsdóttur og Katrínu Dögg Ásbjörnsdóttur. Þær þrjár störfuðu saman um árabil hjá Vodafone. Samstarfið gekk vel og nú reka þær saman eigið fyrirtæki í Katrínartúni. Hrönn hefur til dæmis setið í stjórn Almenna lífeyrissjóðs- ins og Húsasmiðjunnar. 1 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.