Spássían - 2010, Blaðsíða 33

Spássían - 2010, Blaðsíða 33
33 komum fram við sjúklinga, það segir allt um okkur. Hvort við komum fram við þá eins og jafningja, hlut eða viðfang og hvort við aðgreinum þá frá okkur til að sanna fyrir sjálfum okkur að við séum ekki svona.“ Einn daginn þegar pabbi hans fór með hann i jarðarför gamals samstarfsfélaga óskaði hann aðstandendum hjartanlega til hamingju. Vissi af reglunum en gleymdi því jafnharðan að hann væri staddur í jarðarför. Sáralítill munur á afmælisveislum, brúð- kaupum og jarðarförum ef að- eins er dæmt út frá því sem fyrir augu ber. Kökur og spariklætt fólk. (Algleymi, 22) Minnisleysi leiðir oft til fáránlegra aðstæðna sem geta orðið bráðfyndnar og Hermann nýtir sér það um leið og hann byggir á eigin reynslu og ann- arra af minnisleysi. „Ég þekki mikið af skrítnu fólki, geðveiku og minnislausu. Alzheimer, geðveiki og minnisleysi er ástand sem inniheldur óhugnanlegar þversagnir fyrir okkur hin. En það léttir lífið ef fólk hefur húmor fyrir því sjálft.“ Minnisleysi er þó ekki bara fyndið heldur líka sorglegt og ógnvekjandi. „Heimurinn er ógnandi í þessari bók“, segir Hermann um Algleymi. „Það er aðsóknarkennd í henni.“ Með árunni sem kemur yfir mig þar sem ég sit við lesturinn fylgir óþægileg kennd um að ég sé tákn eða með einhverjum hætti verkfæri einhvers. Mér finnst ég hringsnúast í hrærivél. (Algleymi, 115) Hermann segir að Algleymi loki á vissan hátt hringferli sem hófst með Níu þjófalyklum og hélt áfram í Stefnuljósum. Hann sé eiginlega kominn aftur á byrjunarreit. „Ég er að reyna að kveðja þetta blessaða fólk“, segir Hermann um sögupersónurnar Guðjón og Helenu sem hafa mátt þola margt í þessum sögum og eru samkvæmt þessu fastar í hringrás þeirra um alla eilífð. Reyndar er athygli lesandans sífellt dregin að þeirri staðreynd að persónurnar eru leiksoppar höfundar. Í Níu þjófalyklum er sleginn tónn þar sem hliðstæða myndast milli höfundar sem ráðskast með sögupersónur sínar og brjálaðs vísindamanns sem gerir siðlausar tilraunir á grunlausum fórnarlömbum. Það er hægt að gera hvað sem er, merkja sér textann með nafni, drepa söguhetjur, birtast sjálfur og hverfa á víxl... Ég get jafnvel tekið konuna þína, Guðjón, ég get tekið af þér konuna í texta eftir þig og farið með hana... í ferðalag ef mér sýnist svo. (Níu þjófalyklar, 119) Þetta andrúmsloft óhugnaðar, yfirvofandi hættu og varnarleysis einkennir einnig Stefnuljós en Algleymi tekur smám saman ákveðnari stefnu í átt að vísindaskáldskap þar sem rafeindahraðallinn í Cern reynist gegna lykilhlutverki. Hermann segir að einhvern tíma í miðjum skrifum hafi það runnið upp fyrir honum að hann væri að skrifa vísindaskáldsögu. „Ég velti því aðeins fyrir mér en gleymdi því síðan aftur. Vísindaskáldskapur á sitt blómaskeið í Bandaríkjunum og Bretlandi upp úr 1960. Þá spá vísindaskáldsögur oft fyrir um eitthvað sem síðar verður og hafa jafnvel áhrif á það hvað verður. En svo er eins og menn hafi gefist upp á því, veruleikinn er orðin svo fáránlegur. Eins og til dæmis skammtafræðin sem ég hef alltaf verið skotinn í en sökkti mér svo alveg á kaf í á Spáni þegar ég var að skrifa þessa bók. Ég fór að lesa bækur um eðlisfræði, greinar eftir Einstein og kynningarrit fyrir alþýðu um nútímaeðlisfræði, sem hæfir mér því ég dett strax út ef ég rekst á formúlu. Ég fór líka að skoða þetta fyrirbæri í Cern sem var ekki komið í gang þá. Mér fannst þetta stórmerkilegt og mikil áskorun að reyna að sjá fyrir hvert svona tilraun geti hugsanlega leitt, eins og vísindaskáldskapur hefur alltaf gert. Þessi tilraun er mjög merkileg og mun hafa miklar afleiðingar á heimspeki, hugvísindi og hugsun mannsins. En þessi eðlisfræði hljómar eins og órar úr minnislausum og geðsjúkum einstaklingi. Öll sönn vísindi enda í einhverju sem líkist mystík.“ Atlaga að kýník Líklega yrði þessum manni ekki komið í orð, öfugt við Guðjón, sem hæglega varð komið í orð – alltof mörg orð, íbyggin og háðsk orð, kankvís orð, orð með stæla, orð með endalausum írónískum hnykkjum, orð sem merktu ekki það sem þau virtust merkja, ónáttúruleg orð og – já – ófrjósöm orð. (Stefnuljós, 129) Það hefur varla farið fram hjá neinum að írónía og kaldhæðni hafa einkennt bók- menntir og bókmenntaumræðu síðustu ára. Í Stefnuljósum fara „írónískir hnykkir“ rithöfundarins Guðjóns Ólafssonar í taugarnar á Helenu konu hans. Í Algleymi gerir minnisleysið það hins vegar að verkum að Guðjón verður óhjákvæmilega mjög einlæg persóna þótt milli hans og lesenda skapist írónísk fjarlægð. Hann er alltaf að upplifa allt í fyrsta skipti og hefur ekkert vald á tungumálinu í upphafi bókarinnar. Úr þessu mætti lesa gagnrýni á íróníska og jafnvel kaldhæðna afstöðu rithöfunda í samfélagsumræðunni. Hermann segir það ekki fjarri lagi: „Kaldhæðni, það er að segja kýník, hefur lengi verið landlæg og jú, mínar bækur eru einhvers konar atlaga að kýník, bæði í sjálfum mér og öðrum. Kaldhæðni er miklu hættulegra vopn en fólk gerir sér grein fyrir. Það augljósa vill gleymast. Til dæmis sú staðreynd að Ísland er eyja í Atlantshafi mitt á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Það er mjög merkileg og mikilvæg staðreynd. Bara orðið eyja segir mikið um Ísland. Það vill líka oft gleymast að írónía er andstæðan við merkingu, hún grefur undan merkingu eða tvístrar henni. Hrein írónía er alveg merkingarlaus.“ Á hinn bóginn er krafan um að listamenn færi rök fyrir verkum sínum ekki sanngjörn, að mati Hermanns. Það sé ekki í þeirra verkahring. Reiðina sem gaus upp í garð listamanna um það leyti sem kreppan skall á, til dæmis í umfjöllun um listamannalaun og um verk Ragnars Kjartanssonar á Feneyjartvíæringnum, segir Hermann vera timburmenn af ríkjandi viðhorfi undanfarinna ára: „Því viðhorfi að hið opinbera eigi ekki að gera neitt heldur eigi einstaklingurinn alltaf að skapa allt sjálfur. Það stormaði fram hópur fólks sem líður illa með myntkörfulánin sem það tók fyrir jeppum en getur ekki borgað og sér þarna hóp á launum frá ríkinu fyrir eitthvað sem það telur ekki skipta máli. Það er reitt út í sjálft sig. Fólk hefur alltaf verið reitt út í listina því hún er alltaf að rétta fólki spegil og fólk er ljótt í þessum spegli. Listamaðurinn hikar heldur ekki við að lýsa sjálfum sér sem gráðugum og eigingjörnum. Listin er óþægileg. En ef þessi neikvæðu viðbrögð teljast vera að taka list alvarlega fagna ég því. Sigfús Daðason sagði einhvern tímann í tímaritsgrein að allir væru hættir að taka list alvarlega - fyrir utan stjórnmálamenn sem taka hana svo alvarlega að þeir taka listamenn af lífi. Þessi viðbrögð eru þá fagnaðarefni.“ Einokun bókmenntaumræðunnar Hermann hefur reynslu af því að taka virkan þátt í bókmenntaumræðunni, hinum megin við borðið, sem gagnrýnandi. Hann hefur einnig lent í ófáum ritdeilum og eitt sinn líkti hann því að taka þátt í íslenskri bókmenntaumræðu við að stilla sér upp fyrir framan skítadreifara og setja

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.