Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 36
Frásögn af því að ég hafi viljað sam­ þykkja tillögu frá Glitni en hafi verið borinn ofurliði í stýrinefnd er einnig af­ bökun á því sem gerðist. Það var annar sem mælti með því en ég taldi rétt að hún fengi umfjöllun á fundinum. Ég hef ekki látið ótta við auðjöfra stjórna gjörðum mínum, hvort sem í hlut áttu kröfu­ hafar í slitabú, aflands­ krónueigendur eða inn­ lendir aðilar. Á árinu 2016 kostaði einhver hluti aflandskrónueigenda þessa heilsíðuaug- lýsingu í erlendum og innlendum fjölmiðlum þar sem þeir kvörtuðu mjög undan meðferð Má Guðmundssonar, þáverandi seðlabankastjóra, á sér. Á síðustu vikum hafa birst greinar hér í Markaðnum um losun fjármagnshafta í til- efni af útgáfu bókar eftir Sigurð Má Jónsson um það efni. Í síðustu viku birtist svo grein eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætis- ráðherra, undir fyrirsögninni Það þurfti kylfu og gulrót. Eftir birtingu þeirrar greinar taldi ég nauðsynlegt að setja fingur á lyklaborð einu sinni enn í þessari lotu. Efnahagsleg áhrif Í grein fyrrum forsætisráðherra segir orðrétt: „ ... fjallar bókin um söguna á bak við einhverjar rót- tækustu efnahagsumbætur sem nokkurt ríki hefur ráðist í í seinni tíð. Aðgerðir sem á örskömmum tíma færðu Ísland úr því að vera þekkt sem gjaldþrota ríki (rang- lega) í að teljast eitt velstæðasta land veraldar … Fyrir vikið er Ísland í einstakri stöðu til að tak- ast á við efnahagslegar af leiðingar kórónu veirufaraldursins.“ Síst vil ég gera of lítið úr mikil- vægi þessara aðgerða en hér er of langt gengið. Það var öllum sem fylgdust með ljóst, að íslenska ríkið var ekki gjaldþrota eftir að Ísland lauk efnahagsáætluninni með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, og ríkissjóður fór í árangursríka erlenda lántöku á árinu 2011. Á f lesta mælikvarða hafði efnahags- leg staða Íslands batnað verulega áður en til uppgjörsins 2015 kom og hélt áfram að gera það á árunum á eftir, vegna hagvaxtar og við- skiptaafgangs sem áttu einkum rætur að rekja til aukinnar sparn- aðarhneigðar Íslendinga eftir fjár- málakreppuna og til vaxtar ferða- þjónustunnar. Þessi þróun ásamt hagstjórn og bættu regluverki um fjármálakerfið, stuðlaði að verulegri lækkun erlendra skulda þjóðarbúsins umfram eignir (hrein erlend staða), lækkun skulda hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga), uppbyg g ing u g jaldey r isforða, auknu eigin fé bankakerfisins og heilbrigðari samsetningu efna- hagsreikninga heimila, fyrirtækja og fjármálastofnana. Þetta eru allt mikilvægir þættir í þeim viðnáms- þrótti þjóðarbúsins sem við búum nú við og gagnast í glímunni við núverandi efnahagskreppu. Frá árslokum 2008 til loka síð- asta árs batnaði undirliggjandi, hrein erlend staða þjóðarbúsins um sem svarar einni og hálfri landsframleiðslu. Áætla má að uppgjör slitabúa fallinna f jár- málafyrirtækja á grundvelli stöð- ugleikaskilyrða, hafi bætt þessa stöðu sem nemur um 17% af lands- framleiðslu. Með öðrum orðum má rekja rétt rúm 11% af batanum til þessa uppgjörs. Hitt á að mestu rætur að rekja til viðskiptaafgangs og hagvaxtar á tímabilinu annars vegar og greiðslufalls og endur- skipulagningar skulda hins vegar.1 Þetta breytir því ekki að aðgerð- irnar 2015 sem sneru að slita- búunum voru mjög mikilvægar. Þar skiptir mestu að þær leystu g reiðslujaf naðar vandann sem sneri að uppgjöri slitabúa með hætti sem ruddi brautina fyrir almenna losun fjármagnshafta og það án þess að fjármálalegur stöð- ugleiki raskaðist og lagaleg áhætta raungerðist. Lagarammi og skipulag Í grein sinni fjallar fyrrverandi for- sætisráðherra um verkaskiptingu stjórnmálamanna og embættis- manna. Mér virðist að við séum sammála um ýmislegt í því sam- bandi. Mín sýn á þessa verkaskipt- ingu er að hún hljóti fyrst og fremst að markast af lögum sem kjörnir fulltrúar setja. Lögin afmarka vald- heimildir ráðherra, stofnana ríkis- ins og einstakra embættismanna. Í þessu tilfelli var málaflokkurinn á verksviði fjármála- og efnahags- málaráðherra, en hann þurfti auð- vitað stuðning forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans, til að f lytja stjórnarfrumvörp. Seðlabankinn sá um framkvæmd fjármagnshafta. Þá bar bankanum að vera ríkisstjórn til ráðgjafar um allt sem varðar gjaldeyrismál. Seðlabankinn gat veitt undanþágur frá fjármagns- höftum, en átti þá m.a. að horfa til mögulegra áhrifa á stöðugleika í gengis- og peningamálum. Til að veita veigameiri undanþágur til slitabúa föllnu bankanna, þurfti bankinn að hafa samráð við fjár- mála- og efnahagsmálaráðherra, sem bar að kynna efnahagsleg áhrif þeirra fyrir efnahags- og viðskipta- nefnd Alþingis, áður en undan- þágan var veitt. Það þurfti því tvö já, en tillagan þurfti fyrst að koma frá bankanum. Ljóst er af ofangreindu að hlut- verk kjörinna fulltrúa hlaut að vera afgerandi. Ráðherrar leiddu vinnu við losun hafta og kjörnir fulltrúar mörkuðu farveginn með lagasetn- ingu á Alþingi. Stýrinefnd undir formennsku fjármála- og efna- hagsráðherra og með setu seðla- bankastjóra og embættismanna úr forsætis- og fjármála- og efnahags- málaráðuneyti, samhæfði aðgerðir og afgreiddi tillögur áfram til efna- hagsnefndar ríkisstjórnarinnar undir formennsku forsætisráð- herra, en seðlabankastjóri sat að jafnaði þá fundi sem fjölluðu um þessi mál. Framkvæmdahópar og nefndir sem á mismunandi tímum unnu að tillögum um losun fjár- magnshafta, röskuðu ekki lögbund- inni verkaskiptingu. Þeir voru fyrst og fremst hugmynda- og tillögu- smiðir. Sá sem skipaður var í janúar 2015 og átti veigamikinn þátt í að koma málinu í höfn, fékk auk þess umboð frá stýrinefnd til að halda upplýsingafundi með kröfuhöfum. Að mínu viti var þetta gott skipu- lag sem virkaði sérstaklega vel eftir að það var virkjað að fullu í ársbyrj- un 2015 og það átti sinn þátt í því hversu vel tókst til. Viðfangsefnið var margbrotið og f lókið og það þurfti að samræma sjónarmið og að gerð ir og tryggja upplýsinga- streymi á milli þeirra sem málið varðaði innan ríkisins. Eðlilega komu upp mismunandi sjónarmið um eitt og annað. Heiðarlegar og hreinskiptnar umræður leystu oft- ast úr því og bættu mál í leiðinni. Þegar það dugði ekki til, kom það í hlut þess sem samkvæmt lögum hafði valdið að skera úr, ég varðandi stefnu Seðlabankans, ráðherrar varðandi stefnu ríkisstjórnar, þ.m.t. efni stjórnarfrumvarpa, og Alþingi varðandi lagasetninguna sjálfa. Ég man hins vegar ekki eftir veiga- miklu máli sem afgreitt var í stýri- nefnd í ágreiningi. Einstaklingarnir skiptu líka máli. Það er of langt mál að telja þá alla upp hér. Það er líka erfið „ef að sé og mundi sagnfræði“ að segja til um hvað hefði gerst ef einhverra tiltekinna einstaklinga hefði ekki notið við. Með þessum fyrirvörum get ég tekið undir það með Sig- mundi Davíð að framkvæmda- hópurinn sem starfaði á fyrri hluta árs 2015 var mjög vel skipaður. Ég hef heldur ekki legið á þeirri skoðun minni að það var happ að fá Sigurð Hannesson að þessu verkefni. Fyrir utan glöggskyggni hans og atorku auðveldaði það allt ferlið að vita að niðurstaða sem fékkst með honum var líkleg til að njóta stuðnings for- sætisráðherra. Þá má líka nefna hlut þeirra ráðherra sem komu mest að málinu. Fyrir utan einbeittan vilja beggja til að leiða málið í höfn með ásættanlegum hætti tel ég að mál- flutningur Sigmundar Davíðs hafi stillt væntingum kröfuhafa í hóf og að Bjarni hafi sýnt bæði festu og lipurð við að þróa raunhæfar lausnir í samvinnu framkvæmda- hóps, stjórnarráðs og Seðlabanka. Kylfan Fyrrverandi forsætisráðherra finn- ur að því í grein sinni að ég hafi í minni aðeins fjallað um gulrætur, þ.e. undanþágur á grundvelli stöð- ugleikaskilyrða, en hvergi minnst á kylfuna sem átti að skapa hvatana, þ.e. stöðugleikaskattinn. Í þetta les hann of mikið. Ástæðan fyrir því að ég fjallaði ekki um skattinn í þessari stuttu grein, er einfaldlega sú að yfir umfjöllun um hann í bók Sigurðar Más hafði ég undan litlu að kvarta nema þessari frásögn um að ég „hafi ekki mátt til þess hugsa“ að skattprósentan yrði yfir 30%, en mér hafði ekki tekist að grafa upp hvað lá að baki þeirri fullyrðingu. Mér þykir ekki ólíklegt að í umræðum um skattprósentuna á fundi stýrinefndar hafi ég nefnt 30% töluna, líklega sem meðal- skatt. Innlendar eignir búanna voru þá taldar vera tæplega sú tala og mikilvægt að skattprósentan tæki eitthvert mið af því, ef við áttum að halda þeirri góðu víg- stöðu sem fólst í því að aðgerðir tengdust lausn á gjaldeyrisjafn- aðarvanda. Á móti kom að skatt- prósentan þurfti að innifela eitt- hvað áhættuálag vegna óvissu og mátti ekki vera svo lág að eitthvert stóru búanna teldi sér beinlínis í hag að neita gulrótinni. Það er alla- vega af og frá að að baki hafi búið hræðsla við kröfuhafa búanna. Ég hef ekki látið ótta við auðjöfra stjórna gjörðum mínum, hvort sem í hlut áttu kröfuhafar í slitabú, afla- ndskrónueigendur eða innlendir aðilar. Að lokum voru það ráð- herrar sem tókust á um skattpró- sentuna enda skattamál á þeirra könnu. Niðurstaðan var 39% jaðar- skattur en 31,5% meðalskattur, að teknu tilliti til frádráttarliða. Hugmyndin um stöðugleika- skatt þróaðist innan framkvæmda- hópsins eftir að horf ið var frá áformum um almennan útgöngu- skatt og farið var að þróa þá þriggja skrefa lausn sem framkvæmd var. Það var í samræmi við það sem ég hafði rætt á fundum með ytri ráð- gjöfum í Washington og New York haustið 2014. Sigmundur Davíð snýr út úr því og segir mig fullyrða að ég hafi lagt fram heildstæða lausn. Svo var hins vegar ekki, því enn vantaði nokkur púsl sem voru lögð innan framkvæmda- hóps á fyrstu vikum nýs árs, m.a. í minnisblaði frá Seðlabankanum um þriggja skrefa lausn. Gjaldeyrisútboð Í grein sinni gerir Sigurður Már alvarlegar athugasemdir við að Seðlabankinn haf i ekki haldið gjaldeyrisútboð haustið 2015 og að sú ákvörðun hafi á endanum kostað skattgreiðendur tugi millj- arða. Staðreyndin er sú að það voru ekki forsendur til að halda slíkt útboð haustið 2015. Tillagan sem lögð var fyrir Seðlabankann að skoða, fól í sér f lókið útboð af því tagi sem hann hafði aldrei áður haldið. Við nánari skoðun kom í ljós að í útfærslunni fólst áhætta, sem hefði getað stefnt lánshæfis- mati ríkissjóðs í hættu. Hún fólst í áformuðum skuldabréfaskiptum sem hætta var á að lánshæfismats- fyrirtæki gætu túlkað, sem það sem á ensku er kallað „distressed debt exchange“ og þar sem af la- ndskrónueigendur héldu á ríkis- tryggðum bréfum gæti það hafa verið túlkað sem greiðslufall hjá ríkissjóði, þar sem brotið væri á samningi um að greiða að fullu á réttum tíma. Kostnaðurinn af því hefði orðið mun meiri en ein- hver reiknaður hagnaður útboðs sem átti eftir að halda. Ráðgjafar á sviði lánshæfismats vöruðu ein- dregið við því að þessi leið væri farin. Þá átti alveg eftir að útfæra f lókna lagasetningu um bindingu af landskróna, sem var hluti af þessu skrefi í losuninni. Allar meiri háttar ákvarðanir hvað þetta varð- aði hlutu umfjöllun í stýrinefnd og ráðherranefnd án ágreinings. Lokaorð Ekki verður lengra komist að sinni og er þó margt óleiðrétt í bók Sig- urðar Más. Má þar t.d. nefna frá- sögn af kvöldverði á Þingvöllum í júlí 2014, þar sem ég, öfugt við það sem fullyrt er í bókinni, ók sáttur af vettvangi með Lee Buchheit og Anne Krueger í bílnum. Einn- ig mætti nefna skekkta frásögn af þriggja manna fundi mínum með fjármála- og efnahagsmálaráð- herra og ráðuneytisstjóra hans sumarið 2014. Þá er frásögn af því að ég hafi viljað samþykkja tillögu frá Glitni, en hafi verið borinn ofur- liði í stýrinefnd, einnig af bökun á því sem gerðist. Það var annar sem mælti með því, en ég taldi rétt að hún fengi umfjöllun á fundinum. Ég kippi mér þó ekki mikið upp við þetta og það skiptir ekki miklu í stóra samhenginu. Verri þykir mér frásögn af Paul O‘Friel. Sigurður Már virðist telja hann einhvers konar óbeinan fulltrúa bandarískra kröfuhafa og leggur lykkju á leið sína til að gera það tortryggilegt að birst hafi mynd af honum og konu hans með Vigdísi Finnbogadóttur. Þess er hins vegar ógetið að Paul O‘Friel var á þessum tíma starfandi sendiherra! Þetta er síðasta grein mín í bili hér, þar sem verkefni nútíðar og framtíðar kalla. Til að gera almennilega grein fyrir losun fjár- magnshafta allt frá Avenssamningi á árinu 2010 til síðustu losunar afla- ndskróna á árinu 2019, þarf meiri greiningu gagna og lengri skrif en rúmast í Markaðnum. 1 Undirliggjandi, hrein erlend staða sleppir efnahagsreikningum fallinna fjármálafyrirtækja, enda afskrifaðist stór hluti skulda þeirra. Mat á áhrifum uppgjörsins á hreina erlenda stöðu þjóðarbúsins er að finna í Sérriti Seðlabankans nr. 10, desember 2016. Enn um aðgerðir 2015  Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabanka- stjóri 1 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.