Spássían - 2010, Blaðsíða 31

Spássían - 2010, Blaðsíða 31
31 Það er þetta sem er svo dásamlegt við lestur; eitt örlítið atriði í bók kveikir áhuga manns og þetta örlitla atriði leiðir mann áfram að annarri bók, og annað lítið atriði þar vísar manni á þá þriðju. Þetta er eins og að byrja að leysa rúmfræðiþraut – lausnin hverfi úr augsýn en maður heldur áfram af ánægjunni einni saman. (18) Bókmennta- og kartöflubökufélagið eftir Mary Ann Shaffer & Annie Barrows var gefin út af Bjarti árið 2009, í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur. Kveikjan að frásögninni er rithöfundurinn Charles Lamb. En hann er aðeins útgangs- punktur fyrir allt aðra og merkilegri frásögn. Breska skáldkonan Juliet Ashton fær einn dag, stuttu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar, bréf frá manni sem segist hafa óvænt fundið í fórum sínum bók eftir Lamb sem var einu sinni í eigu hennar. Hann kynnir sig sem Dawsey og segist meðlimur í fyrrnefndu félagi. Hann sé á höttunum eftir meiri upplýsingum um Charles Lamb og vonist til að Juliet geti bent honum á bókabúð. Hún verður glöð við þeirri bón hans en um leið forvitin um félagið með sérkennilega nafnið. Fljótlega taka kynnin að vinda upp á sig og fyrr en varir er Juliet farin að skrifast á við flesta meðlimi félagsins og komin með hugmynd að bók. Þótt sagan fjalli í grunninn um ólíklegan bókaklúbb og skáldkonuna sem verður heilluð af honum er líka verið segja sögu Guernsey eyjar sem hlaut skelfilega útreið í seinni heimsstyrjöldinni. Líkt og Dagbók Önnu Frank verða frásagnirnar í bréfunum að heimild um daglegt líf undir stjórn nasista. Venjubundnar frásagnir frá ólíkum sjónarhornum draga fljótt upp mynd af skelfilegum aðbúnaði og ómennskum aðstæðum. Áhrifin vara samt aldrei lengi því harmleikurinn er rammaður inn í fjörlega og yfirborðskennda frásögn um ástarflækjur. Það sem einkennir bókina öðru fremur er að hún reynir ekki að falla inn í eina grein bókmennta. Hægt er að skilgreina söguna á margvíslegan máta. Hún er „epistolary“ saga – sögð í bréfaformi frá mörgum mismunandi sjónarhornum. Hún er söguleg skáldsaga þar sem dregin er upp mynd af hræðilegu ástandi seinni heimstyrjaldarinnar og ekkert dregið undan. Hún er hetjusaga þar sem sagt er frá hinni fjarverandi en hugrökku Elizabeth McKenna, stofnanda Bókmennta- og kartöflubökufélagsins. Hún er gaman– og ástarsaga þar sem inn á milli skoplegra frásagna af Guernsey og íbúum hennar glittir í slitrur af ástarflækjum skáldkonunnar svo og annarra persóna og síðast en ekki síst er hún lofrulla um gildi bókmennta í lífi fólks. Hvað gerist þegar hópur af ólíkum einstaklingum beinlínis neyðist til að leggja fyrir sig heims- bókmenntirnar ellegar eiga það á hættu að vera refsað af nasistum? Fólk hefur lagst í bókalestur af minni hvata. Útkoman er jafn margvísleg og margbreytileg og persónurnar sjálfar. Sumar uppgötva þar tómstundaiðju sem bæði dreifir huganum á erfiðum tímum og vekur upp áður óþekktar ástríður. Aðrar taka ástfóstri við eina bók og láta þar við sitja en sækja sem áður í félagsskapinn. Enn aðrar sjá ekki tilganginn í svona rugli sem gerir ekkert annað en raska þeim dýrmætu vinasamböndum sem fyrir voru. En miklu fleiri mynda tengsl og vináttubönd sem, fyrir tilstilli bókmenntanna, vara að eilífu. Listin að lesa Ásta Gísladóttir UB: „Kápur geta eyðilegt löngun þína til að lesa bók ef þú þekkir ekki höfundinn og þetta er ekki kápa sem vekur sérstaka eftirtekt eða forvitni.“ Þær nefna Konu flugmannsins eftir Antiu Shreve sem kom út árið 2001 sem dæmi um misheppnaða bókakápu. Nafnið getur líka stuðað eins og Náunginn í næstu gröf eftir Katarinu Mazetti sem þær segja úrvalsbók sem þeim hefði seint dottið í hug að lesa. Kápan á Bókmennta- og kartöflubökufélaginu er mjög venjuleg og tengist efni bókarinnar vel en hefur sennilega horfið í fjöldann í jólabókaflóðinu. „Kápan passar algjörlega þegar maður er búinn að lesa bókina,“ segir ein, „en ég mundi ekki versla hana handa vinkonu minni [ef ég þekkti hana ekki fyrir].“ Þær eru hrifnar af Berlínaröspunum og hafa mikið rætt þær bækur þótt ekki hafi allar lokið við að lesa þríleikinn. Getur það hamlað umræður en fyrirkomulagið gerir það að verkum að það er alveg bannað að tala um endi bóka. Þær segja að það geti verið erfitt að ná ekki að tala út enda stendur til að hætta að taka svona mikla tillit til þeirra sem ekki hafa lesið og ræða bækurnar frjálslegar. UB: „Við erum komnar á þann aldur að við erum fljótar að gleyma.“ Við spyrjum hvort svona leshringir séu ekki að mestu dottnir upp fyrir en þær nefna ófá dæmi svo greinilegt er að þeir leynast víða. En þær segja að ólíkt Ungfrú Bennet lesi meðlimir þessa leshringja aðeins eina bók í einu og ræði hana síðan. Sjálfum finnist þeim lestur bókar fyrir ákveðinn tíma vera svolítið eins og að lesa fyrir skólann. Meiri kvöð en ánægja. UB: „Það mundi aldrei virka hjá okkur því við höfum frá svo mörgu að segja. Sumir eru að kafa dýpra en við viljum hafa mjög almenna þekkingu. Umræðurnar þurfa ekki að vera svo djúpar til að maður sé samræðuhæfur. Og þótt aðeins sé tekin fyrir ein bók verða umræðurnar ekkert dýpri fyrir vikið hjá hinum klúbbunum.“ Þær minnast á danskan hóp sem kom nýlega til landsins á slóðir Karitasar, sögupersónu Kristínar Marju Baldursdóttur. Í lok ferðarinnar hitti hópurinn Kristínu Marju í Norræna húsinu og var hún vinsamlegast beðin um að tala ekki um Karitas sem sögupersónu heldur sem persónu. Þarna dettum við inn á hálfgerðan fund hjá félaginu því þær fara að ræða bækurnar og hvað þeim fannst virka og hvað ekki. Hversu líklegt sé að hægt hefði verið að framleiða eðalvín á Íslandi fyrr á öldinni og hvernig Karitas hefði getað nýtt karlinn betur. Þær segjast alls ekki hafa verið sammála um gæði bókanna þegar þær voru ræddar á fundum. Flestar elskuðu þær en ein sem ekki var viðstödd var víst ekki jafn hrifin. Mikið er því rökrætt en allt í góðu. Þær segja ekkert bókmenntasnobb að finna í hringnum og þær lesi allt. Vampírubókin Dauð þar til dimmir eftir Charlaine Harris hefur lent á leslistanum sem og Twilight bálkurinn og Harry Potter bækurnar. Einnig hafa þær lesið teiknimyndasögur, allt frá Sin City eftir Frank Miller til Ástríks galvaska. Hver hefur sinn smekk og sína skoðun. S: Eruð þið þá ekki mikið í nýjustu titlunum? UB: „Við lesum bæði gamlar og nýjar bækur í bland. Tökum nýju bækurnar svolítið fyrir í desember og janúar, sérstaklega íslenskar bækur. Ef hægt er að nálgast þær á bókasöfnunum.“ Þær segja að leshringir sem þessi geti komið starfsmönnum bókasafna mjög til góða og styrkt þá faglega því þeir öðlist yfirgripsmikla þekkingu á bókum þótt þeir lesi þær ekki allar sjálfir. Þannig styrkir hin margþætta þekking þær faglega um leið og hún tryggir vináttuböndin. Eins og ein segir í byrjun viðtalsins: „Ég treysti þessum konum eins sjálfri mér“. Ásta Gísladóttir

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.