Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 12
Sagan endalausa um ágæti kvótakerfisins heldur áfram. Sem fyrr skiptist hún í tvö horn;
milli þeirra sem beinna hagsmuna
hafa að gæta og hinna sem mjög
gagnrýnir eru á ágæti kerfisins. En
allir vita að kerfið er lokað forrétt-
inda- og sérhagsmunakerfi fárra
útvalinna, ásamt nýtingarstefnu
Hafró – sem hefur sýnt sig að hafa
nær engan árangur borið.
Það eru ekki andstæðingar kerfis-
ins sem hafa sig mest í frammi þessa
dagana; heldur sjálfskipaðir sótraft-
ar sem reglulega reyna að flikka upp
á laskaða ímyndina. Einn þeirra er
Brynjar Níelsson þingmaður, sem
hefur sérstaka þörf fyrir að koma
Samherja til hjálpar – á þeirra erfiðu
tímum.
Í nýlegri grein á Vísi.is skautar
Brynjar fimlega yfir sögu fiskveiði-
kerfisins og lætur staðreyndirnar
ekki þvælast of mikið fyrir. Brynjar
byrjar að taka það fram að þegar
kvótakerfinu var komið á 1984 hafi
frjálsar veiðar verið hér á Íslands-
miðum. Hið rétta er að frjálsar
veiðar voru aflagðar 1977, eða fimm
árum áður þegar hið svokallaða
skrapdagakerfi var tekið upp.
Lán í óláni
Þá nefnir Brynjar hversu lánsöm
við höfum verið að fara úr sóknar-
markskerfi og yfir í aflamarkskerfi
árið 1983. Hið rétta er að um ára-
mótin 1983–4 var skrapdagakerfið
lagt niður og blandað kerfi af la-
marks- og sóknardagakerfi tekið
upp. Útgerðir gátu þá m.ö.o. valið
hvort kerfið hentaði þeim betur. Á
árunum frá 1986–90 var meira en
helmingur alls þorskaflans veiddur
af skipum í sóknardagakerfinu.
Skipum í sóknarkerfinu gekk m.ö.o.
mun betur en þeim sem völdu afla-
markið.
Þá segir Brynjar það hafa verið á
árinu 1990 að framsal aflaheimilda
hafi verið tekið upp. Hið rétta er að
framsal aflaheimilda má rekja allt
til ársins 1984 og var þá bundið milli
skipa innan sömu útgerðar og síðan
innan sömu verstöðvar. Frjálsa
framsalið urðu síðan „vængir kvóta-
kerfisins“ eins og Kristján Pálsson,
fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins orðaði það svo fallega.
Hollvinasamtök
útgerðarmanna
Guðjón Sigurbjartsson við-skiptafræðingur, sjálfskip-aður í liði höfuðpauranna
sem alltaf velja að vera á móti
íslenskum landbúnaði, virkar
öfgafullur eða í hagsmunabaráttu,
ekki ólíklega launaður málaliði
andspyrnuhreyfingarinnar. Hann
sendir mér tóninn í makalausri
grein miðvikudaginn 3. júní sl.
Sagt er að þegar Jónas frá Hrif lu
var að komast til manns hafi hann
kosið bækurnar fram yfir púlið
við sveitastörfin. Þá á faðir hans
að hafa kallað í hinn bróðurinn:
„Kristján, komdu út með mér að
vinna, hitt helvítið liggur inni
og les.“ En Jónas gekk mennta-
veginn og lærði sér og þjóð sinni
til gagns og varð byltingarmaður
íslenskra stjórnmála og stóð alltaf
með bændum. Guðjóni hlýtur að
hafa verið ofgert í Hávarðarkoti í
Þykkvabænum, kartöf lubænum,
í æsku sinni og viljað lesa en ekki
lyfta þungum kartöf lupokum.
Guðjón lærði og virðist hafa lært
að reikna en hvort hann setur jöfn-
urnar rétt upp er önnur saga. Hann
neitar öllum rökum um vanda ESB-
bænda í notkun sýklalyfja í fóður
búfjár, og allt er betra og ódýrara
Kartöflupokinn varð
Guðjóni ofviða í æsku
Við gátum treyst hjúkrunar-fræðingum til að standa með okkur og ná tökum á
faraldrinum, þrátt fyrir að starfs-
aðstæður séu svo slæmar að margir
menntaðir hjúkrunarfræðingar
starfa ekki sem slíkir. Við þurfum
að treysta því að hjúkrunarfræð-
ingar séu áfram tilbúnir að setja
sig í hættu eftir opnun landsins.
Með f leira hjúkrunarfólk í fram-
línunni er öruggara að opna landið
Svona afstýrum við verkfalli hjúkrunarfræðinga með samningum
Guðni
Ágústsson
fyrrverandi
ráðherra
á Spáni og þar er maturinn ódýr.
En maturinn þar er afsprengi
launanna. Þar kostar 12 evrur að
klippa Guðjón, og rauðvínsf laskan
kostar sáralítið. Það er gott að vera
á íslenskum launum þegar maður
nýtur þessa hvort tveggja á Kanarí.
Ég veit að nú fer lítið fyrir hinum
þremur aðalandstæðingum land-
búnaðarins. Eða hvað heita þeir?
Jú, Andrés, Ólafur og Þórólfur, sem
líka lærði yfir sig í reiknikúnstum
hagfræðinnar. Þjóðin vill ekki flytja
grænmeti hingað frá Chile, hvað þá
hrátt kjöt héðan og þaðan, vegna
þess að læknarnir og prófessorar
heimsins, sem lærðu sér til gagns,
mæla gegn því og fólkið dásamar
okkar íslensku landbúnaðarvörur
fyrir gæði og heilbrigði.
En blessaður Guðjón heldur
áfram með stritið gegn heilbrigðri
skynsemi og kartöflupokinn er enn
í fangi hans og hefnigirnin. Kart-
öf lupokinn gerði marga strákana
í Þykkvabænum hrausta, og að
mönnum. Guðjón myndi sennilega
hlýða gamanvísunni sem snúið var
upp á félaga hans, Ólaf Stephensen,
því að fjórmenningarnir vilja að
allir hlýði þeim eins og Víði. Skáldið
kvað þessa gamanvísu til foringja
ykkar fjórmenninganna, Guðjón
minn!
„Gegnum nú Ólafi glaðir í lund/
gleypum það hrátt er hann sagði/ og
kaupum í matinn kínverskan hund/
með kórónuveirubragði.“
Þú ert mér sannarlega áttaviti,
Guðjón Sigurbjartsson. Ég veit að
rétta leiðin liggur fram hjá þínu
viskuborði.
Jón Þór Ólafs-
son,
þingmaður
Pírata
og fá f leiri ferðamenn. Með f leira
hjúkrunarfólk í framlínunni kostar
minna að f letja kúrfuna ef far-
aldurinn blossar upp aftur. Það er
þjóðhagslega hagkvæmt og varðar
þjóðaröryggi að hafa f leiri hjúkr-
unarfræðinga í framlínunni.
Það er skortur á starfandi hjúkr-
unar fræðingum og hann var
fyrirséður. Hjúkrunarfræðingar
hafa verið samningslausir í 15
mánuði. Eftir hátt í sjö ár án þess
að fá ásættanlegan kjarasamn-
ing. Eftir fimm ár frá lögum sem
bönnuðu verkfall þeirra svo yfir
10% þeirra sögðu upp. Eftir þrjú ár
undir samningi sem gerðardómur
þvingaði upp á þau. Og eftir að
setja sig í hættu í framlínunni við
að kveða niður COVID-faraldur-
inn, þá sjá hjúkrunarfræðingar
sig tilneydda til að hefja verkfall
22. júní, ef þeim eru ekki boðnir
samningar sem þeir geti sam-
þykkt.
Óásættanlega leiðin
Ímyndum okkur að eins og 2015
neiti sami fjármálaráðherra að
afstýra verkfallinu með samn-
ingum. Eftir það fái hann aftur
samráðherra sinn, Sigurð Inga
Jóhannsson, til að leggja fram
frumvarp um að banna verkfallið
með lögum, því aftur hefur hann
ekki sóma til að vinna eigin skít-
verk. Ímyndum okkur að aftur
samþykki meirihluti Alþingis lög
á verkfallið og aftur skrifi forseti
Íslands undir lögin. Ímyndum
okkur að aftur segi 10% hjúkr-
unarfræðinga upp störfum. Er
þetta ásættanleg leið? – Nei, við
getum komist hjá miklu tjóni með
því að sýna fjármálaráðherra strax
að óásættanlega leiðin er ófær.
Farsæla leiðin
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra getur kannski ekki þvingað
Bjarna Benediktsson fjármálaráð-
herra til að semja, en hún getur að
lágmarki lýst því yfir að hún og
Vinstri græn muni ekki styðja það
að setja lög á verkfallið. Því fyrr
sem hún gerir það því fyrr veit fjár-
málaráðherra að verkfallinu verður
aðeins afstýrt með samningum.
Þingmenn geta að lágmarki,
ef fram kemur frumvarp um að
setja lög sem banna verkfallið,
tafið lagasetninguna með málþófi
meðan landsmenn safna undir-
skriftum til forseta Íslands um að
skrifa ekki undir og skjóta málinu
í dóm þjóðarinnar. Forsetinn ítrek-
aði í vikunni að hann beiti aðeins
málskotsréttinum ef mikill fjöldi
undirskrifta safnast. Sem forseti
hafði Ólafur Ragnar Grímsson áður
sagt að líka þurfi miklar umræður
um lagasetninguna á Alþingi.
Forseti Íslands getur að lágmarki
leyft þjóðinni að hafa lokaorðið
frekar en fjármálaráðherra, sem
áður hefur sett lög á verkfall hjúkr-
unarfræðinga, vitandi að hrina
uppsagna var þegar hafin.
Að fjármálaráðherra bíði með
samninga þar til verkfallið er hafið
er glannalegt á tíma farsóttar og
opnunar landsins. Að þingmeiri-
hlutinn setji lög á verkfallið skap-
ar stórkostlega hættu á að hrekja
f leiri hjúkrunarfræðinga úr stétt-
inni en áður hefur sést. Að bjóða
hjúkrunarfræðingum samning
sem þau geta samþykkt mun sam-
stundis bæði afstýra verkfallinu
og fá f leiri hjúkrunarfræðinga til
starfa í framlínunni fyrir okkur. Er
það ekki farsælasta leiðin áfram og
upp á við úr farsóttinni?
Atli
Hermannsson
smábáta-
eigandi
Fast þeir sóttu sjóinn
Ástæðan var sú að í byrjun af la-
marksins árið 1984 fór aðeins
þorskur í kvóta. Margar kvótalitlar
útgerðir kepptust þá við að veiða
þorsk sem gjarnan fékk nafnið ýsa
þegar landað var, því ýsan var utan
kvóta. Þegar ýsan fór síðan í kvóta
fengu hinar sömu útgerðir því
drjúgan ýsukvóta. Þær gátu þann-
ig haldið áfram að veiða þorsk og
bætt ýsu við – sem e.t.v. fékk nafnið
ufsi, steinbítur, keila eða langa við
löndun. Þegar þær tegundir fóru
ein af annarri í kvóta fengu þessar
útgerðir úthlutað í samræmi við
meinta veiðireynslu – altso fölsuðu
löndunarskýrslurnar. Þegar allar
helstu botn- og bolfisktegundirnar
voru komnar í kvóta var hluti f lot-
ans sem valið hafði kvótaleiðina því
með svo brenglaða veiðireynslu að
það var ekki viðlit að veiða eftir
henni.
Gjafakvótinn
Þá segir Brynjar að við upphaf
kvótakerfisins hafi Samherji ólíkt
mörgum öðrum haft litlar sem
engar veiðiheimildir. Þetta stenst
heldur ekki. Því þeirra fyrsta skip,
Akureyrin EA 10, fékk tæplega 3.400
tonna kvóta, 1.380 tonna gjafakvóta
auk 1.997 tonna skipstjórakvóta
Þorsteins Vilhelmssonar, að verð-
mæti ca 10 milljarðar í dag.
Brynjar bætir við að eftir 1990,
þegar markaður var kominn á með
veiðiheimildir, hafi Samherji tekið
mikla áhættu og keypt af laheim-
ildir jafnt og þétt. Ég set spurningar-
merki við að þeir Samherjar hafi
tekið mikla áhættu; því sagan segir
að þeir hafi ekki lagt fram neitt eigið
fé, aðeins lánsfé frá Landsbank-
anum með ábyrgð frá Akureyrarbæ.
Markmið stjórnvalda með frjálsa
framsalinu 1990 var að stuðla að
hagræðingu og ekki síst að minnka
flotann. Til að liðka fyrir fylgdi því
sérstök skattkerfisbreyting sem
kom þeim vel sem betri aðgang
höfðu að bankakerfinu. Öll kvóta-
kaup var hægt að eignfæra og
afskrifa 20% á ári. Afskriftirnar
lækkuðu smám saman og enduðu
í 6% árið 2003. Megnið af þessum
viðskiptum fór einnig fram á geng-
inu +/- 200 kr. kílóið, sem í dag er
nálægt 3.000 kr. Þess eru dæmi
að þeir sem duglegastir voru að
kaupa og afskrifa borguðu nær
engan tekjuskatt á þessu tímabili.
Skatturinn sá um að greiða nýju
aflaheimildirnar.
Einstakur árangur?
Þá segir Brynjar að núverandi fisk-
veiðistjórnarkerfi hafi reynst vel,
sjálf bært kerfi öfugt við það sem
gerist hjá öðrum fiskveiðiþjóðum.
En þegar samdráttur í heildarafla
frá aldamótum er borinn saman við
samdráttinn í Noregi og fiskveiði-
þjóða innan ESB er samanburður-
inn okkur óhagstæður. Samdrátt-
urinn hjá okkur hefur m.ö.o. verið
umtalsvert meiri hjá okkur en þeim.
Á 25 ára tímabili frá árinu 1950
til 1975 var þorskaflinn að meðal-
tali 438 þúsund tonn. Það var í
kjölfar Svörtu skýrslu Hafró 1975
að markviss „uppbygging“ á okkar
helstu fiskstofnum hófst. Eftir 45
ára uppbyggingu okkar færustu
„sérfræðinga“ er árlegur þorskafli
nú aðeins rétt liðlega 200 þúsund
tonn – og á niðurleið samkvæmt
togararalli Hafró frá því í mars.
Við erum þar fyrir utan búin með
loðnuna, innfjarðarækjuna, úthafs-
rækjuna, humarinn, úthafskarfann,
djúpkarfann og mest allan flatfisk
allt í kringum landið.
Þetta er sagt vera „einstakur
árangur“ og því ekkert skrítið að
aðrar þjóðir séu sagðar horfa öfund-
araugum til okkar.
Keyrður 45.000 km
Metal stream litur
Dráttarkrókur
Hjólafestingar á toppi
18”felgur
Svört leðursæti
Dökkar afturrúður
Hiti í stýri
Rafdrifið sæti ökumanns
GPS
Þráðlaus hleðsla fyrir síma
4 ára ábyrgð
Bíllinn hefur farið reglulega
í þjónustuskoðun.
Kia Niro hybrid 2017 til sölu!
Ásett verð er 3,2 millj.
Upplýsingar gefur Gestur gsm.698 4464
• •
• •
• •
• •
•
• •
•
•
1 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð