Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 34
Nám: Ég hóf grunnskólanám í Was- hingtin DC. fyrstu tvö árin. Gékk eftir það í skóla í Reykjavík og útskrifaðist úr Menntaskólanum við Sund árið 2001. Þaðan lág leiðin til Kaupmannahafnar þar sem ég lærði tannsmíði og vann þar sem slíkur í nokkur ár. Ferða- þjónustan hafði þó alltaf heillað mig og eftir að heim kom breytti ég alveg um stefnu. Bætti þá við mig BA-gráðu í ferðamálafræði frá Háskólan um á Hólum og nú síðast stjórnendanámi í HR. Störf: Sem barn og unglingur varði ég öllum sumrum í sveit í Skagafirði. Þar var gengið í öll sveitastörf bæði innandyra og utan. Síðar sinnti ég ýmsum verslunarstörf- um og störfum í ferðaþjónustu. Sem fyrr segir starfaði ég sem tannsmiður í Kaupmannahöfn áður en ég hóf störf hjá hug- búnaðarfyrirtækinu Godo árið 2015. Þar hef ég starfað sem rekstrarstjóri og tekið þátt í mjög skemmtilegum og lærdómsríkum árum uppbyggingar. Nýlega tók ég við sem framkvæmdarstjóri félagsins þannig að það eru spennandi tímar framundan. Fjölskylduhagir: Einhleyp og á 7 ára dóttur, Rún Ingvarsdóttir sem við barnsfarðir minn ölum upp saman. Katrín Magnúsdóttir tók nýlega við sem framkvæmdastjóri íslensk a hugbú n-aða r f y r i r t æk isins Godo, sem sérhæfir sig í lausnum fyrir ferðaþjónustuna og er með 40 starfsmenn í þremur löndum. Katrín segir hröðum vexti fylgja áskoranir og óhjákvæmilegt sé að bæði mistakast og þurfa að læra hratt. Hvernig finnst þér best að verja frístundum þínum? Ég á mikið af góðum vinum og góða fjölskyldu og finnst fátt skemmtilegra en að ferðast hér heima með þeim. Ég hef gaman af f lestu sem hleypir adrenalíninu af stað, hvort sem það eru skíði, brölt á fjöllum, rússíbanar eða hvað annað. Viðurkenni að kaffihúsin eru líka oft heimsótt með vinkonunum. Nærðu að halda jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs? Já, dóttir mín passar upp á skjá- tímann hjá mér og ég hjá henni. Þar er enginn afsláttur gefinn. Sveigjan- legur vinnutími gerir mér kleift að vinna stundum styttri vinnudaga, en aðra daga lengri. Það hentar mér prýðilega. Ég held að síðustu vikur hafi staðfest það hjá mörgum að það virkar vel að geta unnið heima og afköstin verða jafnvel meiri. Hver er mesta áskorun í starfinu? Godo hefur stækkað hratt síð- ustu ár og hefur starfsumhverfið því verið líflegt og skemmtilegt. Nú eru starfsmenn 40 talsins í þremur löndum. Hröðum vexti fylgja vissu- lega áskoranir og óhjákvæmilegt að bæði mistakast og þurfa að læra hratt. Áður gat maður haft puttana í öllu og ákvarðanir voru teknar yfir borðið, þar sem allir starfsmenn sátu saman á lítilli skrifstofu. Með fleira starfsfólk, flóknari verkefnum og sumum alþjóðlegum, breytist þetta auðvitað og meiri skipulagn- ing er nauðsynleg. Um leið verða til ný og stærri tækifæri sem við höfum verið dugleg að grípa. Hvernig er rekstrarumhverfið að breytast og hvaða tækifæri felast í breytingunum? Okkar lausnir og þjónusta hafa verið þróaðar fyrir ferðaþjón- ustuaðila, aðallega hótel, gististaði og ferðaskrifstofur, þar sem við bjóðum upp á ýmsan hugbúnað, s.s hótelbókunarkerfi, markaðs- torg fyrir ferðaskrifstofur en einnig rekstrarþjónustu á borð við verð- stýringu. Það er því ljóst að úrlausn- arefnin eru fjölmörg og breytingar þar á eru gríðarlegar þessa dagana. Tímabundið hefur ferðaþjónustan nánast lagst í dvala og róðurinn er því þungur hjá mörgum, eins og allir þekkja. Til lengri tíma litið sjáum við mörg tækifæri til að bæta okkar þjónustu því það mun reyna á hjá rekstraraðilum að aðlaga sig breytt- um tímum. Nú er mikilvægt að Ísland skapi sterka markaðsstöðu og að ferðaþjónustufyrirtæki séu vel undirbúin þegar heimurinn fer að ferðast á ný. Hér skiptir sköpum að ferðaþjónustufyrirtæki nýti tæknilausnir sem auka sjálfvirkni og hjálpa til við að mæta breyttu mynstri í ferðamennsku. Við sjáum mikil tækifæri í nýsköpun fyrir innlendan og erlendan markað. Við höfum verið að teygja anga okkar erlendis og munum gera það í enn meira mæli þó aðaláherslan hafi og muni vera hér heima. Við höfum skapað okkur algera sérstöðu í hugbúnaðar- lausnum fyrir ferðaþjónustuna og lagt mikla áherslu á góða þjónustu. Ég er fullviss um að það hefur fleytt okkur áfram og viðskiptavinirnir kunna að meta það. Þú getur verið með góðan hugbúnað en ef þjónust- an er léleg þá verður upplifun not- endans í takt við það. Þar munum við ekki slaka á þrátt fyrir meiri umsvif. Hvernig stjórnunarstíl hefurðu tileinkað þér? Ætli það megi ekki segja að hann sé mjög afslappaður og innan Godo ríkir frekar flatt skipurit og frjálsleg stemmning. Við höfum lagt áherslu á sjálfstæði starfsmanna, sveigjan- leika, að fólk fái tækifæri til að koma sínum hugmyndum á framfæri og að innan hópsins ríki traust. Það hefur alltaf verið mér mjög mikilvægt að starfsandinn sé góður og að fólki líði vel í vinnunni. Það má og á að vera gaman í vinnunni þó dagarnir séu vissulega mis- jafnir. Ánægður starfsmaður skilar góðu verki og góðri þjónustu og ég er viss um að við þrífumst öll best í jákvæðu starfsumhverfi. Ef þú þyrfti að velja annan starfs- frama, hvað yrði fyrir valinu? Mjög erfið spurning þar sem að ég sé mig hvergi annars staðar en þar sem ég akkúrat núna, en ætli ég myndi ekki fara enn meira í mannauðsmál. Fólk vekur áhuga minn því það er svo margbreyti- legt að upplagi og uppruna sem ég hef gaman að. Þeir sem vinna að mannauðsmálum verða að vera næmir á fólk, getu þess í starfi og einnig vandamál sem allir glíma við. Nú, eða kannski myndi ég bara snúa mér aftur að tannsmíðinni og rifja upp gamla takta þar. Úr tannsmíðum í hugbúnaðarlausnir Nú er mikilvægt að Ísland skapi sterka markaðsstöðu og að ferða- þjónustufyrirtæki séu vel undirbúin þegar heimurinn fer að ferðast á ný. Katrín Magnúsdóttir segist hafa áhuga á flestu sem hleypir adrenalíninu af stað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Svipmynd Katrín Magnúsdóttir 100% rafmagn nú í langtímaleigu Kynntu þér kosti langtímaleigu á sixtlangtímaleiga.is – hafðu samband við viðskiptastjóra Sixt í síma 540 2222 eða á vidskiptastjori@sixt.is Verð á Ampera-e Premium: 119.900 kr. mán. Innifalið í langtímaleigu: Þjónustuskoðanir Tryggingar og gjöld Hefðbundið viðhald Dekk og dekkjaskipti sixtlangtímaleiga.is 423 km. drægni samkvæmt WLTP staðli 1 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.