Fréttablaðið - 10.06.2020, Blaðsíða 32
Þeir sem eru
með meltingar
óþægindi ættu
að prófa að
breyta matar
æðinu.
Áttu í vandræðum með meltinguna? Það eru til ein-föld ráð til að bæta meltingu
án þess að gleypa í sig fæðubótar-
efni eða lyf. Mataræðið skiptir þar
meginmáli. Reyndar er það svo að
það hentar ekki öllum það sama og
oft þarf fyrst að greina vandamálið.
En til að róa meltinguna er rétt að
breyta mataræðinu og leggja meiri
áherslu á trefjar. Ávextir og græn-
meti eru besti kosturinn og ætti að
borða ríflega af þessum neyslu-
vörum daglega, sumir segja 500
grömm. Einnig skal velja gróf brauð
í stað þess hvíta.
Næringarfræðingar hafa líka
bent á að unnar kjötvörur og sykur
ætti ekki að vera á borðum fyrir þá
sem eiga í vandræðum með melt-
inguna. Skiptið því út fyrir ávexti,
grænmeti, rótargrænmeti þar með
talið, hnetur, fræ og ber. Með slíku
fæði fær líkaminn að auki mikið af
trefjum, vítamínum og andoxunar-
efnum, sem eru góð fyrir hann.
Frosin ber og grænmeti eru ekkert
síðri kostur en ferskmeti.
Matur fyrir meltinguna
8 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . J Ú N Í 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U RNÆRING, HEILSA OG LÍFSSTÍLL
Þegar við léttumst öndum við frá
okkur aukakílóunum. MYND/GETTY
Þegar fólk tapar fitu fer meiri-hlutinn af þyngdinni út um lungun, samkvæmt rannsókn
sem birtist í Breska læknatíma-
ritinu (e. British Medical Journal)
árið 2014.
Rannsakendur gerðu könnun
sem sýndi að flestir töldu að þegar
fólk tapaði fitu færi hún úr líkam-
anum í gegnum svita, hland og
aðra líkamsvessa. Þeir segja hins
vegar að í raun og veru fari 84% af
allri fitu sem fólk tapar úr líkam-
anum, út í gegnum lungum.
Þeir taka dæmi af manni sem
vill tapa 10 kílóum og segja að til
þess muni hann missa 1,6 kíló í
gegnum líkamsvessa og að 8,4 kíló
muni umbreytast í koltvíoxíð og
fara út um lungum.
Aukaþyngdin
gufar upp
Nauðsynlegt er að bera sólarvörn á
börn jafnt sem fullorðna.
Sólin skín og þá þarf að huga að sólarvörninni jafnt fyrir börn og fullorðna. Jafnvel
þótt engin sé sólin, er nauðsynlegt
að verja húðina fyrir útfjólubláum
geislum hennar. Sólarvörn er
nauðsynleg fyrir húðina á sumrin
en hún ver hana gegn sólskaða,
húðkrabbameini og öldrun.
Það langar engan að brenna, en
besta vörnin gegn því er að bera
á sig sólarvörn sem er SPF 30 eða
sterkari. Ef fólk hefur haft húð-
vandamál, til dæmis greinst með
sortuæxli, ætti það að hafa mun
sterkari vörn, eða forðast sólina,
eftir því sem norskur sérfræðingur
segir. Þá ætti að velja góða sólar-
vörn sem endist lengi á húðinni og
fer ekki af í vatni. Ef fólk er úti allan
daginn þarf að bera á sig tvisvar
til þrisvar á dag. Þetta gildir fyrir
börn ekki síður en fullorðna.
Hreinsa þarf sólarvörnina vel af
andlitinu á kvöldin. Eftir sólar-
dag ætti að nota góð rakakrem
fyrir nóttina. Ekki gleyma að nota
sólgleraugu til að verja augun og
jafnvel hatt til að verja hárið. Börn
ættu að hafa þunna húfu og sól-
gleraugu.
Vörn gegn
sólinni