Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 52
Tó n l i s t a r m a ð u r i n n Ásgeir gaf út sína þriðju breiðskífu, Sátt, í febrúar og ætlaði hann að verja mestum hluta ársins á tónleika- ferðalögum erlendis við að kynna plötuna. Árið hófst með mánaðar- löngu tónleikaferðalagi um Evrópu í febrúar og þaðan var haldið til Bandaríkjanna í byrjun mars þar sem einnig var fram undan mán- aðarlangt tónleikaferðalag. Þegar um vika var liðin af túrnum um Bandaríkin var kórónaveiran farin að láta verulega á sér kræla þar í landi, sem og í Evrópu, og að vand- lega athuguðu máli var ákveðið að aflýsa tónleikaferðalaginu og halda heim á leið. Öllum öðrum ferðum Ásgeirs út árið var einnig frestað, þar á meðal tónleikum í Japan, Ástr- alíu og fyrstu tónleikum Ásgeirs á Nýja-Sjálandi. Ásgeir varði næstu vikum hér heima þar sem hann lék fyrir aðdá- endur sína á streymistónleikum, t.d. á vegum Rough Trade í New York, ARTE, evrópsku menningar- sjónvarpsstöðvarinnar og Hljóma- hallarinnar í Reykjanesbæ. Ekki er útlit fyrir að Ásgeir spili utan landsteinanna fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári en tónlistin og þörfin fyrir að leika fyrir annað fólk kallar og því hefur Ásgeir ákveðið að fara í tónleikaferð um Ísland í júlí, þar sem hann leikur á 13 tón- leikum á 17 dögum. „Ég hef haft það alveg ágætt í þessu ástandi. Planið fyrir árið gjör- breyttist náttúrlega en það tók bara annað við. Ég hef verið að nýta tím- ann í að semja og taka upp og svo er ég búinn að vera að hlaupa mikið líka, Netflix er búið að vera góður vinur en ég byrjaði líka að læra þýsku og breytti aðeins til heima,“ segir Ásgeir. Hann segir að það kalli á sig að spila fyrir annað fólk og hlakkar til að kíkja í kaffi til landsmanna. „Ég held að þetta verði bara dásamlegt. Bæði verður gaman að spila og hitta alls kyns fólk en líka að geta keyrt þetta í rólegheitunum og skoðað landið í leiðinni. Ég hlakka mikið til.“ Hann bætir við að að hann taki aðeins meira með sér en gítarinn í ferðalagið. Ljós og hljóðkerfi og önnur hljóðfæri f ljóta með og mögulega detta inn gestaspilarar. „Við erum fljótlega að fara að byrja að æfa fyrir túrinn og þá kemur betur í ljós hvernig þetta verður nákvæmlega.“ benediktboas@frettabladid.is Hveragerði og Hrísey í stað Sydney og Tókíó Ásgeir ætlaði að vera á ferð og flugi úti um allan heim þetta árið til að kynna nýja plötu. Kórónaveiran varð til þess að hann þurfti að snúa heim frá Bandaríkjunum og aflýsa öllum tónleikum ársins. Reynslan að ferðast um landið, njóta ís- lenska sumars- ins og leika fyrir samlandana var svo góð að Ás- geir vildi ólmur grípa tækifærið og endurtaka leikinn. Fyrir tveimur árum fór Ásgeir í sams konar tónleikaferðalag. Þá prufukeyrði hann lög af plötu sem nú er komin út. Ásgeir hefur ekki setið auðum höndum í heimsfaraldrinum. Hann byrjaði að læra þýsku, breytti aðeins til heima hjá sér og skoðaði íslenska náttúru. Tónleikar Ásgeirs í júlí 10. Bæjarbíó, Hafnarfirði 11. Skyrgerðin, Hveragerði 12. Miðgarður, Hvolsvelli 15. Havarí, Berufirði 16. Seyðisfjarðarkirkja 17. Kaffi Rauðka, Siglufirði 18. Sæborg, Hrísey 19. Græni hatturinn, Akureyri 22. Félagsheimilið Hvammstanga 23. Sauðárkrókskirkja 24. Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði 25. Edinborgarhúsið, Ísafirði 26. Frystiklefinn, Rifi 1 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.