Spássían - 2010, Blaðsíða 12

Spássían - 2010, Blaðsíða 12
 12 ann 7. júlí næstkomandi verður frumsýnd ný íslensk kvikmynd sem ber heitið Boðberi. Segir þar frá ungum manni sem fer skyndilega að upplifa vitranir í svefni um lífið eftir dauðann. Í kjölfarið fer hann að taka eftir annarlegum hlutum í kringum sig þegar hann er í vökuástandi. Í ljós kemur að víða er pottur brotinn í samfélaginu og djöflar og alls kyns illvættir leika lausum hala. Hjálmar Einarsson, leikstjóri myndarinnar, segir kvikmyndina að miklu leyti hafa sprottið upp úr hans eigin reynslu þegar hann kom aftur til Íslands eftir fimm ára fjarveru í Tékklandi. Segir hann myndina fjalla í hnotskurn um mann sem er utanveltu í íslensku samfélagi á góðæristímum, en þannig leið honum sjálfum við heimkomuna. „Ég var útlendingur í eigin landi. Hérna voru allir eins og uppblásnir hanar, gegnsýrðir af vinnusýki. Þetta var ekki sama landið og ég fór frá. Í staðinn hafði mótast hér plastkúltur þar sem allt gekk út á að meika það á heimsmælikvarða.“ Hann líkir Íslendingum fyrir hrun við gjammandi Chihuahua hunda, blinda á eigin smæð. Þannig er Boðberi lýsing á því ástandi sem var þegar djöflaskarinn í myndinni er borinn saman við þær aðstæður sem ríktu. Nú eru englar og djöflar ekki algengt viðfangsefni í íslenskum kvikmyndum og viðurkennir Hjálmar að talsvert sé af amerískum áhrifum í myndinni. „En hellingur af Bergmann líka. Það má segja að Evrópa og Ameríka mætist í myndinni. Það er mikil ádeila á stjórnvöld, samfélagið og mína eigin kynslóð. Því maður mígur jú kannski mest á sjálfan sig.“ Myndin var gerð án allra styrkja og segir Hjálmar að mikil átök hafi átt sér stað í ferlinu. „Ég missti 8 kíló meðan á tökum stóð.“ Um 130 manns leika í myndinni en með aðalhlutverk fer Darri Ingólfsson. Í henni eru 50 tæknibrellur og vandað var til hljóðrásarinnar. Tónlistin spilar veigamikið hlutverk og er hún í höndum Karls Pestka. Það tók eina 9 mánuði að fullvinna sinfónísku útsetninguna sem er í myndinni. Einnig eru þar lög með hljómsveitum á borð við Feldberg, Brain Police og Lights on the highway. Boðberi nýrra tíma Viðtal við Hjálmar Einarsson, leikstjóra kvikmyndarinnar Boðbera Þ

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.