Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 14
Hreyfingin sem slík og hreyfingar- formið sem slíkt mun klárlega lifa þetta af og samfélagið líka. Hrönn Sveinsdóttir CROSSFIT „Við hættum ekkert að gera æfingarnar. Hvort það verði kallað CrossFit verður tíminn einn að leiða í ljós. En hreyfingin sem slík og hreyfingarformið sem slíkt mun klárlega lifa þetta af og samfélagið líka. CrossFit er ekki bara Greg Glassman þó að hann eigi nafnið og orðið,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi CrossFit Reykjavík. Stöðin er ein sú stærsta, ef ekki sú stærsta, hér á landi í CrossFit-sam- félaginu, en stöðin setti tilkynningu um að hún myndi ekki vera áfram hluti af CrossFit eins og það er, nema gerðar verði afgerandi breytingar. Ástæðan er hegðun eiganda og stofnanda CrossFit, Gregs Glassm- an. Rasískt tíst hans olli það mikl- um skaða að erfitt er að sjá hvernig íþróttin muni bera sitt barr á ný. Hann hefur vissulega beðist afsök- unar, en beiðnin dugar skammt til að slökkva þá elda sem brenna í CrossFit-heiminum. Enginn má nota orðið CrossFit í í nafni líkamsræktarstöðva sinna nema borga Glassman og höfuð- stöðvum CrossFit þrjú þúsund doll- ara á ári. Samkvæmt The New York Times borga 14 þúsund stöðvar um allan heim upphæðina fyrir að fá að nota nafnið CrossFit. Alls eru ellefu CrossFit-stöðvar skráðar á Íslandi á ja.is. Fjölmargar stöðvar víðs vegar um heim hafa aftengt sig nafninu, meðal annars stöðin sem þjálfari Katrínar Tönju Davíðsdóttur á og rekur og er ein sú stærsta í heimi. Sú hét Cross- Fit New England en heitir nú CFNE þar sem CF stendur fyrir Commun- ity Fit. Fæstir eigendur búast þó við að það aftengja sig CrossFit-nafninu muni breyta miklu. Aumur eigandi en sterk íþrótt CrossFit-heimurinn nötrar af reiði vegna orða eiganda og stofnanda CrossFit. The New York Times spyr hvort íþróttin geti lifað þetta af. Flestir eru þó sammála um að íþróttin sé sterkari en veikur eigandi. Sara Sigmundsdóttir, Katrín Tanja og Annie Mist, hafa tjáð sig um Glassman. „Sem betur fer þá er samfélagið okkar miklu sterkara en orð eins manns. Hann talar ekki fyrir okkur og þið getið treyst því að ég mun standa upp og berjast fyrir því sem er rétt fyrir okkar samfélag,“ skrifaði Sara. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Glassman ræðir við starfsmenn fyrir skemmstu. Hann hefur misst flesta styrktaraðila frá íþróttinni og stöðvar víðs vegar um heiminn vilja ekki lengur tengjast CrossFit og nota það ekki lengur í nafni sínu. MYND/GETTY Framtíðin óljós hjá þeirri bestu Greg Glassman svaraði tísti Institute for Health Metrics and Evaluation í Bandaríkjunum þar sem rasismi var sagður lýð- heilsuvandamál með því að skrifa „It’s FLOYD-19“. Hann hellti svo þvílíkum svívirðingum yfir Alyssu Royse, starfsmann Rocket Community Fitness stöðvarinnar sem er með aðild að CrossFit, að erfitt væri að hafa þau orð eftir hér. Katrín Tanja var ein fyrsta stór- stjarna CrossFit til að gagnrýna skrifin og birti skjáskot af sam- skiptum Glassmans og Royse. „Ég skammast mín, er vonsvikin og reið vegna þess sem hefur verið í gangi síðustu daga hjá samtökum sem ég hef stutt, lagt svo mikið á mig fyrir og verið svo stolt af að keppa hjá,“ skrifaði hún á Instagram. Fjölmargir hafa tekið dýpra í ár- inni en Katrín og Tia-Clair Toom- ey, sem hefur unnið CrossFit-leik- ana þrjú ár í röð, segist ekki vera viss um að geta keppt aftur undir merkjum CrossFit. Það fari eftir hvaða stefnu CrossFit taki. The New York Times spurði hreinlega í grein sinni hvort íþrótt- in myndi lifa þetta hneyksli af, en blaðið greindi frá því að 50 þeldökk- ir eigendur CrossFit-stöðva hefðu hitt Glassman á Zoom-fundi. Einn þeirra, Maillard Howell, sem á og rekur Dean CrossFit Gym í Brook- lyn, segir við blaðið að íþróttin sé ekkert minna en stórkostleg en það sé galli í kerfinu. Glassman eigi þetta allt 100 prósent og sé algjör einræðisherra. Margar ákvarðanir hans undanfarin tvö ár hafi lítið gert til að styrkja íþróttina, heldur aðeins grafið undan henni. Forbes fjallaði um málið á mánu- dag og sagði að tíst Glassmans hefðu aðeins skaðað íþróttina sem hann bjó til. Blaðið bendir á að það sé enn tími fyrir Glassman og fyrirtæki hans að snúa við og koma CrossFit í gegnum þennan storm. En fyrir íþrótt sem byggir á styrk, væri það aumt að þegja. „Við verðum að bíða og sjá. Það sem hann hefur gert og sagt breytir ekki því sem við höfum verið að gera undanfarin tíu ár. Það stendur, og við höldum áfram að gera það sem við höfum verið að gera, sem er að hér eru allir velkomnir og það er eitthvað sem við höfum talað um frá upphafi. CrossFit Reykjavík er fyrir alla,“ segir Hrönn. benediktboas@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Jón Finnbogason, for- maður íþróttanefndar Kópavogs og lykilstarfsmaður Arion banka, segir að skemmtilegur misskilningur hafi orðið til þess að hann hafi ekki tjáð sig um málefni körfubolta í Kópa- vogi. Fréttablaðið fjallaði um pistil fyrrverandi formanns körfubolta- deildarinnar í ársskýrslu félagsins í síðustu viku, þar sem fjallað var um stúkuna og að viðræður við bæjar- yfirvöld hefðu verið fyrir daufum eyrum. Þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til Jóns var svar hans ein- falt við kynningu blaðamanns: „Ég spjalla ekki við blaða menn,“ án þess að erindið hefði verið borið upp. Þetta segir Jón vera kostulegan misskilning. „Það sem olli ruglingi í okkar samtali er að í störfum mínum sem útlánastjóri hjá Arion banka hf., gilda strangar starfsreglur um að mér er óheimilt að ræða við blaða- menn eða tjá mig fyrir hönd bank- ans. Þannig er að ítrekað kemur fyrir að blaðamenn hafa samband við mig. Þar sem hringt var í mig á vinnutíma og í símanúmer sem afar fáir hafa aðgang að, þá taldi ég næsta víst að um væri að ræða blaðamann að skrifa viðskiptafréttir,“ útskýrir Jón sem kveður mistökin vera sín. „Með þessu er ég ekki að velta ábyrgð á þessum misskilningi yfir á blaðamann. Ég er að sjálfsögðu reiðubúinn til þess að fjalla um íþróttir í Kópavogi, eftir því sem ég best get í því tilviki sem hér um ræðir, enda óviðkomandi mínum störfum fyrir Arion banka,“ segir Jón, sem hefur skrifað ótal greinar um íþróttir í Kópavogi og átt fjöl- mörg samtöl við blaðamenn. „Sam- skipti mín við blaðamenn hafa verið góð og vona ég að svo verði áfram enda ber ég mikla virðingu fyrir þeirra störfum.“ – bb Jón talar víst við blaðamenn Jón Finnbogason. FÓTBOLTI Guðmundur Steinn Haf- steinsson samdi við KA í gær og skrifaði undir samning út sumarið. Guðmundur kemur frá RW Koblenz í Þýskalandi en hann verður 31 árs síðar í mánuðinum. Hann hóf feril sinn með Val en hann hefur einn- ig leikið með HK, Víkingi Ólafsvík, Fram, ÍBV og Stjörnunni hér á landi. Þá lék hann eitt ár með norska lið- inu Notodden. Sumarið 2017 skoraði Guð- mundur átta mörk í efstu deild með Víkingi Ólafsvík og árið eftir skoraði hann sjö mörk með Stjörn- unni. Alls hefur hann leikið 200 deildar- og bikarleiki á Íslandi og skorað í þeim 56 mörk. „Það er ljóst að koma Guðmundar mun styrkja sóknarlínu okkar liðs, en fyrsti leikur sumarsins er á sunnudaginn þegar strákarnir sækja lið ÍA heim. Við bjóðum Guðmund velkominn í KA og hlökkum til að sjá hann í gula búningnum í sumar,“ segir í tilkynningu frá KA. – bb Guðmundur Steinn í KA 1 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.