Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Börnin okkar fengu að fara í frisbí í görðum Parísar á meðan börnin í París fengu að ganga undir Seljalands- foss. Þetta voru góð skipti. Er það einelti að leita svara við spurn- ingum um milljarða verkefni sem er fjármagnað af skatt- greiðend- um? Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is BANNER-UP STANDAR Ódýr og einföld leið l að kynna þína vöru. Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is Lærðu að ljúga Það má segja að landsmenn iði í skinninu yfir væntanlegri bók athafnamannsins Björns Inga Hrafnssonar um kórónavei- rufaraldurinn á Íslandi. Verður fróðlegt að sjá hvort staðið verði við loforðin að ljóstra upp um alls kyns baktjaldaslagsmál. Björn Ingi var fenginn í Morgunút- varpið á Rás 2 í gær til að ræða bókina, allt mjög kurteislegt. Þeir sem hlustuðu gátu þó ekki annað en tekið eftir lagavalinu, áður en viðtalið hófst var það lagið Lærðu að ljúga með Nýdönsk sem inni- heldur textann: „Ef þú trúir því sem þér er sagt. Ef þú trúir því að þú vitir allt þá veistu ekki neitt.“ Norræna samstarfið Allt ætlaði um koll að keyra á vinstri akreininni þegar fréttist af því að einhver nafnlaus emb- ættismaður, einn af þessum sem stýrir Íslandi í raun, beitti sér gegn því að Þorvaldur Gylfason kæmist í fína stöðu á norrænum vettvangi. Í tölvupóstum leyfir embættismaðurinn sér að bulla í fulltrúum norrænna ríkja að Þor- valdur sé formaður stjórnmála- f lokks og sé ekki nógu hlutlaus. Verður það skandall ef viðkom- andi fær ekki áminningu. Annað hefði verið ef viðkomandi hefði sent norræna samstarfinu skjá- skot með þýðingu af Facebook- vegg Illuga Jökulssonar þar sem Þorvaldur segir: „Sjálfstæð- ismenn sem tala um lýðræði orka nú orðið á mig eins og nasistar að auglýsa gasgrill.“ Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins Við Sjálfstæðismenn óskuðum eftir því á síðasta borgarstjórnarfundi að ræða málefni Sorpu ásamt framkvæmdum á Gas- og jarðgerðarstöð- inni sem nú rís á Álfsnesi. Þrátt fyrir mikinn kostnað og umfang verkefnisins er mikil óvissa um framtíð og notagildi stöðvarinnar. Í borgarstjórnarsalnum, sem er eini opni umræðu- vettvangur borgarstjórnar, notuðu fulltrúar minni- hlutans tækifærið til þess að óska eftir svörum við ótal spurningum sem tengjast stöðinni, bæði umhverfislegs- og rekstarlegs eðlis. Framkvæmdin er komin eitt þúsund og sex hundruð milljónir króna fram úr áætlun. Stöðin á að framleiða moltu og metangas. Enginn samningur um sölu á metangasinu hefur verið undirritaður, lítil eftir- spurn er eftir metangasi og enn fremur er óvíst hvort moltan muni standast tilskildar kröfur sem til hennar eru gerðar. Því er raunveruleg hætta á að brenna þurfi gasið og urða moltuna. Sambærilegri stöð í Noregi var lokað fimm árum eftir opnun. Á áðurnefndum fundi óskuðu fulltrúar minnihlutans eftir svörum við ýmsum spurningum en fengu engin svör. Sumir brugðu á það ráð að spyrja aftur, en engin svör bárust. Í siðareglum stjórnar Sorpu segir orðrétt um hlutverk stjórnarmanna: „Þeir skulu bera ábyrgð gagn- vart íbúum höfuðborgarsvæðisins í heild og svara fyrir- spurnum almennings og fjölmiðla um störf sín með rök- stuðningi fyrir aðgerðum eða starfsemi þjónustu sem þeir bera ábyrgð sem kjörnir fulltrúar í stjórn Sorpu.“ Þrátt fyrir það hljóp fulltrúi Samfylkingar upp í pontu og sakaði alla þá sem spurðu spurninga um ítrekað ein- elti í garð borgarfulltrúa Vinstri grænna sem jafnframt er eini fulltrúi Reykjavíkur í stjórn Sorpu. Fyrir það eitt að spyrja spurninga. Er það einelti að leita svara við spurningum um millj- arða verkefni sem er fjármagnað af skattgreiðendum? Er það einelti að beina spurningum til kjörinna fulltrúa sem fá greitt fyrir ábyrgð og setu í stjórnum fyrir hönd borgarinnar? Þær vangaveltur skil ég eftir hjá borgar- búum Reykjavíkurborgar. Þetta er að minnsta kosti ný aðferð meirihlutans í Reykjavík til að kasta ábyrgðinni frá sér. Einelti í borgarstjórn Enn einu sinni skýtur nú upp kollinum umræðan um mikilvægi þess að ferða-menn sem heimsækja landið séu efnafólk. Slíkir gestir eyði meiru og dvelji lengur á landinu og séu því verðmætari og vel-komnari en aðrir gestir. Þetta er skrítin umræða. Störf í ferðaþjónustu eru ótrúlega fjölbreytt. Hér verða ekki aðeins til störf á fínum hótelum. Fjöldi starfa skapast líka á ódýrari gistiheimilum og bændur um allt land bjóða ferða- mönnum gistingu og aðra þjónustu á góðum kjörum. Þá treystir fjöldi veitingamanna frekar á viðskipti millistéttar og hipstera en stórefnafólks. Staðreyndin er sú að fjölbreytni í íslenskri ferðaþjón- ustu er orðin mjög mikil og markhóparnir sömuleiðis. Þá gleymist einnig sá mikli ávinningur sem vaxandi vegur ferðaþjónustunnar er fyrir alla íbúa landsins, óháð því hvort þeir hafa lifibrauð sitt af ferðamönnum. Hvort sem við búum á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni njótum við öll ávaxtanna af stærri markaði með nýjum tækifærum. Við fáum betri þjón- ustu á fleiri stöðum og það er skemmtilegt og jákvætt. Síðustu ár hefur höfuðborgin okkar iðað af lífi stærstan hluta ársins og verið full af alls konar fólki frá alls konar löndum að gera alls konar hluti, eins og alvöru höfuðborga er siður. Fæst af þessu fólki hefur verið milljarðamæringar, enda sú þjóðfélags- stétt ekki sérlega þekkt að því að deila kjörum með alþýðu manna, borða götumat úr bréfi eða hvítvín hússins í sólríku skjóli við valt borð úr Rúmfó. Lífs- gæði þess fólks eru að mörgu leyti gerólík lífsgæðum okkar hinna, sem fögnum því innilega að rekast á eþíópískan veitingastað á Flúðum. Víða um land hafa heimamenn byggt upp sannkallaðar ferðamanna- perlur. Á fallegum sumarkvöldum minnir stemningin fyrir neðan bakka á Húsavík á sjálfa Cinque Terre á Norður-Ítalíu – og kaffið er ekki einu sinni ódrekk- andi. Í þessu felast mikil lífsgæði fyrir fámenna þjóð sem hefur lengst af mátt þola einangrun og fásinni fram úr öllu hófi. Þessi nýja atvinnugrein okkar hefur ekki aðeins fært okkur aukin tækifæri til að njóta lífsins í okkar eigin landi heldur hefur ferðamannastraumurinn líka fært okkur nær umheiminum, rofið einangrunina og gert Íslendingum kleift að skoða heiminn á mun betri kjör- um en áður. Flugsamgöngur stórefldust, verð farseðla varð beinlínis hagstætt, og með Airbnb gátu heilu fjöl- skyldurnar þvælst um í Evrópu í margar vikur án þess að vera milljarðamæringar. Þar vorum við velkomin, ekki bara til að borða Michelin-stjörnur á vorrósabeði fyrir þúsund evrur á mann, heldur líka í vegasjoppur og fjölskylduveitingastaði, á kaffihús og götumarkaði. Börnin okkar fengu að fara í frisbí í görðum Parísar á meðan börnin í París fengu að ganga undir Seljalands- foss. Þetta voru góð skipti, og þau voru ekki skipti á ríkasta fólki Íslands fyrir ríkasta fólk heims. Það er sorgleg hagfræði að telja sannað að okkur farnist best að vera áfangastaður hinna efnameiri og það er hvorki gestrisni né djúp lífsspeki að velja sér vini eftir því hversu ríkir þeir eru. VIP Ísland 1 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.